Nýjar kvöldvökur - 01.07.1935, Side 50
144
NÝJAR KVÖLDVÖKIJR
anum, sem lagt hefir sig fram um að
gera ritið sem aðgengilegast með ítarleg-
um skýringum og löngum formála.
Öðru máli er að gegna um bók Þórbergs
Þórðarsonar: Alþjóðamál og málleysur.
Bókin er ekki heppilega valin og allt of
löng. Að vísu hefir höfundurinn víða rök
að mæla, og margt mælir með því, að
tilbúið mál geti orðið fljótlærðari og
auðveldari hugsanamiðill en þjóðtung-
urnar, sem allskonar tilviljun og örlög
hafa mótað frá aldaöðli. Það má vitan-
lega sníða af óteljandi þýðingarlaus
asnaeyru og setja málfræði hins nýja
máls í miklu handhægara og skynsam-
legi-a form, en fálmandi hugsun manns-
andans hefir skapað ósjálfrátt. En allt
slíkt mætti útskýra svo að nægilegt sé í
Iitlum bæklingi og ónauðsynlegt að eyða
svo óstjórnlega löngu máli í jafn auð-
sæjan hlut. Þorbergur gengur að hlut-
verki sínu með álíka móði og spámaður,
sem er að berjast móti öllum heiminum
fyrir framgangi síns málstaðar og á í
vök að verjast. Þessvegna er bókin líkari
trúboðsriti fyrir Esperanto, en almennu
fræðiriti og ber orðbragðið sumstaðar
keim af því. Þetta stafar af því, að Þor-
bergur er fyrst og fremst postullega inn-
rættur og gerir þessvegna hvert sitt á-
hugamál að trúmáli. Við þessu er ekkert
að segja, ef menn forblindast ekki í hof-
móði og offorsi, en í því er hættan fólg-
in. Sannleikurinh er sá, að Esperanto-
hreyfingin er á engan hátt ómerkileg,
þó að ágæti hennar liggi auðvitað starf-
andi kennurum málsins mest í augum
uppi. En vel er það hugsanlegt, að auð-
lært alþjóðamál fengi einhverju áorkað
i þá átt, að færa menn nær hugsjón bróð-
ernisins, og er þá alls ekki unnið fyrir
gíg. Frá því trúarlega sjónarmiði er
þessi Ianga bók Þorbergs fyrirgefanleg.
Benjoimin Rristjánsson.
Skritlur.
— Heyrðu, lánaðu mér 50 krónur.
— Hérna hefurðu tuttugu og fimm.
— Ég bað þig um fimmtíu.
— Ég heyrði það. En finnst þér ekki
réttast, að við berum sinn helminginn
hvor af tapinu?
Stórbóndi nokkur kom til kirkju kald-
an vetrardag og var í geysi mikilli sauð-
skinnsúlpu. Þegar hann kom inn, var
presturinn að lesa: — — þeir koma til
yðar eins og úlfar í sauðargæru.
Bóndi varð bálreiður og sneri við í
dyrunum og hélt beint heim aftur.
Afrjrciðslumivöimnn: Já, ungfrú María
er heldur en ekki sein í snúningum.
Deildarstjórinn: Já ,ég held ég viti nú
það. Hún, sem hefur þurft þrjátíu ár til
að verða tvítug.
Nærsýnn maður hafði verið í samsæti.
Heilli klukkustund eftir að hann var bú-
inn að kveðja, kom húsbóndinn fram í
forstofu, og stóð þá nærsýni maðurinn
þar í frakka og með hattinn á höfðinu.
— Hvað — ertu hérna ennþá? spurðí
húsbóndinn steinhissa.
— Já, svaraði nærsýni maðurinn. Ég
missti gleraugun mín. Og svo gat ég ekki
séð sjálfan mig í speglinum, og þá hélt
ég, að ég væri farinn.
Þegar Mark Twain var ritstjóri, skrif-
aöi hann einu sinni, að Chicago væri
stæling af helvíti. Út af þessu varð upp-
þot mikið, svo að Mark Twain bauðst til
að taka orð sín aftur. Hann skrifaði þá:
»Chicago er engin stæling af helvíti
— það er helvíti, sem er stæling af Chi-
cago«.