Nýjar kvöldvökur - 01.07.1935, Side 47

Nýjar kvöldvökur - 01.07.1935, Side 47
NYTJAJURTIR ! 41 norður á Norðurlönd, en heimkynni hans ■ eru talin við austanvert Miðjarðarhaf og . Svartahafið. Mestu hörlöndin eru nú Rúsland, Tjekkoslovakia, Niðurlöndin og írland, og alls var hörframleiðslan um eina miljón smálesta 1920. Höruppskeran fer fram á haustin, þegar plantan er fullþroska. Þegar hann hefur verið þurrkaður á ekrunum, eru aldinin skilin frá plöntunni. Síðan eru stönglarnir látnir rotna, annaðhvort í vatni eða á döggvotri jörðinni. Þá er allt þurrkað á ný. Er þá næsta auðvelt að hreinsa stöngulvefina utan af bastinu. Að því búnu eru baststrengirnir greiddir, fléttaðir í knippi og sendir til verksmiðj- anna. Ur hörfræinu er unnin olía, línolía, sem bæði er notuð í matvörur, en einkum 'til iðnaðar, t. d. í ýmiskonar málningu. Fræleifarnar eru fergðar saman í fóður- kökur. Ýms örnefni, svo sem Línakrar, þykja benda til þess, að forfeður vorir hafi ræktað hör hér á landi, enda er ekkert því til fyrirstöðu að svo hafi verið. — Nokkrar tilraunir með línyrkju hafa ver- ið gerðar hér á síðari öldum, og virðast þær hafa heppnazt allvel. Þess er síðast g;etiö um Schierbeck landlækni, að hann hafi fengið vel þroskaðan hör úr garði sínum í Reykjavík. c. Hctmpur (Cannabis sativa). Hampur er stórvaxin planta, á aðra mannhæð, með grófgerðum stöngli, hand- skiptum blöðum og smáum einkynja blómum. Hann er tvíbýlisjurt, þ. e. kven- og karlblóm eiai sitt á hvorum einstak- lingi. Af plöntum þeim, er vaxa hér á landi er hampurinn skyldastur netlunum. Hampurinn er bastplanta eins og hörinn, en miklu er bast hans grófara, enda er það eingöngu notað i grófan vefnað, eins og striga en auk þess mjög í kaðla og bönd, eins og kunnugt er. Heimkynni hans er um vestanverða Asíu. Nú er hampur ræktaður víða í Evrópu. Helztu hamplöndin eru: Rússland, Þýzkaland, Pólland og Norður-Ítalía. Á Norðurlönd- um hefur hampur aldrei verið ræktaður til nytja, enda er þar of kalt loftslag fyrir hann. Til bastvinnslunnar eru ein- ungis kvenplönturnar notaðar, þvi að jafn skjótt og blómgun hampsins er af- staðin, eru karlplönturnar slitnar upp og þeim fleygt. Annars er vinnsla hampsins með líku móti og hörsins. Úr hampfræi er unnin olía og gerðar fóðurkökur. Kol úr baststönglum, gert líkt og viðarkol, þykir gott til púðurgerðar. I Indlandi og víðar í Asíu er einskonar áfengi gert úr harpix, sem smitar úr hampplöntunni. Slíkt hefur aldrei verið reynt í Vesturlöndum, enda er harpixinn minni í hampinum þar en eystra. Þó verður þess vart, að eiturefni eru í plönt- unni; valda þau oft höfuðverk og yfir- liðum hjá þeim, er að uppskerunni vinna. I þessu sambandi skal minnst í »Jút- inn«, sem er einskonar hampur, er fæst úr plöntu skyldri linditrénu, og vex aust- ur á Indlandi. Úr »Jút« er gerður alls- konar vefnaður, fínn og grófur, og er hann talinn ein mikilvægasta útflutnings- vara Indlands. Tli Evrópu fluttist hann fyrst 1832. Hér er eigi rúm til að nefna fleiri vefj- arplöntur, en minnast má þess, að fyrr- um notuðu menn netlnbast til dúkagjörð- ar víða um Evrópu, einkum á Norður- löndum. Nú er því löngu hætt og aðrar hagkvæmari plöntur komnar í þess stað. Baðmullin hefur á síðustu tímum farið sigurför um heiminn, og mjög er senni- legt, að hún útrými flestum öðrum plöntuefnum til klæðagerðar. (Framhald). -----o—-O--0------

x

Nýjar kvöldvökur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.