Nýjar kvöldvökur - 01.08.1927, Qupperneq 52
130
NÝJAR KVÖLDVÖKUR.
Steele bjelt því í lófa sínum, og gb'pti á
það eins og tröll á heiðríkju.
»Guð almáttugur,« stundi hann upp að lok-
um, »sápa — Amalgameret-sápa. P-eter Berr-
ington og Nícholson! Eins og jeg stend hjer,
er jeg genginn í gildruna eins og sauðarhöfuð
og flón! Pessir essrekar eru hinir raunveru-
legu forráðamenn fararinnar. Peir sáu, að Alice
Fuller var farin að iðrast, en sú iðrun kom of
seint og þeir sendu hana burtu. Hver er til-
ætlunin með öllu þessu ? Pað væri þó altof
ósanngjarnt að halda, að Nicholson ætli sjer
að heimfa alt, sem jeg á, í lausnargjald.
Black Hills er ekki eitt og hið sama og
grísku fjöllin. Hvað er það þá? Morð? Pað
er jafn ósennilegt, en þó mögulegt. Hjer er
jeg vopnlaus. Rilfillinn niður í kassa og að-
eins huglaus blámaður með mjer. Genginn í
gildruna alsjáandi eins og asni. Jæja, John
Steele, þú áft alt það skilið, sem þjer ber að
höndum. Við skulum reyna að komast að
því, hvað það er.«
Hann gekk út úr tjaldinu. Blámaðurinn var
að tilreiða dögurðinn. Mennirnir þrír töluðu
saman, en samræða þeirra þagnaði, þegar
Stee'le kom.
»Jeg hefi bieytt ákvörðun minni,« mælti
hann, »við snúum við aftur.«
»Nei, það gerum við ekki,« mælfi einn
mannanna um leið og hann gekk fram og drö
upp skammbyssu. »Við förum til námunnar.*
»Er nokkur náma ?« spurði Steele með
hæðnishlátri.
»Já, náman er til, og það er beðið þar eflir
yður,«
»Hver?«
»Pað fáið þjer að vita um hádegisbilið í
dag.«
»Heyrið þið, piltar,« mælti Steele sannfærandi.
»Jeg skal gera ykkur að ríkustu mönnum á
þessum slóðum, ef þjer komið mjer aftur heil-
um á húfi á járnbrautarstöðina.
»Við höfum heyrt slikt munr.fleipur fyr,«
svaraði maðurinn, »og feng>'ð nóg aF því. Pjer
getið sagt námuformantiinum frá þe;su, því að
við hlítum því, sem hann ákveður.«
»Já, en í námunni. — Hvað margir eiu þá
þar ?«
»Pað getið þjer sjálfur sjeð, þegar þjer
komið þar.«
»Jæja, þó einn bætist við, skal jeg bjóða
honum sömu kjör og ykkur. Pið getið kom-
ist að betri kjörum nú en í námunni.
»Hættu þessu rugli, ókunni maður. Pað er
gagnslaust. Pjer komið með okkur til nám-
unnar.«
»Jæja,« sagði Steele og sneri sjer við. »Jeg
vil fá morgunverð fyrst. Er kaffið til, Jack=on?«
»Já, herra.«
Fanginn sett'st niður og snæddi góðan
morgunverð með bestu lyst.
Um hádegisbilið komu þeir að námunni og
tólf manna flokkur, er setið hafði við námu-
munnann, stóð á fætur, er sást til þeirra. Peir
sögðu ekkert, er þeir sáu bandingjann, og
þögðu, er Steele slöðvaði hestinn og steig af
baki.
»Hjer er maðurinn kominn,« mælti foringi
essrekanna og námuverkstjóiinn kmkaði kolli,
en svaraði engu.
»Góðan daginn, góðir hálsar,« hóf Steele
máls, sem eigi gat að sjer gert að brosa, þrátt
fyrir alvöru þá, er á ferðum var, er hann leit
þennan þögula, hátíðlega glæpamannaflokk, sem
skipað höfðu sig dómara hans. »Jeg geri ráð
fyrir, að þjer sjeuð hjer verkstjóri og að hjer
sje misskilningur á ferðum, þvi að jeg hefi
verið í dag neyddur til að fara hingað gegn
vilja mínum. Svo virðist, sem þjer hafið beð-
ið mín. Nú, hvað er þá á seyði?«
»Pað fáið þjer bráðum að vita,« svaraði
formaðurinn. »Dakota Bill, hvar er snærið?«
»Pað er hjerna,« sagði Bill, um leið og
hann gekk fram og sýndi refpi 30 feta langt
með iykkju á endanum.
»Nú, ókunni tnaður, ef þjer þurfið að koma
einhverjum skilaboðum til vina yðar, fáið þjer