Nýjar kvöldvökur - 01.07.1935, Qupperneq 19
ÆFINTÝRI ÚR ÍSHAFINU
113
um þetta, þangað til sleðinn næði búðum
heims'kautskönnuðanna. Það mundi vera
heimskulegt að halda áfram fimmtán til
tuttugu mílur inn í land, áður en Rúss-
amir gætu gefið glögga vitneskju um,
hvar hinir ógæíusömu félagar þeirra
væru niður komnir.
Hann var hrifinn upp úr hugsunum
sínum af brakandi hljóði, sem æ ágerð-
ist. Snjórinn hafði frosið fljótt, og hjól-
in ultu nú áfram á ís, sem var nógu
sterkur til þess, að þeir gátu nú skipt
um og notað stálmeiðana. Og aftur þaut
sleðinn af stað með fjörutíu mílna hraða
á klukkustund.
— Ég skal taka við stýrinu, Guy, sagði
Ranworth og tók við. Það getur ekki ver-
ið langt eftir.
— Tíu mínútum síðar fékk Leslie skip-
un um að taka hreyflana úr gangi. Sleð-
inn hægði ferðina og stanzaði tæpum tíu
fetum frá snjókofa einum, er stóð yztur
í þyrpingu af slíkum kofum.
Leiðangurinn var kominn að búðunum.
XV.
Síðasla leitin.
Djúp kyrrð ríkti í búðunum. Ekkert
merki sást um líf. Nýfallinn snjórinn,
sem nú var frosinn, var ósporaður. Milli
kofanna lágu nokkrir kassar, hrúgur af
skinnpokum og leifar af þremur hunda-
sleðum að hálfu leyti kafið i snjó.
Stormmegin hafði snjórinn hlaðizt í
skafla, næstum því jafnháa kofunum.
Dyrnar á kofunum, sem voru mátulega
háar til þess að maður gæti skriðið um
þær, voru lokaðar með skinnum.
Ranworth stökk út úr sleðanum og
gekk að kofanum, sem næstur var. Les-
lie og Guy fylgdu honum.
Ranworth skreið á fjórum fótum inn
göngin og reif fyrirhengið frá.
Það var niðamyrkur iirni, því að sjálfur
skyggði hann íyrir birtuna, sem lagði
inn um göngin.
Hann stakk hendinni í vasa á loð-
frakka sínum og dró upp rafmagnsljós-
ker. I bjarmanum sá hann, að kofinn
var mannlaus. Á gólfinu lágu nokkur
skinn og ýmsir munir á víð og dreif. I
loftinu hékk olíulampi. Ranworth hristi
hann, en geymirinn var þurr.
— Hér er ekki nokkur hlutur, sagði
hann með beizkum vonbrigðahreim í
röddinni, og án þess að bíða eftir, að
hinir kæmu inn, sneri hann út aftur.
Rannsókn næsta kofa bar sama árang-
ur. í honum voru aðeins fá harðfrosin
selskinn. Þau höfðu verið flegin í flaustri
af dýrunum, og enn héngu frosin kjöt-
stykki við þau. Ekki höfðu selirnir held-
ur verið drepnir vegna skinnanna, því
þau voru mjög óreglulega skorin.
Það var bersýnilegt, að leiðangur
Claude Ranworths hafði orðið að nærast
á hráu selskjöti, eins og Rússarnir. En
hvernig þeir höfðu farið að veiða þessi
sjódýr fjörutíu eða fimmtíu enskar míl-
ur frá hafi, var ráðgáta.
Þriðji kofinn hafði tvöfalt fyrirhengi.
Göngin inn í hann voru líka lengri. Innra
fyrirhengið var bundið fast.
Meðan Ranworth reyndi að finna
hnútinn, heyrði hann hrópað veikri
röddu:
— Það er bjarndýr, Tom! Taktu riff-
ilinn þinn! Fljótur!
— Kyrrir! hrópaði Ranworth.
Fyrirhengið var rifið til hliðar. Mökk-
ur af olíureyk gaus út, svo að Ranworth
fór að hósta og vöknaði um augu. Hann
greip andann á lofti, og þar sem hann
gat ekkert séð, beið hann átekta á fjór-
um fótum.
— Ó, John! Ertu loksins kominn? kall-
aði þreytuleg rödd.
Það var Claude Ranworth, sem bauð
bróður sinn velkominn.
15