Nýjar kvöldvökur - 01.08.1927, Side 95
NÝJAR KVÖLDVÖKUR.
173
tæringu og ýmsum öðrum kvillum, en flestir
iðnaðarkóngar eru ekki að skifta sjer af slíkum
smámunum.
Hvað gat þá þetta brjef með hendinni þýlt?
Og svarta höndin kom stöðugt . . . Nú voru
aðeins sjö dagar eftir.
Til eru ýmsar aðferðir að auka hugrekki sitt,
ef það brestur. Ein af þeim er sú, að neyfa
svo mikils af áfengum drykkjum, sem maður
þolir, eða jafnvel meira, og þeir voru ekki
taldir snapsarnir, sem niðursuðukóngurinn fjekk
sjer daglegaáður en hann settistað miðdegisverði.
Nú voru aðeins þrír dagar eftir . . . nú tveir.
Hinn hugrakki Gordon hafði reiknað út, að
hyggilegast mundi vera að halda sjer innan
dyra heima. Pað var húsbóndi hans, sem
reyndi að draga úr hræðslu sinni og angist
með hóflausri nautn áfengra drykkja, en Gordon
var blátt áfram veikur, veikur af hræðslu um
það, að ef hann kæmi á skrifstofuna, yrði hann
annaðhvort sprengdur í loft upp eða fengi kúlu
í höfuðuð.
Jim F. Siar hætti alveg að koma út fyrir dyr
á heimili sínu í 33. stræti, og álitlegur hópur
af lögregluþjónum hjelt vörð um húsið.
Niðursuðukóngurinn var »á túr« mestan
hluta sólarhringsins, en svaf hinn.
Loksins rann þá hinn mikli dagur upp. Um-
slagið kom einnig — umslagið, sem Jim F. Star
—
þekti nú orðið svo vel, — umsíagið, sem besta
lögreglulið he'msins gat ekki uppgötvað, hvað-
as var sent, — hið örlagaþrungna umslag,
sem óumflýjanlega átti að kveða dauðadóminn
upp yfir Jim F, Star.
Grátandi opnaði Jim F. Star umslagið. Hann
hafði grátið frá því snemma um morguninn,
því að hann hafði fram úr húfi verið klökkur
yfir sjálfum sjer. Hann hafði nefnilega samið
erfðaskrá og síðustu skípanir sínar, er voru
viðvíkjandi greftrun hans, sem átti að vera eins
skrautleg og unt var.
Hann sat mállaus af undrun. Innan í umslag-
inu lá aðeins ein örk af pappir og á henni stóð:
»Engar svartar liendur eftir að William A.
Brooklin hefir fundið upp hinar óviðjafnan-
legu sápur með pimpsteini.
Pað er ófyrirgefanlegt, ef þjer ekki reynið
þær þegar í dag.«
Jim F. Star gat ekki látið t>lfinningar sínar í
ljós á annan hátt en að skellihtægja. Rað ljetti
af honum þungum steini.
Pegar hann var nokkuð búinn að jafna sig,
lofaði hann því hátíðlega, að hann skyldi ná í
þennan náunga i firma sitt, hvað hátt kaup
sem hann þyrfti að borga honum, því að sá,
sem gæti næstum dáleitt menn með auglýsingum
sínum, væri sannarlega enginn »fúskari í faginu.«
(Lauslega þýtt).
Við fjölleikahús nokkurt var meðal annars fá-
gætis til sýnis dvergur einn og tröllvaxin stúlka.
Varð dvergurinn ákaflega ástfanginn í tröll-
konunni.
Einn sunnudag fóru þau skemtigöngu út fyrir
borgina. Bar þau þá að smiðju einni og var
þar fyrir ulan steðji einn stór. — Dvergirinn
grátbændi nú ástmey sína um koss og aldrei
þessu vant fjekk hann jáyrði. — En vegna
vaxtarmismunarins var ekki viðlit, að hann
næði upp að hinum sárþreyðu vörum. — Tók
hann þá það ráð, að klifra upp á steðjann,
svo að ástmey hans þyrfti ekki að fara á hjen.
Svo fjekk hann kossinn.
Hjeldu þau svo aftur af stað, en dvergurinn,
sem riú hafði komist á bragðið, þráði nú mjög
ákaft meira af slíkum sæludrykk.
Eftir nokkra stund leit hann biðjandi augum
upp fyrir sig og stundi.
»Fæ einn koss aftur, — elskan mín?«
»Nei, þetta er nóg í bráðina.«
»Aðeins einn einasta.«
»Nei.«
»Jeg held jeg drasli þá ekki lengur þessum
steðja með mjer,« sagði dvergurinn stúrinn og
slit-uppgefinn.