Nýjar kvöldvökur - 01.07.1935, Page 15

Nýjar kvöldvökur - 01.07.1935, Page 15
ÆFINTtRI ÚR ÍSHAFINU 109 ixr hann ekki gert, því að öðrum kosti hefði hann sent þráðlausa fregn til kon- unglega vísindafélagsins um hinn merki- lega fund. — Ef leiðangur bróður yðar hefur þá ekki farið hér um, áður en mammútinn kom í ljós, dirfðist Guy að svara. Áður en Ranworth gæti svarað, kom dökk þústa í ljós fram undan sleðanum. Það var skinntjald. Hann gaf fljótt skipun um að stöðva vélina og sneri stýrinu snögglega. Sleð- inn nam staðar. Allir stukku út og lögðu leið sína að hinu eyðilega tjaldi. Ranworth lyfti tjaldskörinni, sem var vel fest, og gekk inn í tjaldið. Það var mannlaust og ekki annað í því en poki með skinnteppum, vandlega samanbundnum og ein pjáturdós, sem á var letrað: Notist aðcins í viðlög'M>m. H. L. R. — Þetta er úr farangri bróður míns, sagði Ranworth. Bókstafirnir, sem þýða »Heimskautsleiðangur Ranworths«, sanna það. Hverjar aðrar niðurstöður getur þú fundið út úr þessu fyrir okkur, Leslie. — Að leigangurinn hafi komið þessa leið, að mennirnir hafi ekkert verið að flýta sér og að lokum, að mammútinn, .sem við sáum áðan, hafi ekki verið kom- ínn í ljós, er þeir fóru framhjá. — Ég skil ekki, hvers vegna þú getur fullyrt, að þeir hafi ekki flýtt sér, sagði Guy. Að öðru leyti er ég þér sammála. — Nú, tjaldið er vandlega uppsett, og allt hér inni er í röð og reglu. Hefðu mennirnir verið hungraðir og máttvana, mundu þeir ekki hafa reist tjaldið á þenna hátt. Það mælir gegn þeirri stað- i'eynd, að bróðir herra Ranworths hafði ætlað sér að snúa aftur sömu leið, og að hann reisti tjöld með ákveðnu millibili. — Ég er þér sammála, sagði Ran- worth. Við hljótum því að rekast á þá, sem enn lifa af leiðangrinum, ef þeir á- kveða að snúa við til Desolation Inlet vegna vistaskorts. Þeir sneru aftur til sleðans, og ferð- inni var haldið áfram. Dalurinn víkkaði og varð að stórri snæþakinni lágsléttu. Sleðinn fór mjög hratt, eða fjörutíu enskar mílur á klukkustund til jafnaðar. — Við þurfum varla á áttavitanum að halda sem stendur, sagði Ranworth, er sleðinn þaut fram hjá hverjum stafnum eftir annan, sem stungið var niður með ákveðnu millibili. Hér eru leiðarmerki. Vitið þið, hvað þetta er? Drengirnir hristu höfuðin. I fyrstu höfðu þeir ekki tekið eftir þessum háu, grönnu stöngum hægra meg- in við leið þeirra, en þegar sleðinn fór æ nær þeim, komust þeir ekki hjá að sjá hin einstæðingslegu merki. — Það eru skíði, sagði Ranworth. Leið- angursmönnunum hafa auðsjáanlega þótt kanadisku snjóþrúgurnar hentugri. Ég veit að þeir tóku allmikið með sér af hvoru tveggja. Skíðin hafa þeir svo not- að sem leiðarmerki. Eftir svo sem hálf- tíma, ættum við að finna búðimar. Sleðinn þaut áfram með jöfnum hraða. Þá hrópaði Guy allt í einu: — Sjáið þið til, það kemur stórhríð á móti okkur! Það var eins og snjórinn sortnaði fyrir framan þá, og kófið kom þjótandi um- hverfis sleðann, eins og dimmgrátt ský. Leslie hafði brugðið hjólunum undir sleðann, sem betur fór, því hefði hann aðeins hvílt á meiðinum, voru miklar lík- ur til, að hin óstæða stormhviða hefði hrifið hann með sér. Sleðinn hristist allur, og eftir tæpar tíu sekúndur var varðglugginn algerlega þakinn snjó. — Sleðinn dugir, sagði Ranworth hinn brattasti. En við getum ekki farið lengra, fyrr en veðrinu slotar. Það er allt of hvasst til að standa lengi.

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.