Nýjar kvöldvökur - 01.07.1935, Page 35

Nýjar kvöldvökur - 01.07.1935, Page 35
ÞEGAR ÉG VAR I MUNKAKLAUSTRI 129 andi sólskini á akrinum að sumarlagi eða í brunahörkum að vetrinum. Annars eru vinnumunkamir venjulega í gráum kufli úr svipuðu efni. Eftir að munkur hefur svarið munka- eiðinn, á hann að vera dauður heiminum og lifa í blindri hlýðni við klausturregl- urnar, ábótann og páfann í Róm. Hann má ekki heimsækja ættingja sína og þeir ekki hann. Öll bréf frá honum og til hans ganga í gegnum hendur ábótans, príórs- ins eða siðameistarans, en það eru þrír æðstu feður hvers klausturs og kosnir af munkunum sjálfum og úr þeirra eigin hópi. Standi eitthvað það í þessum bréf- um, sem vafi getur leikið á, hvort hollt muni sálarrósemi viðkomandi munks, er bréfið kyrrsett, og hann spyr aldrei til þess framar. Ég hef orðið talsvert langorðari en ég ætlaði mér í upphafi, og ég sé því þann kost vænstan að slá hér botninn í þessa frásögn, þótt mér hafi aðeins tekizt að segja fátt eitt af því, sem ég vildi sagt hafa, og allt sé þetta ónákvæmt og ósam- stætt. En ég vil ekki tefja menn lengur með þessum minninum mínum, þótt sjálf- ur hefði ég haft gaman af að rekja þær langtum lengur. En einu vil ég þó bæta við: Við íslendingar eigum fátt eitt bók- fært um munka- og klausturlíf; og það lítið það er í seinni tíð, er flest hnjóð og sumt beinlínis rógur. Þorsteinn Björns- son gaf til dæmís út fyrir nokkrum árum bók, er hann nefndi »Skuggamyndir«, sem á inni að halda fræðilega fyrirlestra um kaþólska trú og trúarbragðasögu. En sú bók er mjög einhliða ádeila og að því er mér virðist, harla mai'klítil. T. d. er kaflinn um klausturlifnað naumast mikið aimað en margra alda þjóðsögukenndar klámsögur um saurlifnað munka og nunna, og er þar margt skringilegt að vonum. Nú er það alkunna síðan á dögum Boc- caccio’s og Dekameron’s hans, að klaust- urlíf varð um eitt skeið allvíða skrípa- mynd af því, sem ætlazt var til og það var í upphafi. Meðan það var viss vegur til auðs og mannaforráða að teljast til hinnar »geistlegu stéttar«, var eðlilegt að margt misindismanna yrði til þess að maka þar krókinn og svívirða með því allt heilagt. En þeir dagar eru nú löngu liðnir. Þótt ég vilji hinsvegar ekkert um það fullyrða, hvað gerist nú innan klaust- urveggja víðsvegar í heimi — til þess er ég allt of ókunnugur — trúi ég því, að allur þorri þeirra munka, er ég sá, hafi lifað þessu lífi samkvæmt sannfæringu sinni, trúarbrögðum og hugsjónum. Ég minnist í þessu sambandi elzta munksins í Clervaux, föður Beta, fjörgamals öld- ungs. Hann hafði ekki séð andlit sitt í spegli í 50 ár, að mig minnir, en rakað sig þó á hverjum morgni með skegghníf sínum sjálfur, enda var hann oft illa rak- aður. Af ásjónu hans skein barnslegt sakleysi og innri friður. Þannig líta mis- indismenn ekki út. Ég minnist greifans, sessunautar míns við borðið. Hann var komungur maður, sem bjó sig undir að gerast prestur og taka vígslu. Hann var erfingi mikilla eigna og aðalsmaður; hann var úngur og fríður sýnum. Lífið — hið veraldlega líf — virtist brosa við honum. En gegn vilja foreldra sinna hugðist hann afsala sér auð og mann- virðingum — munkar mega ekki eiga neitt sjálfir -— til þess að gerast þjónn á meðal þjóna og lifa guði sínum og kær- leikshugsjón. Trúi hver sem vill því, að hann hafi gert það af fláttskap. Hitt geta menn sagt, ef mönnum lízt, að hann hafi gert það af heimsku og skammsýni. En við höfum ekki leyfi til að álíta, að allir þeir, sem ekki líta á hlutina sömu augum og við sjálf, og hafa aðrar skoð- anir og viðhorf en okkur gott þykir, séu annað tveggja hehnskingjar eða illræðis- 17

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.