Nýjar kvöldvökur - 01.08.1927, Side 44

Nýjar kvöldvökur - 01.08.1927, Side 44
122 NÝJAR KVÖLDVÖKUR. meðal almennings. Steele var nú einn þeirra manna, sem telja mátti með í stórverslun Chicago-borgar. Alt, sem hann kom nærri, hepnaðist. Hann var persónúlega vel Iiðinn og hefði getað unnið sjer álit í fjeiags- og samkvæmislífi borgarinnar, hefði hann kært sig um það, en því fór fjarri. Alment var talið, að hann ætti um 6—10 miljónir og heimur- inn taldi hann hinn gæfusamasta mann. Pað bakaði honum einkis tjóns, að vera talinn eftirlætisgoð hins volduga Peters Berringtons — þvert á móti — og það voru aðeins örfáir menn, sem vissu, að hið gagnstæða átti sjer stað. Hann baðaði sig í brosi Peters, en skalf í skugga hans. Sá eini, sem engar hugmyridir gerði sjer um vináttu Berringtons, var Steele sjálfur. í ann- að skifti hafði liann unnið algeran sigur yfir Nicholson og hinu volduga fjelagi, sem að honum stóð, en hversu undarlegt sem það var, veitti þetta honum enga ánægju. Skuggi hins þögula Peter Berringtons lá altaf á honum eins og mara, og fór að hafa áhrif á hann. Hann fór að verða hræddur og þorði eigi að hætta sjer út í neitt stórfyrirtæki. Hann vissi, að hann eyddi tímanum með því að vera að fást við smá fyriitæki eins og innlagningu rafljósa, sporvagna, brautarlagningar í smábæj- um o. s. frv., sem aðeins var gróði fyrir nurl- ara. Við og við neitaði hann tilboðum um að leggja fje í stór fyrirtæki, sem reyndust mjög arðberandi fyrir forgöngumenn þeirra, af því að hann fann hina ósýnilegu hefnd Berr- ingtons vofa yfir sjer. Að lokum sá hann, að það var alls ekki Peter Bearington eða skuggi hans, sem hræddi hann, heldur almenn taugaveiklun, sem leiðir af harðri vinnu á amerískum stórbæ. Taugar mínar eru bilaðar, það er það, sem að mjer gengur. Jeg verð að fara upp til fjalls eða fara á baðstað í Evrópu til þess að styrkja þær. — Haldi jeg áfram að vera í Chicago, eru dagar mínir bráðum taldir. Blöðin skýrðu frá því, að John Steele ætlaði að fara til Rocky Mountains á dýraveiðar og stunda fiskveiðar í mánaðartíma sjer til hress- ingar og gamans. Pað var um þetta leyti, sem Alice Fuller heimsótti harin. Nú var Stecle mjög veikur fyrir konum, og ein af ástæðunum fyrir því, að hann kærði sig eigi um að taka þátt í sam- kvæmislíftnu, var sú, að hann var hræddur um, að falla sem fórn einhverrar laglegrar stúlku, sem legði gildru fyrir hann — sje það þá bugsanlegt, að snotrar stúlkur leggi gildrur fyrir menn, sem sagt er að eigi 6 — 10 miljónir. Veikleiki hans í þá átt sýndi sig meðal annars á hinu skyndilega bónorði hans til Dorothy Slocum hjá Bunkerville, eins og áður hefir verið frá skýrt. En Alice Fuller var alt öðru- vísi og betur upp alín en Dorothy Slocum. Hann hugsaði oft með hryllingi um bónorð sitt til Dorothy og skoðaði það sem mestu Gaðs hamingju, að hann slapp svo vel frá því. Mesta prýði kvenmannsins er hár hennar, og hinir gullnu fljettingar ungfiú Fuller voru sannarlega dásamlegir, en andlit hennar var þó það. sem hreif mest. Augu hennar voru dökk- blá og það var ó.nögulegt að horfa í þau nema sannfærasf um fullkominn hreinle k sálar þeirrar, er á bak við bjó, og Steele, sem orð- inn var dálítið taugaveiklaður, næstum skalf af ótta, þegar hún leit á hann. »Guð hjálpi mjer,« hug?aði hann með skelf- ingu. »Ef stúlka þessi ætlar að seja htutabrjef, jafnvel þó að það sje í hinu versta glæfra- fyriitæki, sem til er, er jeg fórnardýr hennar. — John Steele, ef þú vilt halda bankainneign þinni óskerfri, þá skaltu láta sem þú sjert hinn heilagi Antonius.« En upphátt mælti hann sæmilega rólega: »Gerið svo vel að fá yður sæti, ungfrú.* Settist hún hinumegin borðs þess, er hann notaði sem varnargarð; var það ljeleg hlíf gegn skeytum, sem utig, snotur stúlka beindi að honum. »Pað var fallega gert af yður, að taka á móti mjer,< mælti unga stúlkan. »Jeg hefi lesið svo mikið urn yður í blöðunum og jeg
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Nýjar kvöldvökur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.