Nýjar kvöldvökur - 01.07.1935, Qupperneq 3

Nýjar kvöldvökur - 01.07.1935, Qupperneq 3
Helgi Valtýsson: I Austfjarðaþokunni. (Niðurlag). V. Sumarnótt. Sumarnóttin var mild og hljóö. Ör- þunn þokuslæða lá yfir láglendinu og náði rétt upp fyrir efstu bæina. Það grisjaði í tjarnirnar og ána gegnum þok- una. Og veifustangirnar og hræðurnar urðu risavaxnar og ferlegar til að sjá í varphólmunum. Einstöku geldfugl sást á sundi. En æð- urnar hjúfruðu sig á eggjunum sínum djúpt niður í dúnbreiðuna. Friður nátt- úrunnar fyllti alla tilveruna, og nætur- þokan breiddi lófann verndandi yfir vorsins unga líf. Þúsundir heitra fugls- brjósta þrýstu sér í sterkri þrá niður yfir heit eggin, og óljós von og vitund varð að lifandi dúnhnoðrum, sem sprild- uðu og iðuðu fyrir árvökrum móðuraug- um þeirra. En allt var grafkyrrt og hreyfingarlaust. Aðeins óteljandi brúnir blettir í þokugrárri sumarnóttinni og þúsundir augua, er blikuðu eins og tærir hreyfingarlausir vatnsdropar. Gömul óbyrja kom vappandi frá tjörn- inni og upp í einn varphólmann. Hún vagaði á milli hreiðranna og funsaði með nefinu inn að ungu æðrunum, eins og hún væri að leita að einhverju. Sæl endur- nainning um bjartar júnínætur, hreiður °g’ egg, stakk upp kollinum einhvers staðar í gamla barminum dúnklædda. En bún fann ekkert. Hennar beið hvergi N.-Kv., XXVIII. árg. 7.-9. h. hreiður með eggjum og hlýjum dún af hennar eigin brjósti. Svo kjagaði gamla óbyrjan þvert yfir hólmann og niður hinum megin. Ung æður glefsaði í annan fótinn á henni, um leið og hún fór framjá. Og gamla konan flagsaði út á tjörnina. Hún átti ekki framar friðland og heimili í varphólm- anum. Hennar sumarnótt var liðin. Hún synti svo út á tjörnina og stakk sér eftir síli. Og hringirnir breiddust út í logninu og hurfu í þokuna. Uppi á bæjarhellunni lyfti Snati garnli höfðinu og rak upp letilegt bofs. Líldega hafði hann dreymt. Eða einhver þefur borist að vitum hans í svefni. Hann þef- aði út í loftið — í áttina til hraunsins. — Nei, það var eklti neitt. Hann geispaði hátt og lagði trýnið aftur fram á lappir sínar. Augun lukust smámsaman aftur. Eyrun hlei’uðu nokkrum sinnum í aliar áttir. Þokan náði rétt upp í hlaðvarpann. í djúpri laut rétt í hraunbrúninni smaug rauðbrún rönd áfram gegnum þokuna og dró breiða rák i næturdögg-ina. Við bofsið í Snata gamla stóð hún graf- kyrr og hélt mórauðum framfæti á lofti. Eyrun hleruðu og snerust í ýmsar áttir. Annars var tófan öll hreyfingarlaus. Hún kannaðist við letigjarnmið í Snata gamla. Þar var ekkert að óttast. Og gulgrænu augun skökku leiftruðu af lítilsvirðingu fyrir þessurn gamla og syfjaða nætur- verði. 13

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.