Nýjar kvöldvökur - 01.07.1935, Síða 34

Nýjar kvöldvökur - 01.07.1935, Síða 34
128 NÝJAR KVÖLDVÖKUR ættri röð beggja vegna í kómum, tekur undir, ýmist rís eða fellur eins og öldur úthafsins; djáknar ganga um veifandi reykelsiskerum fyrir framan dýrlinga- líkneskin og 'ölturu kirkjunnar, og bróð- urkossinum er útdeilt. Áhrifamest var þó guðsþjónustan á föstudaginn langa, en þá táknaði látbragð og söngur munkanna píningarsögu frelsarans, og hreif jafn- vel mig, hinn trúdeiga og tómláta nor- ræna mann, til hrifningar og andaktar. Því er enginn kostur að lýsa og skal því útrætt um messugjörðir í klaustrinu. Menn munu spyrja, hvaða hugmynd munkarnir geri sér um eilífa velferð ann- arra manna,. ef þeir telja sér sjálfum nauðsynlegt að iðka bænahald og tíða- gjörðir með slíkri árvekni. En þetta er í fullu samræmi við trú kristinna manna á endurlausn Krists, er með lífi sínu og dauða hafi friðþægt fyrir syndir annarra manna, og dýrlingatrú kaþólskra manna. Dýrlingárnir hafa lifað svo vel og kristi- lega, að þeir hafa afgang af góðverkum sínum, ef svo mætti að orði komast, sem þeir geta miðlað öðrum mönnum. Munkarnir biðjast ekki fyrir án af- láts, einungis vegna sjálfra sín.Þeir biðja fyrir öðru mönnum og mannkyninu yfir- höfuð. Það eru svo fáir, sem biðja, að þeir veröa að haldaá spöðunum, sem tekið hafa að sér að halda við bænasamband- inu við guðdóminn. Á milli tíða ganga munkamir að vinnu; þeir skiptast til verka á ökrum og engj- um, gripahúsum og mjólkurbúi. Aðrir sitja við lestur og skriftir. Margir þeirra eru hálærðir menn. Meðal munkanna voru þeir, sem höföu verið háskólakenn- arar bæði 1 Róm og París og víðar. Þeir stunda lestur og vísindaiðkanir. Klaustr- ið á ágætt bókasafn með hundruð þús- undum binda. Ef einhver skyldi efast um, að bókmenntastörf og vísindaiðkanir þessara kredduföstu manna g e t i borið verðmætan árangur, þá rifji hann upp þá staðreynd, að íslendingasögur okkar munu flestar skráðar í klaustrum, og það eru þannig munkar, sem lagt hafa. drýgstan skerf til þess að varðveita sam- hengið í bókmenntum, máli og menningu íslenzkrar þjóðar. Hví skyldu þá slík störf algerlega ófrjó alls staðar annars staðar? Aðeins hálfa klukkustund dag hvem er munkunum leyft að tala saman. Ef brýna nauðsyn ber til samræðna á öðriun tím- um dags, verða þeir að tala í hálfum hljóðum eða hvíslast á. Má af þessu marka, að þeir telja ó- þarft málæði ekkert þroskameðal og má það vissulega til sanns vegar færa. En þennan hálftíma koma þeir munk- anna, er vilja, saman í sérstökum sal og drekka þar kaffi eða flóaða mjólk •— standandi í hóp, því að engin eru þar sæti. Einhverjir gestanna eru þar venju- lega viðstaddir og er oft glatt á hjalla. En það er hógvær og kyrrlát gleði, er' ekki lætur til sín taka með hávaða og hlátursköllum, heldur vingjarnlegu við- móti, hlýjum brosum og bróðurlegum. viðræðum. Benediktínamunkar klæðast skósíðum, svörtum kufli úr grófu efni, og slögum (Skapúlu) úr sama efni, er taka niður um brjóst og herðar niður undir kné; oftast bera þeir talnaband um hálsinn og róðukross á. Þeir eru krúnurakaðir, þ. e. a. s. lófastór blettur í hvirfli þeirra er nauðrakaður; en sumir munkanna bera kollhettu, jafnstóra þessum bletti, til að skýla skallanum. Höfuðfat þeirra að öðru leyti, munkahettan, er áföst kraga munkakuflsins að aftan, svo að þeir geta ýmist dregið hana fram yfir höfuðið eða skotið henni á bak aftur eftir þörfum og venjum. Ég hef fyrir satt, að þeir sofi í sama kuflinum, og þeir ganga í honum að vinnu sinni,. hvort heldur er í steikj-

x

Nýjar kvöldvökur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.