Syrpa - 01.12.1911, Page 58
120
SYRPA
samfara. Eitt er víst, að enginn
grunaði Ney eða Drouot.
Á sjálfa orustuna er mér ofvaxið
að leggja nokkurn dóm, nema það
væri sá, að Napóleon hafi ekki haft
nógu Ijósa hugmynd um festu Well-
ingtons og Breta. Svo er sagt, að
að þegar Halkett eða Alten um
miðaftans bilið senditil Wellingtons,
til þess að biðja um liðveizlu, því
annars gæti hann ekki haldist við,
þá hafi hertoginn átt að svara: ,,eg
hef ekki einn mann aflögum; gjör-
ið þér eins og eg hef einsett
mér: standið þér þangað til þér fall-
ið“. Og á Waterloos vígvellinum
í nánd við Mont St. Jean. stendur
eða stóð að minsta kosti 1847 eik,
öll kúlusmogin. Þar stóð eða sat
Wellington á hestbaki mest allan
daginn. Á St. Helena var Napó-
leon eitt sinn spurður um, hvernig
farið mundi hafa, hefði Blucherekki
komið á vígvöllinn um sólarlags-
leitið þann 18. júní 1815. — ,,Eg
veit ekki gjörla“, á keisarinn að
hafa svarað; ,,að líkindum hefðum
við báðir (Napóleon og Wellington)
orðið að liggja í herklæðum um
nóttina; því þótt hann hefði beðið
ósigur, gat eg ekki rekið flóttann;
Ney var búinn að brúka alt mitt
riddaralið upp og allir voru aðfram
komnir af þreytu og hungri. Og
undan gat Wellington heldur ekki
dregið í myrkrinu, því hann hafði
skóg að baki sér, og það var yfir-
sjón af honum, hefði illa farið. Lík-
legast er að við hefðum orðið að
taka til óspiltra málanna daginn eft-
ir (h. 19.)“. Helzt lítur út fyrir að
Welllington hafi ekki ællað sér að
flýja, hvernig sem færi, heldur láta
sverfa til stáls, og einmitt þess
vegna vann hann orustuna. Sú
sögn er til meðal Frakka, þó varla
sé hún hafandi e-ftir,sem áreiðanleg,
aðpeningakaupmaður nokkur frakk-
ur, Ouvrard að nafni, sem Napóleon
var vanur að hrúka til þess að
hleypa upp verðskjölum á peninga-
markaðnum, hafi komið á fund keis-
arans á vígvöllinn þann 18. júní,
stundu eftir nón, um það bil er
Bulow lagði að Frökkum við Plan-
chenoit og spurt keisaran að, hvort
ekki mundi óhætt að bera þá gleði-
fregn til Parísarborgar, að orustan
væri unnin, svo verðskjöl gætu stíg-
ið í verði, og hafi Napólion átt að
svara: Flýtið þér yður til Parísar
og hleypið þér upp skuldabréfunum,
en okkar á milli: pessi bardagi\innst
eigi i dag' ‘.
Um bardagaskipunina er þetta að
segja,eftir Napólion.sjálfum. Þegar
keisarinn kvöldið þ. 17.ásarrit svein-
inum Gudin reið með fram línum
Englendinga, sá hann, að fylking
þeirra var styrkari hægramegin (að
vestanverðu) heldur en vinstrameg-
in að (austanverðu). Lagði Napó-
leon það svo út, að Wellingtora
vildi ekki láta bola sig frá sjónum,
því sjóleiðis fékk hann frá Englandi
alt senr hann þarfnaðist, bæði menn,
hesta, vopnabúnað o. fl., og hafðí
hann af sörnu ástæðu víggirt svo
ramlega Hougoumont, og sett þar
til varnar nokkuð af sínu hraustasta
liði. Setti Napóleon sér því að
leggja snarpast að vínstra, þ. e.
eystra fylkingararmi Brcta, en Hou-
gounront (austanmegin) þurfti lrann
einmitt að ná, til þess að lrafa góða
fótfestu fyrir sína eigin fylkingu
vinstra, þ. e. vestanmegin, nreðan
hann væri að beita hægra, þ. e.
eystri arminum. Af þessari ástæðu
hóf hann orustuna þ. 18., með at-
lögunni að Hougoumont, en neytti
allan dagimr lröfuðorkunnar gegn
vinstra fylkingararnri og fylkingar-
brjósti Breta. Gjörði hann þetta til
bess að flej'ga sig senr mest har.n
nrætti inn á milli Wellingtons og
Bluclrers, og girða fyrir það, að þeir
gætu náð höndutrr sanrau. En það
fór sem fór; þeir eigi að eins náðu
hönclum saman, heldur föðnruðust
við Belle Alliance.
Af hernaðarlagi Wellingtons í
þessari orustu er sanra að segjaeins
og stríðsnráta hans í öðrum bardög-
um, svo sem Salanranca, Talavera,
Fuentes. d’Onore, Yittoria, og fl.