Syrpa - 01.12.1911, Qupperneq 59
ORUSTAN VIÐ WATERLOO
121
Hann víggjrti jafnan ramlega áríð-
andi og velvalda bletti frammi fyrir
og til hliðar viö fylkingu sína og
hélt þeim til streitu, var gætinn og
varðist jafnan framan af orustunni,
en versnaði, þegar á daginn leið,
eins og Gustav Adolph, var spar á
kröftum og blóði liðsmanna sinna,
vel búinn að vopnum ogöðrum föng-
um, og sá her sínum ávalt fyrir
nægum og göðum kosti, ,,því svatig-
ir geta Bretar ekki barizt“ er eftir
honum haft. Höfuðeinkenni hans
var festa og þolgaeði, ekki hugvit
og snarræði eins og Napóleons.
Alt um það: kostir Wellingtons
reyndust drjúgir einnig við Water-
loo,þvf þeir áunnu honum það traust
sem aldrei bilaði. Meðan hannstóð,
stóðu þeir og, sem á hann þektu,
því hann hafði aldrei beðið ósigur,
og af því þeir stóðu, þangað til
Blucher kom, vanst orustan. Svo
þótt Prússar og sagnaskrifarar
þeirra (Wachsmuth o. fl.) eigni
Blucher sigurinn við Waterloo, þá
nutn þó hitt sannara, sem Thiers
einnig játar, að hann var að þakka
hinni obifanlegu festu (ferjnéié iné-
branlabe) Wellingtons og hreysti
hins enska fótgönguliðs, sem Soult
jafnan bar þann orðstír: ,,Enskir
eru hið bezta fótgöngulið í norður-
álfunni; til allrar hamingju ér svo
lítið af því“.
SORGARLEIKUR í KONGSHÖLLUM.
(Lauslega þý.tt).
í Ð U S T U atriði sorgarleiks
þess er frá skal skýrt, eru að
beta oss fyrir sjónir í gamla Leaken
kastalanum í Belgíu. Maximilian
prins og hin tiginborna, fagra prins-
essa Carlotta eru aðal-leikendur,þau
sem um eitt skeið bátu keisaratign
og stýrðu ríki.
Öldruð kona hokin og grá fyrir
hærum reikar þar um sali, en
æfi hennar er brátt á enda.
Sigð tímans hefir þegar unnið burt
fegurð hennar, sem á æskuskeiði
heillaði hinn glæsilegasta prins í
Evrópu. Hún verður hrumari með
hverjum mánuði, og iæknar hennar
telja hvern daginn síðastan.
Sælli hefði hún verið ef dauðinn
hefði kallað fyrr, því örlög hennar
hafa verið beisk. í fjörutíu ár hefir
hún verið vitstola, og í öll þau ár
hefir Laekan-kastainn verið fangelsi
hennar. Stundum korna augnablik,
er augti hetinar lýsa rænu og ráði
—augun sem áður voru fttll fegurð-
ar og fjörs—og þá spyr hún í þús-
undasta sinn: ,,Kemur keisarinn í
dag?“ Og í þúsundasta sinn er
svarað: Ekki í dag“.
Þegar þau augnablik koma er
kona þessi fær rænu, má hún líta
til baka til þeirra fáu en glæsilegu
ára, er hún bjó við auð og vald,
heilluð draumum um meiri auð og
göfgara veldi. Því kona þessi, er
böl vitskerðingarinnar læknar sælu-
ríkum ódáinsveigum gleymskunnar,
er engin önnur en Carlotta, hún
sent var um eitt skeið fegurst og
fullkomnust allra konungborinna
kvenna, og vann keisaratign og
glataði henni.
í fjörutíu og þrjú ár, og þó leng-
ur, hefir bréf eitt beðið Carlottu í
Laeken, ef ske mætti að hún gæti
lesið það. Maximilian bóndi henn-
ar skrifaði það daginn, sem hann
var lífiátinn. Metorðafýsn hennar
hafði leitt hann út á þáógæfubraut,
sem nú var að taka enda,hann hafði
heyrt um vitskerðing konu sinnar,
og í von um að hún kynni einhvern-
tíman að fá rænu til að lesa það
skrifaði hann þetta bréf. En seöill-
inn bíður enn ólesinn. Svo hljóðar
bréfiö.