Nýjar kvöldvökur - 01.07.1935, Síða 23
ÆFINTÝRI ÚR ÍSHAFINU
117
inn með reku. Nokkrum sinnum stanzaði
hann og pjakkaði af öllum mætti, þang-
að til hann sannfærðist um, að ísinn
þyldi feikna þunga, og svo hélt hann á-
fram.
—■Kaðallinn er ekki lengri, kallaði Guy.
— Nú, jæja, þið getið komið á eftir
svo sem fimmtíu metra. ísinn er nógu
sterkur, svax-aði Ranworth.
I sömu andrá rak hann upp áðvömar-
óp, en áður en hinum tækist að draga
kaðalinn nægilega til sín, sáu þeir sér til
skelfingai', að ísinn seig umhverfis hann.
Ranworth baðaði út höndunum í ár-
angui'slausri tilraun til að ná jafnvægi
— og hvarf í djúpið.
Hinn óvænti kippur hafði næstum því
fleygt þremenningunum flötum, því að
lítil fótfesta var á hálum isnum. Þar að
. auki rann kaðallinn gegmum greipar
þeiiTa, og hefði Rússinn ekki verið svo
forsjáll, að binda honum um sig miðjan,
hefðu Ranworth og kaðallinn horfið um
eilífð í djúpið. En nú dinglaði hinn nauð-
staddi maður fimmtíu fetum fyrir neðan
Ibrúnina í hyldjúpri gjá.
Drengirnir tveir og Rússinn tóku að
-draga kaðalinn. Fet eftir fet drógu þeir,
■ og að lokum heyrðu þeir óljóst, að Ran-
woi-th kallaði til þeiri'a og bað þá að
. staixza.
Þeir hlýddu samstundis.
Þeir glöddust við að heyra röddina, því
að þeirra dómi var það kraftavei'k, að
Ranwoi'th skyldi ekki hafa hiyggbrotn-
að við svo skyndilegt hrap.
Raunar var það loðfrakkinn þykki, er
hafði bjargað honum. Fallið var nógu
hátt til að svifta hann málinu í bili, og
það var fyrst, er hann átti ófarin finrni
fet upp á brún, að honum tókst að vara
félagana við nýrri hættu, er vofði yfir
honum.
— Kaðallinn slitnar! hrópaði hann.
Festið hann, ef þið getið, og kastið öði'-
um kaðli niður til mín. Ég get kannske
náð í hann. Ef ekki------
Þessi óbotnaða setning talaði sjálf sínu
máli.
— Við getum haldið kaðlinum, Guy,
sagði Leslie fljótt. Hlauptu eftir öðrum,
— hann má vei'a gildai'i, ef þú finnur
hamx. — Og reku, bætti hann við.
Guy flýtti sér, svo sem hægt var á
hálum ísi, og kom bi'átt aftur.
Hann kastaði kaðalendanum fimlega
eftir ísnum, en kom honum ekki alla leið.
Hann reyndi nokkrum sinnum, án þess
að tækist. Kaðallinn var of þungur og
óþjáll til þess að honum yrði kastað veru-
lega langt.
Aftur heyrðu þeir rödd Ranworths.
— Verið fljótir, hi'ópaði hann. ísbrún-
in sker kaðalinn. Hann dugir ekki lengi
hér eftir.
— Leslie, sagði Guy alvarlegur. Ég
ætla að fara með kaðalinn fram á bx'ún-
ina og renna honum niður. Þið hafið-
nógu langan enda til að ganga með hann
til baka og festa við sleðann. Fljótt nú!
Leslie hlýddi möglunarlaust.
Þeir gáfu Rússanum mei’ki og gengu
síðan allir aftur á bak, og létu kaðalinn
jafnótt renna hægt gegnum hendur sér.
Hann reyndist mátulega langur til þess,
að hægt væri að binda enda hans við
hemlana á sleðanum.
Er þeir höfðu geih það, gátu Leslie og
Peti-ovitch hjálpað Guy. Þeir hnýttu tvær
lykkjur á nýja kaðalinn, aðra í endann,
en hina tíu fetum fjær.
Síðari lykkjunni bi'á Guy yfir sig og
gekk síðan í áttina til gjárinnar, en fé-
lagar hans gáfu eftir af kaðlinum jafn-
óðum.
Hér um bil tuttugu fetum frá gjánni
fleygði Guy sér flötum á ísinn. Það brak-
aði i ísnum, en hann hélt. Guy mjakaði
sér gætilega áfram og ýtti fremri lykkj-
unni á undan sér.