Nýjar kvöldvökur - 01.08.1927, Page 23

Nýjar kvöldvökur - 01.08.1927, Page 23
NÝJAR KVÖLDVÖKUR. 101 Slocum, að hún þekti yður, og jeg held, án þess þó að jeg viti það, að þjer persónu- lega væruð best til þess fallinn, að semja við hana, ef þjer kæmuð hingað. Brjef þelta á að komast yður svo fljótt í hendur, að þjer að minsta kosti getið náð hingað jafn fljótt og Blair, og jeg ráðlegg yður að flýta yður, ef þjer viljið tryggja yður þessi hlula- brjef. Ef þjer eigi getið komið, þá símið mjer eitt af eftirfarandi orðum, og jeg veit þá, að jeg hefi umboð til að bjóða alt að þeirri upphæð, sem skrifuð er við orðið. Yðar einlægur James P. Hazlett. Neðanmáls stóðu nokkur orð, sem þýddu 1000 dollara og hærra. Hazlett lögmaður fjekk eftirfarandi skeyti: Kem á Slocum stöðina kl. 12 á morgun. Sjáið um, að aukalest til Bunkerville bíði á stöðinni. Steele. Óðar og Steele sá nafn Blair í brjefi lögmanns- ins, vissi hann, að Rockervelf var kominn á stúfana og gat yfirboðið hann með 1000 móti 1. Pegar hraðlestin staðnæmdist við Slocum- stöðina næsta dag, hafði Steele nægan tíma til að ganga út, þar sem Ieysa átti úr tengslum fallegan einkavagn, áður en lestin hjeldi för sinni áfram. »Ó,« sagði Steele við sjálfan sig, »BIair vinur ferðast á viðeigandi hátt.« Stöðvarstjórinn heilsaði Steele eins og göml- nm vini, »Hjer er brjef, sem Hazlett lögmaður hefir sent hingað með þeim skilaboðum, að fá yður það strax og þjer kæmuð. Hann bað yður að lesa það strax.« Steele braut upp brjefið og las: »Mjer þykir leitt, að geta eigi útvegað hina umbeðnu aukalest, en Blair hafði símað frá Warmington og pantað hana áður en pöntun yðar kom. Jeg hefi því komið því þannig fyrir, að Joe snýr strax aftur til að sækja yður, þegar hann hefir ékið Blair til Bunker- vilie. Pað breytir engu, því að ungfrú Slocum hefir lofað að vera að heiman, þegar Blair kemur og hún ætlar fyrst að tala við yður. Jeg hefi grun um, að unga stúlkan viti að hún ráði því, hvernig leikar fari. Jeg veit ekki fyrir víst, hvort hún ætlar sjer að græða á þessu eða hún gerir þetta í vináttuskyni við yður. Jeg held, að hið síðara sje nær lagi, og jeg ímynda mjer, að þjer getið verið búinn að afgreiða kaupin, áður en hún sjer Blair. Yðar einlægur James P. Hazlett. Steele ljet eigi gremju sina yfir Iestarleysinu á neinn hátt í ljós. Hann treysti því eigi, að hann kæmi í tæka tfð, ef hann færi að ráðum lögmannsins, svo að hann ákvað í skyndi, að verða mótstöðumanni sínum samferða. Blair var kominn út úr einkavagni sínum og spurði stöðvarstjórann, hvar aukalestin væri og gaf skipun um að færa vagn sinn á hliðarspor. Pegar hann var kominn inn í Bunkerville-vagn- inn og Joe hafði sett vjelina af stað, þaut hann eins og kólfi væri skotið úr felustað sínum við stöðina, náði vagninum og settist á stjettina aftan á vagninum; var eigi hægt að sjá hann þar, nema litið væri út um afturglugga. Gekk alt vel, þar til eftir voru hjer uni bil 5 mílur til Bunkerville, að Steele kom auga á stúlku á veginum eigi Iangt frá brautinni, sem honum fanst hann kannast við. Gleymdi hann, að hann átti á hættu, að Blair sæi hann, en stóð upp, tók í handfangið og hallaði sjer áfram. í sömu andrá voru dyrnar opnaðar og spark- að jóþyrmilega í bakhluta hans, svo að hann kútveltist niður af upphækkaðri brautinni. Blair ljet sjer eigi smámuni fyrir brjósti brenna, er annað eins var í húfi. Steele brölti á fætur, flumbraður og ringlaður og vissi í fyrstu eigi, hvoit hann hefði meitt sig, en það reyndist eigi, sem betur fór. Hon- um virtist, um leið og hann steyptist niður af lestinni, sem hann heyrði kvenmannsóp. Með-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.