Syrpa - 01.12.1911, Side 50
KONRAÐ OG STORKURINN
*ff þorpi einu í Noregi er stork-
** mynd á kirkjunni og á mæni
margra húsa. Ettirfylgjandi saga
skýrir frá því.hvernig á þessum ein-
kennilega sið stendur.
í þorpi þessu lifÖi á löngu liöinni
tíö ekkja nokkur og sonur hennar,
er Konráð hét. Konráö litli og
móöir hans höfðu miklar mætur á
stork einum og sýndu honum gott
atlæti. Þau báru honum mat og
gældu við hann og er Konráö litli
blístraði kom haun og át úr lófa
drengsins. Þau biðu hans meö ó-
þreyju á vorin og þegar hann kom
virtist hann eins sæll yfir því að sjá
þau og þau voru að fagna honum.
Vor og sumar liöu óðfluga hjá og
Konráð litli var orðinn fullvaxinn
maður. Hann afréð aö fara í sigl-
ingar og kvaðst ætla að safna svo
miklum auð að móðir sín gæti átt
góða daga í elli sinni. Hann fór
því burt, varð sjómaöur og lagði á
staö til ókunnra, fjarlægra landa.
í margar vikur gekk ferðin vel, en
dag einn, er þeir voru nærri Afríku-
ströndum, réðust að þeim sjóræn-
ingjar, tóku skipið, settu skipverja
í bönd og seldu þá síðan íþrældóm.
Vikur liðu. Ekkjan fór að verða
hrædd um son sinn, því langt var
síðan fréttir höfðu borist af ferðum
hans. Skíp hafði komið og farið,
en engar fregnir. Að lokum var
svo komið, að allir töldu hann af
lífi og þorpsbúar höfðu meðlíðan
með einstæðingsskap ekkjunnar og
sorg. Hún var ekki lengur mönn-
um sinnandi og virtist ekki festa
ást eða yndi við neitt nema storkinn,
sem kom á hverju vori einsog áður.
Konráðs vegna fagnaði hún honum
og færði honum fæðu, unz haustið
kom og hann flaug suður móti sól
og sumri.
Það bar við dag einn, er Konráð
þrælkaði einmana og ylirgefinn á ó-
kunnum ströndum, að hann sá stork
fljúga í kringum sig með miklum
gleðilátum. Honum flaug í hug
heimilið sitt gamla og móðir sín og
„vorboðinn ljúfi“. Eins og ósjálf-
rátt blístraði hann, eins og hann
hafði oft gert, til að kalla til sín
fuglinn mörgum árum áður. Hon-
um til ósegjanlegrar gleði kom
storkurinn til hans, eins og hann
vænti þess að fá fæðu. Konráð
lyfti hjarta sínu til guðs í innilegu
þakklæti, fyrir þennan gamla kæra
vin,sem kominn var á stöðvar lians.
Á hverjum degi leyfði hann dálitlu
af sínum skorna skamti, til að geta
veitt sér þá gleði, að kalla storkinn
til sín og gefa honum að eta úr
hendi sinni. En hjarta hans hrygð-
ist er sá tími kom, að búast mátti
við að fuglinn færi að fljúga norður.
Skyldi hann fara til kofa móður
hans? Var hreiðrið, sem hann
mundi svo vel eftir, þar enn þá?
Var nokkur þar nú, til að fagna
honum og gefa honum fæðu? Ált í
einu datt honum í hug að fuglinn
kynni að geta hjálpað sér í burt af
þessum stað. Hann gat ritað örfá
orð á miða, segjandi hvar hann var
og að hann væri í þrældómi. Miða
þennan batt hann þétt um fót
storksins.
Vorið kom enn á ný í norðrinu
og með því kom storkurinn. Ekkj-
an aldurhnigna sá hann koma,
mintist sonar síns og fagnaði hon-
um með matgjöfum. Þegar stork-
urinn var að eta úr hendi hennar
tók hún eftir bréfinu, sem bundið
var um fót hans. Til að seðja for-