Nýjar kvöldvökur - 01.07.1935, Síða 9
GULL- OG GIMSTEINABÆIR AFRÍKU
103
deyja allmargir verkamenn árlega af
hitaslagi, en þeim fer fækkandi ár frá
ári, eftir því sem útbúnaður batnar.
Þegar vér höfum skoðað oss þarna um
stundarkorn höldum vér lengra niður.
Nú er ekki farið í lyftu, heldur klifrum
vér eftir ófullkomnum stigum 300 metra
enn niður á við, þar sem nýfundin eru
gullauðug jarðlög. Vér erum nú á botni
dýpstu námu heimsins, 2350 metrum
undir yfirborði jarðar.
Þarna niðri eru gangarnir þröngir og
lágir. Hitinn er hér nær óþolandi og svit-
inn streymir niður af okkur. Negrarnir,
sem hér eru að vinnu, eru allsnaktir. Hit-
inn er enn óbærilegri en ella vegna þess,
að loftið er mjög rakt. Orsök þess er sú,
að þegar borað er og sprengt í berginu,
kemur fram mikið ryk og til þess að
halda því niðri er vatni dælt þar niður
án afláts. Hafa sérstakir umsjónarmenn
þann starfa á hendi að hindra ryk-
myndun.
Vatn er hér, sem annarstaðar í Suður-
Afríku, mjög lítið í jörðu sakir hins
þurra loftlags. Námafélögin sleppa því
við þau útgjöld að dæla vatni úr námun-
um, aftur á móti verða þau að láta dæla
vatni í námurnar til að væta námugöng-
in og draga úr rykplágunni. Rykið, sem
er mjög kvartsauðugt, er stórhættulegt
verkamönnunum. Lungun fyllast af því
og þeir sýkjast af kísileitrun, og fjöldi
þeirra deyr af henni. Heilsufræðistofnun
Jóhannesarborgar hefur rannsakað sjúk-
dóm þenna mjög nákvæmlega og tekizt
að koma á miklum endurbótum í námun-
um, svo að dauðsföllum af þessari orsök
hefur mjög fækkað. Þó deyja um 250
manns árlega úr kísileitrun.
Eitt meðal annars, sem furðulegt er í
þessari gullauðugustu námu jarðarinnar
er, að maður sér alls ekki gullið, sem
mokað er upp úr iðrum jarðar. Gullkorn-
m eru svo smá, að þau eru nær ætíð ó-
sýnileg berum augum. Bergtegund sú,
sem hér um ræðir, er molaberg. Sand-
korn og steinvölur eru límdar saman með
kvartsi. Meðal sandkornanna glittir hing-
að og þangað í brennisteinskís, en gullið
sést fyrst þegar bergtegundin er sett und-
ir smásjá.
Lögum þesum hallar, svo að alltaf
dýpka námurnar. Enn hefur eigi tekizt
að ákveða aldur þeirra til fullnustu, en
svo mikið er víst að þau eru frá elztu
tímabilum jarðsögunnar.
Meira en helmingur af árlegri gull-
framleiðslu jarðarinnar er unnið í Suð-
ur-Afríku, var verð þess 1932 nokkuð yf-
ir 49 milljónir sterlingspunda, og mest
af þessu gulli er grafið í Witwatersrand.
Gullnámurnar við Jóhannesarborg voru
fyrst í stað unnar af einstökum mönnum
eða smáfélögum, sem fundið höfðu gull-
ið, en nú eru allar námurnar í höndum
auðfélaga. Fyrstu gullnemarnir hafa að-
eins haldið smáskikum, sem eru svo gull-
snauðir að stórrekstur svarar ekki kostn-
aði. Á örfáum stöðum í Suður-Afríku þvo
menn enn gull úr ársandi, en slíkt svarar
ekki kostnaði þegar gullið er jafndreift í
berginu og hér. Bergið er nefnilega ekki
sérlega gullauðugt. Úr hverju tonni af
grjóti fæst einungis 1 */G sterlingspunds
virði af gulli og % gullverðsins fara í
kostnað við að vinna það. Það sem gerir
það kleift fjárhagslega að nema gull hér,
er hve víðlend hin gullbornu lög eru.
Gullið er numið þannig, að bergið er
brotið með dynamitsprengingum eða bor-
unum. Síðan er grjótinu ekið í vögnum
að lyftunum, sem bera það- upp á yfir-
borðið. I dýpstu göngunum eru enn eng-
ar lyftur, þar er gullgrjótið dregið upp
á sporvögnum eftir snarbröttum teinum.
Þegar málmgrjótið kemur upp í dagsljós-
ið, er það tínt í sundur og malað og úr
mylsnunni er gullið unnið með ýmiskon-
ar efnablöndun. Mest er notað Cyanka-