Nýjar kvöldvökur - 01.08.1927, Blaðsíða 29

Nýjar kvöldvökur - 01.08.1927, Blaðsíða 29
NÝJAR KVÖLDVÖKUR 107 yður að setja fje yðar flest í trygg verðbrjef, en láta hveitið eiga sig.« »Já,« sagði Tom, »jeg skal gæta að mjer. Jeg er samt sem áður leiður yfir |aví, að hætta alveg við þetta, þar sem það er ábyggilegur gróði.* »Ef það reynist svo,« mælti Steele, »skal jeg láta yður hafa ágóðahlutdeild, sem þóknun fyrir þær upplýsingar, er þjer hafið gefið mjer. Farið beint heim til yðar með blaðið. Skrifið skýrslur um líkur fyrir uppskerunni á ýmsum stóðum og gefið upp nöfn þessara staða. Látið engan vita, hvað þjer hafið fyrir stafni og vinnið alla nóttina, ef nauðsyn krefur, þar til skýrslan er tilbúinn. — Rað verður annríkis- dagur. — Verið þjer sælir.« Kaup Steele kom öllum að óvörum. Auð- vitað vissi enginn hver kaupandinn var, en verðið hækkaði smátt og smátt, þar til komið var í 78, en þá gaf Steele strax skipun um að selja þau 1 miljón bushel, sem Tom átti, með það tvent fyrir augum, að útvega manninum fje hans aftur og fá verðið aftur lækkað, svo að hann sjálfur gæti keypt ódýrar Salan fór fram klukkustund áður en kauphöllinni var lokað og á rjettum tíma. Skipun um að selja kom úr einhverri átt, sennilega frá New York og hveiti var boðið út í takmarkalausum mæli fyrir það verð, sem kaupandinn vildi gefa fyrir það, Pað var einhver, sem vildi fá verðið lækkað. Styrjöldin var hafin milli tveggja afla, sem hvorugt þekti hitt og öllum illum vætt- um var slept lausum í Chicago. Kauphöllin fór öll á ringulreið og verðið hrapaði niður. Steele stöðvaði kaupendur sína og beið eftir því, hverju fram yndi. Lokaverðið var 653/s. Um nóttina lagði Sleele niður fyrir sjer, hvað gera ætti. Þrátt fyrir kaup sín daginn áður átti hanu 1 miljón dollara að hlaupa upp á. »Vinur minn, »Baissistinn« (sá, sem vill fá Iækkun á vöru á kauphöll) mun sennilega halda áfram sókninni til að hræða mótstöðu- mennina. Færi hann verðið niður í 60, ætla jeg að kaupa 5 miljónir bushels. Hvert sem það fellur frekar er sama og tap 50 þús. doll- ara. Hveiti fór 1S94 niður í 50 og næsta ár niður í 483/4, en annars hefir það aldrei fallið svo mikið í síðusfu 40 ár. Falli það svo mikið, hefi jeg mist x/s miljón dollara, en jeg get enn haldið áfram.« Næsta dag hjelt óreiðan áfram og verðið lækkaði stöðugt; fór það niður í 59 og fyrir það verð og alt að 61 keypti Steele 5 milj- ónir bushels. Hver var það, sem hjer var að verki? Pað vildu blöðin gjarnan vita. Var það eins og haldið var, bardagi milli New York og Chicago? Allir hveitikaupmenn voru spurðir spjörunum úr, en allir fullyrtu þeir, að þeir væru aðeins áhorfendur með regnhlíf yfir höfðinu og báðu jafnframt guð fyrir sjer. — Pað liti út fyrir fárviðri, svo að best væri að hafa húsaskjól. Auðvitað hefði John Steele nú gjarnan getað hætt. Honum var sæmlega borgið — jafnvei fullkomlega trygður, ef hann bara hjelt þessu til streitu, og mátti það kallast góð aðstaða. En hann hafði ráðagerð í huga, enda þótt hann hefði ákveðið að kaupa ekki meira, nema verðið fjelli niður í •/* dollar. Færi svo, var áhætían geysimikil. Samt sem áður ákvað hann þetta kvöld, að framkvæma ráðagerð þessa, sem átti eftir að endastinga bollalegg- ingum margra manna. Hann stakk skýrslu Tom um hveitiuppskeruna, sem nú var vjelrit- uð, í veslisvasa sinn og lokaði skrifstofunni. Allir gluggarnir á efstu hæð geysistórrar byggingar voru uppljómaðir. Pað var bygging blaðafjclaganna með símasamböndum um víða veröld. Hlutverk þessarar stofnunar var, að safna frjettum og senda þær þeim blöðum, er voru í fjelaginu. Steele þekti Simmonds, for- stjórann, og ákvað að heimsækja hann, þótt það væri á óhentugum tíma, þar sem allir voru þar önnum kafnir. Atburðurinn í kaup- höllinni þennan dag var nægileg ástæða til að koma öllu af stað. Simmonds var maður duglegur og iðinn, og enda þótt honum væri lítt um það gefið, að vera tafinn við störf sín, tók hann þó á mótti Steele með kostum og kynjum. 14*
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.