Nýjar kvöldvökur - 01.07.1935, Síða 28

Nýjar kvöldvökur - 01.07.1935, Síða 28
Pierre Mille: Járn-María. Saga þýdd af Friðrik J. Rafnar. (Niðurl.). Arin liðu. Járn-María tók eftir því með nokkurskonar barnalegri undrun að þrek- ið og kjarkurinn, sem hún hafði fundið svo mikið til, var smátt og smátt að þverra. Hún fór að verða einhvernveginn svo gráleit á gagnaugunum og umhverfis augun og eyrun. Þar við bættust alls- konar þjáningar, sem hún fyrirvarð sig fyrir, og tæplega kom sá dagur, að hún hefði ekki hitasóttarroða í kinnum, þeg- ar kvölda tók. Læknirinn kallaði þetta hitabeltis »ane- mi«. Það er orð, sem lærðu mennirnir nota, en þýðir ekki annað en löngun til að deyja, enda er dauðinn hinn sjálf- sagði endir slíks ástands. En það er hæg- ur og rólegur dauðdagi; menn deyja biátt áfram af því, að menn eru of þreyttir til að lifa og vilja sofa; menn finna ekki til allra minnsta ótta við dauðann. Menn deyja af því, að það er auðveldara, en að berjast lengur viö máttleysið,' sem hefir heltekið allar taug- ar. Jafnvel ungir og sterkir menn, sem búast mætti við að sýndu einhverja mót- spyrnu, tapa öllum áhuga og tærast upp, þegar þeir verða fyrir þessari sýki. Þetta kalla þeir hitabeltis »anemi«- María tærðist upp. Ástand hennar fór síversnandi. Eftir daginn, sem henni var sýndur svo mikill heiður, var eins og allur friður væri flú- inn úr sálu hennar. Allt virtist vera ger- breytt í umhverfi hennar og hún þekkti ekki sjálfa sig lengur. Bærinn óx hröð- um skrefum. Það voru byggð skrautleg hús með hjöllum og svölum. En það sem henni gekk verst að sætta sig við, var hve margir settust að í bænum, sem ekki voru í hernum. Þessir óeinkennisbúnu menn voru að komast í meiri hluta. Margar fjölskyldur höfðu komið frá Frakklandi, en kæmi það fyrir að María rækist á einhverjar franskar konur, þá sneru þær sér undan með fyrirlitningu. Það var reist stjórnarbygging, sjúkra- hús og kirkja úr múrsteini; prestur við hana var faðir Felix, sem áður var und- irforingi við blökkumannaherdeild. Þeg- ar sjúkrahúsið var vígt, var henni send- ur aðgöngumiði að hátíðahöldunum, henni var sýnt rúmið, sem hún hafði gef- ið; hún' var meira að segja nefnd k, nafn í hátíðarræðunni. En það var nú ekki nema rétt svo, því að nú var öldin önnur, bærinn breyttur og kominn í álit, og nú voru þar komnar heiðarlegar konur. Þess- ar heiðarlegu konur var Maríu alveg sama um, en það sem hana tók sárast var, að við fótagaflinn á rúminu sat kvenmaður, sem var hjúkrunarkona. Það hefði henni aldrei dottið í hug! Svona átti það nú að enda; framvegis átti hún aldrei að verða annað en Járn-María, vændiskonan. Ef til vill hefur hún aldrei skilið stöðu sína í lífinu, en nú fylltist hún af ósegjanlega þungbærri tilfinn- ingu, sem rændi hana öllu öryggi og sið- ferðilegu jafnvægi. Líkamlegur lasleiki hennar jók líka á hina óbærilegu lífs-

x

Nýjar kvöldvökur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.