Nýjar kvöldvökur - 01.07.1935, Blaðsíða 41
3teindór Steindórsson frá Hlöðum:
Nytjajurtir.
(Framhald).
2. Feit aldin
Til þessa flokks tel ég þá ávexti, sem
feitiríkir eru, annað hvort í aldinkjöti
eða frækjarna. Eru þau allmörg að tölu,
en þó færri en safaaldinin, en aðeins
fárra verður hér getið. Plöntufeitin e'r
mjög mikilvæg, bæði til neyzlu og ýmis-
konar iðnaðar, svo sem sápu og smjör-
líkisgerðar. Þá eru einnig ýms hinna
feitu aldina etin ótilreidd eins og safa-
aldin.
a. Kókospálmi (Cocos nucifera).
Fátt einkennir meira Kyrrahafs-
strendur og eyjar hitabeltisins en kókos-
pálmarnir. Þeir vaxa þar í þéttum þyrp-
ingum og laufkrónur þeirra svigna und-
an aldinaþunganum. Kókoshnetan, aldin
kókospálmans, er ekki venjuleg hneta,
heldur er hún steinaldin. Aldinkjötið er
þurrt og trefjótt, og trefjarnar svo seig-
ar að hægt er að gera úr þeim mottur
og bönd. Innan undir steininum er lag af
feitiríkri fræhvítu, en innst er kjarninn
fylltur nærandi hvítum vökva, kókos-
mjólk. Hennar og fræhvítunnar er neytt
eins og þau koma fyrir í aldininu, og er
það meginfæða manna víða á Suðurhafs-
eyjunum. En hnetumar eru einnig út-
flutningsvara. Oft er þá kjarnanum náð
úr þeim, og hann fergður, kallast sú vara
»Copra«. Úr því er síðan unnin olía, sem
mjög er notuð til smjörlíkisgerðar og
sápuiðnaðar. Er kókospálminn þaimig
hvorttveggja í senn, matjurt og iðn-
planta.
Sú var áður skoðun manna, að kókos-
pálminn hefði breiðzt út með hafstraum-
um, enda er aldinið vel til þess fallið. En
nú er talið víst, að frambyggjar eyjanna
hafi flutt pálmann með sér, er þeir námu
þar land, en heimkynni hans sé inni í
frumskógum Suður-Ameríku.
b. Œífwpálmi (Elaeis guineensis).
Meðfram vesturströnd Afríku frá Se-
negal til Angola ásamt Kongolandinu, eru
aldin olíupálmans mikilvægasta fram-
leiðsluvara svertingjanna. Pálmi þessi
ber steinaldin, sem að stærð og útliti
minna nokkuð á plómur. Bæði aldinkjötið
og kjarninn eru mjög auðug að fitu, sem
er fergð úr þeim, hreinsuð og seld til Ev-
rópu. Feitina úr aldinkjötinu vinna
svertingjarnir sjálfir, en kjarnamir efu
fluttir til Evrópu og unnir þar. í Afríku
neyta menn pálmaolíunnar óbreyttrar, en
þar sem hún er notuð til iðnaðar eru gerð
úr henni kerti, sápur og smjörlíki, er það
einkum kjarnaolían, sem notuð er í
smjörlíki, enda líkist hún mjög kókos-
olíu. Svo er mælt, að pálmaolíuverzlun sé
svo arðsöm, að hún hafi öllum hlutum
fremur stutt að því að útrýma þræla-
verzluninni, sem hvergi blómgaðist betur,
en einmitt í þeim löndum, sem nú fram-
leiða pálmaolíu.
c. Olifa (Olea europensis).
Allt í kringum Miðjarðarhafið er olm-
viðurinn ein algengasta yrkiplantan, og
svo hefur það verið frá aldaöðli. Tæplega
mun nokkur önnur planta nefnd jafn oft