Nýjar kvöldvökur - 01.07.1935, Side 18

Nýjar kvöldvökur - 01.07.1935, Side 18
112 NÝJAR KVÖLDVÖKIJR sínum, gekk hann til Ranworths, sem stóð við stýrið. — Annar maðurinn er útlendingur, sagði hann. — Alveg óhugsandi, hrópaði Ranworth vantrúaður. Svo bætti hann við: Það er leiðinlegur viðburður, ef svo væri. Guy, taktu við stýrinu nokkrar mínútur. Kall- aðu svo á mig', ef þú þarft að finna mig. Ranworth gekk til mannsins. — Líður yður nú betur? spurði hann. Sjúklingurinn hristi höfuðið og svar- aði einhverju á óskiljanlegu máli. Það líktist ekki ensku, og það var held- ur ekki þýzka, sem Ranworth hafði góða kunnáttu í. — Danmörk? Noregur? Svíþjóð? Rússi? spurði Ranworth, og nefndi nöfnin á nyrztu löndum Evrópu. — Já, ég er'Rússi, svaraði maðurinn á ágætri frönsku. Ég heiti Ivan Petro- vitch og er skipstjóri. Förunautur minn er Dmitri Rapoulin frá háskólanum í Moskva. Hverjum eigum við að þakka björgun okkar? — Þátttakendum úr hjálparleiðangri Ranworths, var svarið. Þið hafið ef til vill rekizt á heimsskautskönnuðina undir stjórn bróður míns, Claude Ranworth? Rússinn hristi höfuðið. —- Við vissum ekki, að fleiri væru á Nova Cania, svaraði hann. Við biðum skipbrot fyrir þremur vikum. — Skipbrot? endurtók Ranworth efa- blandinn. Hvernig stendur á því, að við finnum ykkur hér langt inni í landi? Petrovitch brosti dauflega. Hann var enn þróttlítill, þótt hann tæki góðum bata. — Menn geta beðið skipbrot víðar en á sjónum, sagði hann. Við lentum á þess- ari eyðiey úr loftfari, sem við ferðuð- umst hingað á í vísindalegum tilgangi. Við duttum niður eins og steinar í stór- hríðinni. í einu vetfangi var allt á brott, — vistir okkar, áhöld okkar, sem sagt,. allt sem við höfðum meðferðis. Seinna fundum við að vísu sumt af þvi, sem fokið hafði út í snjóinn, Við vorum strandaðir og dauðvona af hungri sex- tíu enskar mílur frá ströndinni og án tækja til að komast í samband við nokkra þráðlausa stöð. Vistalausir? Hvernig gátuð þið þá dregið fram lífið? spurði Ranworth. — Við fundum kassa með tvíbökum, sem komizt hafði undan eyðileggingu fyrir eitthvert kraftaverk, svaraði Ivan Petrovitch. Tveim dögum síðar rákumst- við á selahóp. Svo kom stórhríðin mikla. — Stórhríðin, sem eyðilagði birgðir bróður míns. — Vafalaust, sagði Rússinn. Hún var hræðileg. Jafnvel við Rússarnir, sem er- um kuldanum vanir, vorum að dauða komnir. Að síðustu ákváðum við, ég og Dmitri vinur minn, að leita hafnarinnar, sem Englendingar nefna Desolation In- let, í von um að hitta þar ef til vildi hvalveiðaskip. Dögum saman höfum við ekki etið annað en selakjöt og myglaðar tvíbökur. Ég er ennþá hræddur um, að félagar okkar séu þó verr staddir. — IJve margir eruð þið alls ? spurði Ranworth. — Tíu. Rússinn rétti hendina fram eftir meirí súpu. Ranworth. sat þögull. Hann hugsaði fast. Skyldur hjálparleiðangursins höfðu nú tvöfaldast. í nafni mannúðarinnar varð hann að bjai-ga hinni ógæfusömu áhöfn loftfarsins. Sleðinn gat í mesta lagi tekið sextán manns. — Það þýðir að við verðum að fara tvær ferðir, hugsaði hann. En spurning- in er: Hvor þarfnast skjótari hjálpar? Það er sannarlega erfitt úrlausnarefni. Ranworth ákvað að láta ákvörðun bíða

x

Nýjar kvöldvökur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.