Nýjar kvöldvökur - 01.07.1935, Side 21

Nýjar kvöldvökur - 01.07.1935, Side 21
ÆFINTÝRI ÚR ÍSHAFINU 115 inn að rýma til í einurn kofanum. Hann bar þangað inn olíuvél, lampa, olíu og vistir til heillar viku. — Heyrðu, Claude, sagði Ranworth, við verðum að yfirgefa þig um stundar- sakir. Það eru nokkrir rússneskir strand- menn einhvers staðar hér í námunda. — Rússar! hrópaði Claude Ranworth. Rússar á Nova Cania. I hvaða erindum? — Vertu rólegur, sagði bróðir hans sefandi. Þeir eru ekki keppinautar. Ann- ars skyldi maður ætla, að þú hefðir feng- ið nóg af Nova Cania. Claude greip i handlegg bróður síns. — Heyrðu, hvíslaði hann ákafur. I kof- anum, þar sem þú fannst okkur, er málmklumpur vafinn inn í selskinn. — Hann er ekki mikill fyrirferðar, en samt mjög verðmætur. Það er hrein platína. Þarna eru kynstur af henni. — Tæplega áhættunnar virði, sagði John Ranworth dauflega. En við verðum að fara að komast af stað. Þið hjarið nokkra klukkutíma ennþá. Við þurfum óliklega að vera mjög lengi burtu. Ég þarf aðeins að spyrja Petrovitch nokk- urra spurninga. Hann er nógu hress til að svara skýrt núna. — Norð-norð-aust, held ég, herra, svaraði Rússinn, er Ranworth spurði hann í hvaða átt strandfélagar hans væru. Ég hugsa að ég geti fylgt leið okkar til baka, þaðan sem þér funduð okkur, en héðan -— nei. — Mig langar nú ekkert til að snúa við aftur, sagði Ranworth, en við verð- um líklega að gera það, svo að við lend- um ekki á villigötum. Þér vitið líklega, að fokið hefur í slóðina í stórhríðinni ? — Það eru nokkrar sérkennilegar hæð- ir, sem ég hugsa, að ég geti þekkt aftur, svaraði Rússinn. Skyndilega datt Ranworth nýtt í hug. — Heyrðu, Ciaude, kallaði hann. Þú hefur líklega ekki af tilviljun tekið eftir svöi’tum reykmekki í norð-norð-austri fyrir hér um bil þremur vikum? — Jú, svaraði bróðir hans. En þú varst ekki neins staðar í nánd við Nova Cania þá? — Nei, sagði John Ranworth. En hvernig leit hann út? I hvaða átt sástu hann? — Ég man það vel, hélt Claude Ran- worth áfram. Það var um klukkan þrjú að morgni. Það var sólarlaust, og yfir höfðum okkar hékk stór skýflóki. Ég sá ljósglampa bregða fyrir neðan á ský- flókanum og heyrði því næst lágan hvell. Milli glampans og hvellsins liðu um sjö- tíu sekúndur eftir mínum reikningi, því að ég hafði ekkert úr handbært. — Þú hefur alltaf verið leikinn í að telja mínúturnar, sagði Ranworth. En hvað gerðist svo? — Þéttur reykmökkur kom úr þessari átt. Hann hékk saman nálega tvær stund- ir, en klofnaði síðan. — Geturðu sagt mér í hvaða átt þú sást glampann? — Já, sagði Claude. Sérðu fjallið þarna, með einkennilega, klofna tindin- um? Ef þú stendur framan við annan kofann í röðinni, talið frá okkur, en tind- urinn nákvæmlega í sömu línu og stað- urinn, sem glampinn kom frá. En hvers vegna hefurðu svo mikinn áhuga fyrir þessu, John? — Af því að ég hef allar hugsanlegar ástæður til að ætla, að glampinn, sem þú sást, hafi verið frá sprengingu loftfars- ins, sem þessir Rússar komu hingað í. Claude Ranworth bandaði hendinni gremjulega. — Ég hélt að ég hefði uppgötvar eitt- hvert óvenjulegt náttúrufyrirbvigði, sem ætti skylt við jarðelda, hrópaði hann. Svo ég segi þér eins og er, þá skrifaði ég ítaidega skýi'slu um líklegt eldgos í 15*

x

Nýjar kvöldvökur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.