Nýjar kvöldvökur - 01.08.1927, Page 39

Nýjar kvöldvökur - 01.08.1927, Page 39
NÝJAR KVÖLDVÖKUR. 117 brotinu. En þegar hann hafði sjeð höfuð Nicholson í dyrunum, vissi hann strax, að »Amalgameret-sápa« hafði ákveðið að fjefktta hann. Hið fyrsta, sem henum datt í hug, var að ef til vill væri rjettast að tala um málið við duglegan lögmann. En hvað gat lögmaður gert fyrir hann ? Þar að auki átti hann enga peninga til að færa mál fyrir. Rví meir sem hann hugsaði málið, því verri urðu líkurnar. Vafalaust var bankinn, sem peningar hans voru í, eign þessa yfirgripsmikla fjelags — »Amalgameret sápa.« — Það voru ótal lagakrókar til þess að kyr- setja peninga hans f bankanum, og leitaði hann rjettar sfns fyrir dómstólunum, mundi það kosta of fjár. Hann yrði í sífeidum yfirneyrslum, áfrýjun á áfrýjun ofan, uns miljónir hans hurfu sem dögg fyrir sólu. Hann var jafnfastur í klóm »Amalgameret sápa« eins og honum hefði verið varpað fyrir fætur hins volduga fjelags, bundnum á höndum og fótum. Hann fann til ótta og angistar yfir þeirri óvissu, að vita eigi, hvernig þessir ræningjar hefðu í hyggju að flá hann. Þrátt fyrir þessar dapurlegu hugs- anir, datt honum þógamanleikurinn »Michadoen« í hug og hann fór að brosa. Mundu kvalir hans verða langvinnar og enda í sjóðandi olíu eða yrði honum stútað í einu axarhöggi. Reiði hans beindist meir gegn Metcalfe, sem virtis heiðarlegur, en gegn Nicholson eða Berrington. Hann langaði mest til þess að reka Metcalfe rokna kjaftshögg, en hann vissi, að hvernig sem leikar færu, yrði hann að reyna að stilla sig og láta eins og ekkert hefði í skorist við fje- laga sinn og aðra út í frá. Næsta morgun heilsaði Steele fjelaga sínum brosandi eins og vant var. »Nú, Metcalfe, hvernig gengur?* »ÁgætIega,« sagði Metcalfe. »Alt mun ganga af sjálfu sjer svo auðveldlega, að þjer munuð eftir á undrast, að þjer nokkru sinni efuðust um heppilegan árangur.« »Það vona jeg,« svaraði Steele stöðugt bros- andi, enda þótt hin tvíræðu orð fjelaga hans væru eins og högg í andlit honum. Fjelagið var f raun og veru stofnað — það er að segja, nokkrir skrifstofumenn hjá Steele og bræðurnir Faiwell höfðu slegið sjer saman um »Hinar samstarfandi, sameinuóu sykurverk- smiðjur.« Fjelagið var skrásett undir lögum ríkisins New-Jersey. Staifsmennirnir voru ráðnir og verksmiðjur þær, sem voru í einstakra manna eign, keypti fjelagið fyrir helmingi hærra verð, en Steele og Metcalfe höfðu greitt fyrir þær. Pað varð að samkomulagi, að stjórnin yrði í 7 manna höndum. Steele álti að iilgreina tvo og Metcalfe tvo, en þeir áttu að útnefna for- manninn í sameiningu. Metcalfe stakk upp á eldri Farwel til þessa og þeim yngri sem með- stjórnanda. Steele samþykti uppástungu þessa, þar sem enginn var jafnsnjall Farwell eldri í öllu, er snerti hlutafjelög og lög um þau. Að því er hinn meðstjórnandann snerti, er Metcalfe hafði rjett til að velja, þá lýsti hann því yfir, að hann gæti eigi útnefnt neinn, þar sem hann væri svo ókunnugur kaupsýslumönnum í Ch!ca- go. Hann bætti því jafnvel við, að hann vildi gjarnan eftirláta Steele að velja einnig þennan meðstjórnarmann, og þessi yfirborðsvinátta hafði einnig eyft öllum grun hjá Steele um, að menn hefðu í hyggju að bera hann atkvæðum á að- alfundinum. Hann mintist þess með gremju, nú þegar orðið var of seint að ráða bætur á því. Steele og meðstjórnendur hans gátu haft í öllum höndum við Metcalfe og hans sljórnar- nefndarmenn, en formannsatkvæðið hlaut að ráða úrslitum. Síðan Steele sá hið einbeitta andlit Nxholsons í ganginum á Grand Paci- fic gistihúsinu, var hann í engum efa um, að bræðurnir Faiwell voru í þjónustu Peters Berr- inglons. Loksins var öllu hleypt af stað og almenn- ingur gekk í gildruna eins og vanalega. f fyrstu gekk alt ágætlega; voru á skömmum tíma keypt hlutabrjef fyrir 19 miljónir, en meira seldist ekki. Pað vantaði þannig eina miljón til að öll upphæðin seldist, og svo virtist, sem þetta hefði undarleg áhrif á Metcalfe. Steele gætti hans nákvæmlega og sá, að hann var órór og að því er virtist, mjög óánægður.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.