Nýjar kvöldvökur - 01.08.1927, Side 31

Nýjar kvöldvökur - 01.08.1927, Side 31
NÝJAR KVÖLDVÖKUR. 109 minn garð. Mjer finsl nu samt sem áður og það sem þjer drápuð á áðan með viðskifti okkar Rockervelts, hefði átt að sannfæra yður um, að jeg fæst við járnbrautir, en ekki hveiti.« »Ástæðan til þess að jeg vildi hitta yður,« hjelt Nícholson áfram, eins og hann hefði eigi mælt orð frá vörum, »var sú, að jeg hefi skilaboð til yðar frá húsbændum mínum.« »En þjer hafið ekki sagt mjer, hverjir væru húsbændur yðar.« »Pess þarf ekki, hr. Steele. Pegar jeg nú segi yður það, að þeir eiga banka í öllum bæjum í Bandaríkjunum, að árlegar tekjur húsbænda okkar eru 50 miljónir dollara af aðeins einni af atvinnugreinum þeirra, að við eigum em- bættismenn í fjármálaráðuneytinu, sem hafa nægileg áhrif til þess að verðbrjef ríkisins eru Iögð í banka okkar, að húsbændur mínir geta, ef þeir vilja, braskað með sparisjóðsfje, sem almenningur hefir lagt inn hjá þeim, að þeir hafa umboðsmenn um víða veröld og að ekk- ert land í Evrópu, Asíu eða Afríku er til, sem eigi greiðir þéim skatt; þegar jeg hefi sagt alt þetta, hr. Steele, geri jeg ráð fyrir, að tvent megi telja sem gefið — í fyrsta lagi, að ónauðsyn- legt er að nefna nöfn, í öðru lagi, að þjer eig- ið hjer við völd, sem eru óendanlega meiri en hr. Rockervelts eða hvaða auðmanns eða fjelags í víðri veröld.« »Pjer hafið alveg á rjettu að standa með báðar ágiskanir yðar, og jeg er gripinn af gleði þeirri, sem hermaðurinn finnur, þegar hann á við verðugan mótstöðumann. Látið mig nú heyra skilaboð yðar, hr. NichoIson.« »Pjer kannist þá við, að þjer sjeuð hveiti- kaupandinn?« »Jeg skal kannast við alt fyrir jafn ógurleg- um keppinaut og yður.« »Gott. Húsbændur mínir eru hinir göfug- Iyndustu menn.« »Já, það er alkunnugt.« »Ef þjer hafið tapað fje þessa tvo daga, fáið þjer skaðabætur. Peir bjóða yður jafnvel þau fáheyrðu kostakjör, að láta yður hafa meira og jeg hefi umboð til að semja um stærð þeirrar upphæðar.« »Og alt þetta af hreinum mannkærleika, hr. Nicbolson ?« »AIt þetta, ef þjer aðeins viljið hætta og blanda yður eigi í málefni, sem þjer eigi berið skynbragð á og gera enn erfiðari þá markaðs- aðstöðu, sem var nógu erfið fyrir.« »Og ef jeg nú neita?« »Ef þjer neitið, verðið þjer ofurefli borinn eins og margir yðar betri menn.« »Ekki var þetta kurteislega mælt, hr, Nichol- son, og jeg er viss um, að húsbændur yðar mundu eigi taka undir með yúur. Síðustu orð yðar hvetja frekast til mótstöðu. Munduð þjer verða forviða, ef jeg segði yður, að jeg hefi enn sterkari bakhjarl en jafnvel yðar vold- ugu húsbændur?« »VoIdugri? Já, mig mundi reka í roga- stans. Hafið þjer nokkuð á móti því, að segja mjer nafn hans?« »Síður en svo — það er kona.« »Kona?« »Já, móðir náttúra — dásamleg kona, ef þjer farið að ráðum .hennar, en ógurleg, ef þjer óhlýðnist henni. Hveitiuppskeran i Amer- íku verður aðeins 3/i hlutar af meðaluppskeru og jafnvel enn minni. Pjer getið leynt sann- leikanum dálítinn tíma, en ekki fyrirbygt, að hann komi um síðir í Ijós. Stóra, volduga firmað yðar á Broadway getur eigi látið hveiti- ax vaxa, sem frostið hefir drepið. Pess vegna getið þjer símað hinum ágætu húsbændum yðar í New York og sagt þeim, að John Steele og móðir náttúra ætli að dansa vikivaka við þessa 2 Napoleona í New York, og jeg held, að þeim muui veitast örðugt að fylgja hljóð- færaslættinum. Og verið þjer svo sælir, hr. Nicho!son.« »Verið þjer sælir, hr. Steele, og mjer þótii leitt, að okkur gat ekki samið.« Regar Steele kom út á götuna, tók hann sjer vagn og ók á skrifstofu »Daily B!ade«. Par voru allir, eins og í blaðafjelagshúsinu.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Nýjar kvöldvökur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.