Nýjar kvöldvökur - 01.07.1935, Blaðsíða 12
106
NÝJAR KVÖLDVÖKUR
Þeir höfðu farið fimm enskar mílur
inn eftir firðinum, þeg'ar þeir beygðu
skyndilega fyrir háan odda, og sáu »Po-
larity« liggja fyrir akkerum nokkru innar.
Þeir gátu naumast trúað sínum eigin
augum. Þeir höfðu farið frá skipinu
föstu í ísnum mörgum mílum sunnar, og
samt sem áður hafði það náð ákvörðun-
arstaðnum áður en undanfari þess, þótt
hraðskreiður væri.
Skarkalinn í loftskrúfum vélsleðans
hafði þegar tiíkýnnt komu þeirra og
siglutrén voru krökk af loðskinnsklædd-
um mannverum, sem æptu af fögnuði.
Leslie varð af tilviljun litið framan í
Ranworth. Þar sáust engin gleðimerki.
Öðru nær. — Svipur foringjans var
raunalegur. Hann stóö kyrr og horfði á
tímamælinn.1) Hann var stanzaður.
-—- Einkennilegt, tautaði hann.
Hann leit á úrið sitt. Það nægði að
draga það upp áttunda hvern dag, eins
og tímamælinn. Það var líka stanzað.
Það var samt enginn tími til að rann-
saka málið nú.
Skipverjar á »Polarity« köstuðu út
kaðli, og stuttu síðar lá vélsleðinn bund-
inn við skipshlið.
— Hvernig er ástatt? spurði Storm-
leigh skipstjóri, þegar Ranworth kom
yfir borðstokkinn. Ég er hræddur um að
fyrirhöfn okkar hafi verið árangurslaus.
— Fyrirhöfn ykkar árangurslaus ?
sagði Ranworth. Þið hafio verið vel að
verki, fyrst þið gátuð komizt til Desola-
tion Creek á svo skömmum tíma. Hvern-
ig fóruð þið að því?
Nú kom röðin að Stormleigh skipstjóra
að vera hissa.
— Við höfum unniö af kappi, svaraði
hann. En hvernig leið þarna?
Hann benti á áttina þangað sem leið-
angur Claude Ranworths beið liðveizlu.
J) Kronometei’.
— Hvað eigið þér við, skipstjóri?
spurði Ranworth. Eruð þaö þér eða ég,
sem farið er að dreyma? Við höfum ekki
komið þangað enn. Við vorum nú fyrst
að koma til Desolation Inlet. Ef þér —
Hann þagnaði. Hinn hræðilegi grunur,
sem rétt áður hafði fest rætur hjá hon-
um, óx til muna.
— í dag er þriðjudagur, er það ekki?
spurði hann.
— Nei, herra Ranworth. Það er
fimmtudagur, svaraði Stormleigh sldp-
stjóri.
Nú var sem ljósi brygði upp fyrir
Ranworth.
Hann vissi nú, hevrsvegna tímalælir-
inn og úrið hans stönzuðu. Eftir hrakn-
ingana á\ ísnum hafði áhöfn vélsleðans
sofið afsakanlega, — ekki í tólf stundir,
eins og þeir höfðu haldið, heldur í fjöru-
tíu og átta! Meðan sleðinn hafði legið ó-
virkur við ísbrúnina, hafði »Polarity«
tekizt að finna leið nokkru austar, þann-
ig, að skipið hafði komizt á vettvang
fjórum stundum fyrr en Ranwortn og
förunautar hans.
Stormleigh skipstjóri varð á hinn bóg-
inn að álíta, að vélsleðinn hefði þegar
fundið búðir heimskautakönnuðanna, en
án þess að finna annaö en líkin af hinum
ógæfusömu mönnum.
— En þér standið þó í þráðlausu sam-
bandi við bróður minn, maður! hrópaði
Ranworth.
Stormleigh hristi höfuðið.
— Þangað til í fyrradag, já, svaraði
hann. Síðan hafa allar tilraunir til að ná
sambandi við leiðangurinn verið gagns-
lausar.
Ranworth kreppti hnefana.
— Það er ef til vill ekki of seint enn-
þá, sagði hann. Lánið mér tvo aðra há-
seta, skipstjóri, og svo förum við sam-
stundis.