Syrpa - 01.12.1911, Blaðsíða 57

Syrpa - 01.12.1911, Blaðsíða 57
ORUSTNN VIÐ WATERLOO 119 póleons liug-ur, eins og von var, því allir óttuðust að Prússar mundu inn- an skams verða komnir að baki sér milli sín og Belle Alliance, en Well- ington og Chassé lögðu hart framan að Frökkum. Kúluhríðin var þá svo, að stríðshestur keisarans, sem þó mun hafa verið vanur þess kon- ar veðri, fældist undir honum, og hann varð að hafa hestaskifti. Gjörði hann þá hina síðustu tilraun til að fr(elsa herinn, með því að breyta fylk- irígarskipun sinni þannig, að bregða sináskjaldborgum á yíir skáþveran vígvöll frá Mont St. Jean til Plan- chenoit, eða frá útnorðri til landsuð- urs. Hlýddu varðsveitir Napóleons þessari skipan og skiftu sér þegar mitt í kúlubylnum í 6 skjaldborgir, en í allan meginher Frakka, sem o'rðinn var bæði bungraður og upp- gefinn, brast flótti, sem brátt varð alveg óstöðvandi. Einhvér, því einu gildir hver það var, tók í taum- ana á hesti Napóleons, sem þá helzt óskaði sér dauðans,og teymdi undir keisaranum inn í þá varðmanna skjaldborg, sem Cambronne varfyr- ir og kom hún keisaranum við illan leik uudan. Ney var lagstur fyrir á vígvellinum af þreytu og var bor- inn burt af sínum mönnum. En — Blucher var kominn með alt sitt lið nema öftustu sveitirnar undir Theilmann; við þær hafði Grouchy verið að eltast hálfan daginn, í stað þess að flýta sér á vígvöllinn við Waterloo og skorti hann þó ekki áskoranir ril þess af hálfu félaga sinna, enda heyrði har.n skothríðina allan daginn. En—skipanir Soults í umboði keisarans voru óljósar og komu jafnvel ekki heim hver við aðra, eins og áður er áminzt; ásjálf- um vígvellinum var ösinn og troðn- ingurinn svo megn, ab skjaldborg- um Frakka var litlu minni hætta búin af frakkneskum flóttamönnum en af hálfu þeirra,sem flóttann ráku, Prússum, því Wellington og Bretar voru orðnir svo uppgefnir, að þeir hurfu þegar aftur við Belle-Alliance. Sjónarvottar bera, að skjaldborgun- um var varla stætt á vígvellinum fyrir þröng og þyrpingu, enda var sól runnin og þegar farið að rökkva. Þetta var um náttmál. Prússar skoruðu á skjaldborgarmenn keis- arans, að gefast upp, en tvennum fer sögunum um það, hverju svarað var og hver fyrir svörunum var. Þó mun því ekki hafa verið svarað, sem oft hefir verið haldið á lofti, sem sé: ,,skjaldborgarmenn falla, en gefast ekki upp (la garde meurt, viais ne se rendpas)", heldur hinu sem enginn veit með sannindum, liver svaraði, hvort það var foring- inginn sjálfur, Cambronne, eða ein- hver sléttur og réttur undirrríaður, og var það eitt einasta orð: morde, sem hver sem vill getur leitað uppi í orðabók. Þá var hleypt úr ’fall- byssum á skjaldborgarhornin, en skjaldborgin hélt alt um það áfram í hægðum sínuum í náttmyrkrinu og skilaði Napóleon daginn eftir líkamlegaheilumog höldnum í Char- leroi. Allar hinar 5 skjaldborgirnar voru skotnar niður eða teknar»til fanga. Mannfallið var sem nú segir: af Frökkum 18,000 manns, og 7,000 manns herteknir, af þessum síðari flestir um kveldið í holveginum milli Papelotte og Planchenoit; af Eng- lendingum,Hollendingum, Prússum og öðrum Þjóðverjum 24,6000 falln- ir, en því nær enginn hertekinn. Þá misstu Frakkar 200 fallbyssur, allan farangur sinn og hersjóð, þar á meðal ferðaplögg Napóleons sjálfs. Eitt það hryggilegasta við flótt- ann úr orustunni var sá grunur við hershöfðingja Frakka, sem kom fram um nóttina hjá undirmönnun- um; var það altalað í hernum, að foringjarnir heföu svikið keisarann, og var ýmsum hershöfðingjum, þótt sárir væru, misþyrmt um nóttina og daginn eftiraf sínum eigin mönnum. Hvað satt var í þessum grun er ó- mögulegt að segja; líklega var hann að mestu sprottinn afþeirrióánægju, sem jafnan er slysum og óhamingju
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Syrpa

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Syrpa
https://timarit.is/publication/499

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.