Nýjar kvöldvökur - 01.07.1935, Page 14
108
NÝJAR KVÖLDVÖKUR
Skaramt frá þeim til hægri var brúnin
lægri en annarstaðar, en jafnvel þar
mundi verða örðugt um uppkomu.
Ranworth stöðvaði sleðann.
Við skulum sjá, hvað hinum megin er,
áður en við reynum að koma sleðanum
upp, sagði hann.
Þeir fóru nú úr sleðanum, að Leslie
undanteknum, og skriðu yfir brúnina.
Nokkru fjær var hrúga af smágrjóti,
sem nýlega hafði oltið ofan úr sprungum
þar upp undan.
Ranworth hrópaði upp yfir sig af
fögnuði.
— Þessir steinar eru okkur ómetan-
legir. Við veltum nokkru af þeim fram
af brúninni, og á hálfri klukkustund get-
um við byggt upp brekku, sem sleðahjól-
in geta náð festu í.
Þeir hófu þegar verkið. Það gekk fljótt,
og hálftíma síðar var steinstíflan til.
Þeir sneru þá aftur í sleðann, hjólin
voru látin falla, og hann skreið hægt upp
á brúnina.
Leslie lyfti hjólunum aftur, og sleðinn
hélt för sinni áfram á stálmeiðunum.
— Farðu nú með fullum hraða, sagði
Ranworth. Vegurinn er góður.
Sleðinn var kominn inn úr dalverpinu,
og landið var tiltölulega slétt. Það var
allt hulið þykkum ís og snjó.
Tveim stundum síðar tilkynnti Guy,
sem tekið hafði við stýrinu af Ranworth,
að ás nokkur lægi þvert fyrir framan
þá. í hann voru tvö þröng skörð.
— Að hvoru þeirra á ég að stýra?
spurði hann Ranworth.
— Ég hygg, að það sé alveg sama,
svaraði hann. Bæði eru viðlíka mikið úr
leið frá stefnu áttavitans. Við getum til
dæmis valið hægra skarðið. Minnkaðu
hraðann, þegar við nálgumst það. Við
viljum ekki rekast á neitt, ef hægt er áð
komast hjá því.
Leiðin gegnum skarðið var auðfarn-
ari en Ranworth bjóst við. Það voru
merki eftir snjóflóð og grjótskriður báð-
um megin, en engar hindranir í miðju.
— Hvað er þetta þarna? spurði Guy
eitt sinn, þegar sleðinn beygði.
1 kvos nokkurri í urðarskriðu skammt
frá þeim stóð stærsta dýrið, sem dreng-
urinn hafði nokkurn tíma séð. Það líkt-
ist fíl, en í stað hinna snöggu hára bar
það Ijósgráan loðfeld. Raninn var teygð-
ur fram, og sitt hvoru megin við hann
var íbogin höggtönn, a. m. k. fimmtán.
feta löng.
— Stýrðu að því, skipaði Ranworth.
Guy hlýddi, en furðaði sig þó á, hvað
foringinn ætlaðist fyrir. Sleðinn var ekki
hentugur til að drepa svo risavaxið dýr
með honum.
— Nú erum við nógu nærri, sagði
Ranworth allt í einu. Það er leiðinlegt,
að við skulum ekki mega staldra við og
gaumgæfa dýrið nánar. Þessar höggtenn-
ur eru mjög verðmætar.
»Ég hélt það væri lifandi, sagði Guy.
•— Það hefur verið það einu sinni, fyr-
ir mörgum hundruðum ára, svaraði Ran-
worth. Þetta er mammút og einstætt
dæmi af þeirri tegund. Hann er auðsjá-
anlega nýlega afhjúpaður, eftir þessar ó-
vanalegu þýður á þessu ári. Eftir því
sem ég fékk bezt séð, var hann óskadd-
aður. Mig furðar ekki á, þótt þú héldir,
að hann væri lifandi. Menn hafa líka
fundið nokkuð af þeim í Norður-Síberíu,
en þeir hafa ekki geymzt svona vel. Við
verðum að ná í þessar höggtennur, ef við
höfum tíma til, þegar við höfum lokið
áformi okkar. Eitt er þó áreiðanlegt, og
það er, að leiðangur bróður míns kom
ekki þessa leið. Hann fór um vinstra
skarðið.
— Hvernig getið þér vitað það? spurði
Guy.
— Jú, Claude mundi, ef svo hefði ver-
ið, hafa fundið mammútinn. En það hef-