Nýjar kvöldvökur - 01.08.1927, Blaðsíða 75
NÝJAR KVÖLDVÖKUR
153
ekki nafn á Ieikritinu, því að við höíum fyrfta
flokks Ieikstjóra, sem lætur okkur hlýða.«x
Húu leit brojandi á John Grain og honum
fanst, að hann hefði aldrei sjeð svo faliegt og
vingjarnlegt andlit eins og á þessari ungu stúlku.
En það stafaði máske af því, að honum fanst
hann vera svo einmana og allan daginn hafði
hann ekki skift orðum við nokkurn mann
nema stúlkuna, sem seldi honum farmiðann á
járnbrautarstöðinni.
>Nú, það ætti svo sem að vera sama hvað
leikurinn heitir,« sagði John Grain, »því að
jeg sje hann ekki, þegar hann er kominn upp.
Þá verð jeg ekki hjer.«
Hann [stakk hendinni í vestisvasann og dró
þaðan skrifaða pappírsmiðann.
Honum fanst alt í einu, að hann yrði að
segja einhverjum frá því, sem honum lægi á
hjarta, og honum gat ekki dottið neinn befri
í hug en þessi ókunna, unga sfúlka með sól-
skinsbrosið.
»Lesið þetta,« sagði hann og rjetti henni
miðann.
Hún tók hikandi við miðanum og leit á
hann. En er hún hafði lesið það, er á hor<-
um stóð, sagði hún alt í einu: jRað er þó
víst ekki ásetningur yðar, að framkvæma þetta?«
»Jú, það getið þjer reitt yður á,« svaraði
John. Og til þess að sýna henni að honum
var alvara, dró hann skammbyssu til hálfs upp
úr treyjuvasa sínum, þar sem hún hafði verið
geymd. En þegar hann sá hræðílusvip'nn,
sem kom á hana, flýtti hann sjer að fela skamm-
byssuna aflur í vasa sínum.
Hún ætlaði að fara að segja eitthvað, en í
sama bili heyrðist í blásturspfpu leiksfjórans,
og hann hrópaði með hvassri röddu: »Illa gert.
Takið það affur.«
Grain leit ósjálfrátt til elskendanna tveggja,
sem sátu á bekknum, er nú urðu að byrja á
ný og leika þáftinn upp aftur.
Þegar þátturinn var búinn, sneri John sjer
að ungu stúlkunni og mælti : »Er leikurinn nú
búinn?«
»Nei, það er hann áreiðanlega ekki. Verið
þjer aðeins kyrrir þar sem þjer eruð, þá getið
þjer fengið að sjá hann til enda.«
G a:n Ieit á úrið silt. Klukkan nálgaðist
ískyggilega mikið tólf.
»Jeg hefi ekki tíma til þess,« sagði hann.
»Jeg hefí öðrum áríðandi störfum að gegna.«
Hann sneri sjer við til að fara, en hugsaði
sig svo um og sneri sjer aftur til ungu stúlk-
unnar. Honum fanst alt í einu, að hann yrði
að kveðja hana áður en hann gerði — þetta!
En hún var þá horfin þaðan, sem hún áður
var. Hún var farin í burtu og hortin sjór/um
hans í mannþyrpingunni.
Alt í einu sýndist honum henni bregða fyrir
hjá bekknum, þar sem ástaleikurinn hafði farið
fram, og hikandi gekk hann í áttina þangað
til að reyna að hafa tal af henni áður en hann
yfirgæfi þennan sfað, en hann gat ekki rutt
sjer braut gegnum mannþyrpinguna, og stóð
þess vegna kyr þar sem hann áður* var í von
um, að sjer mundi að lokum auðnast að ná í
hana.
»Er alt í lagi til að sýna sjálfsmorðið ?«
heyrði harm leikstjórann hrópa. »Er Lavyson
hjerna? Jeg get hvergi sjeð hann.«
Tveir menn fluttu bekkinn til, svo að út-
sýnið að baki varð dálítið annað og mynd-
tökumaðurinn fór að hagræða kvikmyndavjel-
inni.
Hvar var nú slúlkan með gullhárið og sól-
skinsbrosið ? Nú var hún ekki lengur þar, sem
hann þóttist hafa sjeð hana rjett áður. Það
var næsla undarlegt, hversu fljót hún var að
hverfa sjónum hans.
»Pjer skuluð vera kyr og sjá þennan þátt
líka. Hann er vel þess verður.«
Grain sneri sjer skyndilega við. Petla var
rcdd hennar. Já, einmitt. Hún stóð rjelt fyrir
aftan hann og svo nálægt honum, að hann
gat nærri því snert hana.
»Jeg ætla að dvelja dálltla stund enn þá,«
sagði Grain. »En ætlið þjer að vera hjerna
við hliðina á mjer ?«
»Við skulum koma dálíbð nær,« sagði unga
stúlkan og tók í hönd hans. »Ef við förum
20