Nýjar kvöldvökur - 01.08.1927, Síða 4

Nýjar kvöldvökur - 01.08.1927, Síða 4
82 NÝJAR KVÖLDVÖKUR. meiri hluti skipshafnar var óvígur eða fallinn. Okkur brá því ekki lítið í brún, þegar hann, að aflokinni viðgerð á mestu skemdunum, gaf skipun um að halda beina leið til Yormouth. Hypjaði hann sig því næst niður í farbúð sína og lagðist í rekkju. Skipshöfnin varð hamslaus yfir slíku háttalagi, þvi að allir höfðu glatt sig við þá lilhugsun, að geta fært heim hið stóra óvinaskip og unnið þannig til fjár og frægðar, því að þessi orusta hafði sannarlega kostað of mikið til þess, að láta alt ganga úr greipum sjer fyrirheigulsskap kapteinsins. En það þýddi ekki að deila við dómarann. Tíundi kafli. Ógæfan steðjar að. Það leið ekki á löngu, áður Hawkms kapt- einn var orðinn afar-óvinsæll meðal skipshafn arinnar, bæði sakir heigulsháttar og undirferils, sem greinilega kom í Ijós í öllu hans athæfi. Hann læddist oft að þeim, er á verði voru, bæði mjer og öðrum, og stóð á hleri til að vita, hvort ekki væri talað illa um sig; það var vandalaust að sjá það, að hann átti sjer alstaðar ills von. Það var einungis einn maður á skip inu, sem hann virtist geta felt S'g við, og sem lika var öilurn stundum hjá kapleininum í far- búð hans. Þessi maður var einn af undirfor- ingjunum. Við vorum allir fullvissir um það, að þennan mann notaði kapteinninn fyrir njósn- ara. Gekk hann alstaðar snuðrandi og bar sögur til kapteinsins, en þó bar af, hve hann Ijet sjer ant um, að sveima kringum mig. Pað var dag nokkurn, að Swinburne gamli kom til mín og bað mig að gjalda varhuga við, að láta mjer aldrei hrjóta hnjóðsyrði um kapteininn, því að undirforinginn væri bókstaf- lega altaf á hælunum á mjer. »Þjer skuluð vara yður á þeim p lti,« sagði hann, »Jeg þakka þjer fyrir velvilja þinn til mín, Swinburne,« svaraði jeg. »En jeg geri skyldu- störf mín, og jeg veit, að jeg geri þau óað- finnanlega. Jeg hefi því ekkert að óttast.« »Já, jeg veit, að það er satt, en það hrekk- ur kanske ekki til — því, ef það er ásetn- ingur eins kapteins, að ræna einhvern æru og mannorði og stöðunni með — þá er ekki um að tala — völdin öll og rjetturinn eru í hans hötidum. Þjer verðið að fyrirgefa, herra Simple, þó jeg sje dálítið berorður, en jeg hefi verið lengur í sjóhernum en þjer. Og jeg segi nú bara svona til vonar og vara: Gætið þess, að hlaupa ekki á yður, hvað sem á dynur.« *J3i Íeg sI<a' reyna það; en ef í nauðirnar rekur, get jeg krafist úrskurðar herrjettarins.* »Það er öldungis rjett; en hvað haldið þjer, að það hafi upp á sig? Það er eins og að beita upp í stormiun með strauminn til hljes. Líkindin til að ná höfn, eru jsfniítil og þúsund á móti einum. Og náist land — þá er sama og strand. Skútan sliguð og lek, seglin gat- slitin, þunn eins og pappír, og allur reiði í einni bendu. Engin viðgerð fáanleg. Gerðu svo vel: eintómt flak og eilift strand. Ónei, herra Simple. Einasta ráðið er, að látast vera alls óvilandi, en vera slægur setn höggórmur, vera á verði eins og maður ætti fjandans von úr hverjtrm kima, því eilt er víst og áreiðanlegt: Sje kapteinninn njósnari og iligjarn, þá er engin skip.shöfn svo heilög, að hann finni ekki þar einhvern hjálparmann. »Eru þessi orð meint til mín? herra Swin- burne,« var sagt rjett fyrir aftan okkur. Jeg sneri mjer við, og sá þá, að kapteinninn var þarna kominn. Hafði hann læðst að okkur, meðan Swinburne gamlj Ijet dæluna ganga. Swinburne ansaði engu, en bar hendina upp að húfunni og gekk í burtu. »Jeg verð að álita, herra Simple,« sagði kapteinninn, »að yður finnist það vel viðeig- andi á sk;pi Hans Hátignar, að standa á tali við undirmenn yðar og baknaga kaptein yðar og finna að gerðum hans.« »Hafi kapteinriinn heyrt samtal það, er á undan var gengið á milli okkar,« svaraði jeg, »gelur ekki hjá því farið, að þjer hljótið að
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Nýjar kvöldvökur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.