Nýjar kvöldvökur - 01.08.1927, Síða 35

Nýjar kvöldvökur - 01.08.1927, Síða 35
NÝJAR KVÓLDVÖKUR 113 fyrirlækið svo margbrotið, að jeg géti eigi skilið það, tek jeg enga hlutdeild í því.» • Alveg rjett,« mælti Mefcalfe. »Engin af þessum þremur lífsreglum snertir mig á nokk- urn hátt. Pekkið þjer nokkuð til sykuriðnaðar?« »Nei, ekkert.« »Hafið þjer nokkru sinni heyrt nefndan Bradley, frá Bay City?« »Nei.« »Pað sem Bradley gerði, getur hver 10 ára drengur skilið. Hann fór til Pýskalands og kom aftur með allmikið af fræjum í handtösku. Fræi þessu sáði hann og af því er sykurgerðin komin í M'chigan. í því ríki einu eru nú sykursuðuverksmiðjur fyrir um 10 milj, dollara. Fyrir 10 árum átti jeg ekki túskilding; í dag held jeg, að jeg geti lagt fram jafnmikið fje og þjer, og alt er þetta fræinu frá Pýslandi aó þakka. Jeg á 3 sykursuðuverksmiðjur í Michi- gan og fjórar aðrar í vesturríkjunum. Pjer sögðuð, að þjer vilduð ekkert byggja á líkum, en með yðar leyfi vil jeg þó halda því fram, að engin iðnaðargrein í þessu landi- hafi eins mikil framtíðarskilyrði og sykurgerð. »Getur vel verið,« mælti Steele kæruleysis- fega. »Jeg dáist að hinum ágæta Bradley, sem Ijet miljónir rófna vaxa þar, sem engin var fyrir. Jeg dáist að slíkum manni, og það því fremur, sem mig langar ekkert til að feta í fótspor hans. Pjer sjáið, h\ Melcalfe, að jeg er eigi nytsamur borgari eins og þjer og hr. Bradley. Jeg legg aðeins fram fje í eitthveit fyrirtæki, tek þann hagnað, sem jeg get fengið og ekkert frekar. F.n eins og jeg sagði yður, byggi jeg ekki verksmiðjur og þá heldur eigi sykursuðu- verksmiðjur. Starfssvið mitt er kauphöllin og einkunnarorð mín mikill hagnaður og fíjót velta.« »Jeg er hjer kominn til að bjóða yður geysi- mikinn gróða á stuttum tíma. Jeg þekki syk- urgerð út og inn og hefi kynt mjer framtíðar- skilyrði hennar í mörg ár. Jeg ákvað að safna öllum stærri sykursuðuverksmiðjum í Banda- ríkjunum á eina hendi. Enda þótt jeg hafi unnið mjer auð fjár á skömmum tíma, hefir þó sykuriðnaðurinn vaxið enn hraðar, og í byrjun þessa árs sá jeg, að annaðhvort varð jeg að framkvæma hugmynd mína eða mynda hlutafjelag, sem mjer er þó htið um gefið, því að það er tilætlun mín, að leggja undir mig alla sykurrófnagerð t í Bandaríkjunum og því næst í víðri veröld.* »Nú, þjer vonið ef til vill að verða eins konar »sætur» Peter Berrington,« mælti Steelebrosandi; seinna mintist hann þessarar athugasemdar. »Einmitt,« sagði Metcalfe alvarlega án þess honum stykki bros. »Eins og jeg sagði yður, á jeg skuldlaust 7 sykurgerðir og hluta í öll- um hinum. Til þess að eignast þær, verð jeg að greiða alt kaupverðið í næsta mánuði, en jeg á aðeins helming þess höfuðstóls, sem er nauðsynlegur til að hægt sje að uppfylla skil- málana. Ef þjer nú leggið jafnmikið fram og jeg, getum við keypt þessar sykurgerðir og svo myndum við geysistórt hlutafjelag. Pegar það hefir verið myndað, gelið þjer tekið pen- inga yðar aftur og sennilega helmingi meira en þjer lögðuð fram. Verði eigi keypt öll hlutabrjefin, sem við bjóðum almenningi, ábyrg- ist jeg að taka á mig öll þau brjef, er falla í yðar hlut.« • Hvernig getið þjer ábyrgst það, þar sem þjer, sem stendur, eigið aðeins helming þess fjár, sem nauðsynlegur er til að mynda hlutafjelagið?« »Jeg get ábyrgst það, því að jeg er viss um, að almenningur kaup:r brjefin; en þó svo fari, að það yrði eigi, er banki hjer í horginni, sem vill lána mjer fje það, sem til vantar, óðar og hlutafjelagið er myndað, alt að s/4 hlutum af höfuðstól okkar. Pess vegna get jeg ábyrgst, að þjer getið tvöfaldað framlag yðar á minna en mánaðartíma eftir að þjer hafið greitt fjeð. Pjer segið, að þjer metið lítils álit sjerfræðinga; það geri jeg heldur eigi, þess vegna legg jeg til, að þjer verðið gestur minn í hálfan mánuð og komið í sykursuðuverksmiðjur mínar. Pjer getið athug^ð bækur u ínar og reikninga og af því, sem þjer þannig sjáið, getið þjer myndað yðúr skoðun um uppástungur mínar.« »Jeg þekki lítið til þess, hvernig hlutafjelög eru mynduð,« mælti Steele á báðum áttum. 15
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Nýjar kvöldvökur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.