Sjómannadagsblaðið

Ukioqatigiit
Ataaseq assigiiaat ilaat

Sjómannadagsblaðið - 07.06.1942, Qupperneq 26

Sjómannadagsblaðið - 07.06.1942, Qupperneq 26
6 SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ ar- og kappsmál, að hugmynd þessi nái fram að ganga með rausn og prýði. Þeir eiga hug- myndina, og þeir eiga líka að njóta góðs af þessu í fyllingu tímans. Útgerðarmennirnir hafa hér einnig alveg óviðjafnanlegt tækifæri, til þess að láta gott af sér leiða og sýna sjömannastéttinni vináttuþel. Þeir hljóta að hafa að mörgu leyti svipuð sjón- armið og sjómenn í þessu máli, að minnsta kosti þeir, sem sjálfir eru þjálfaðir á sjónum, þótt þeir séu nú komnir í land og „á græna grein“, eins og það er orðað. Til beggja þessara aðal- aðstandenda málsins hefir oft verið leitað um stuðning við málefni, sem þeim hafa verið ólíkt fjarskyldari í öllum atriðum; en það, sem hér er um að ræða. Á öflugum og almennum stuðn- ingi við hverskonar þjóðþrifa-fyrirtæki hefir þó ekki staðið, eins og kunnugt er, hjá mönnum úr þessum stéttum. Hvers má þá ekki vænta frá þeim, þegar göfugt og mikilfenglegt málefni er framundan, sem fulltrúar þeirra og menn úr þeirra röðum hafa sett efst á stefnuskrá Sjó- mannadagsins á næstu árum? Það er ekki ætlun þeirra manna, sem þetta mál hafa með höndum, að krefjast stórra fjár- framlaga af nokkrum manni í þessu skyni, en þeir leyfa sér með fullri vinsemd að mælast ein- dregið til þess, að enginn sjómaður bregðist skyldu sinni í þessum efnum, og að hver einasti maður, sem lætur sig heill og hag sjómanna- stéttarinnar einhverju skipta, taki mál þetta einnig til vandlegrar yfirvegunar. Hver ein- staklingur snýst svo, að slíkri yfirvegun lokinni, við málaleitun Sjómannadagsráðsins um fjár- framlag til væntanlegs hvíldarheimilis fyrir aldraða sjómenn eftir því sem sannfæring og samvizka býður. Fái málið slíka meðferð hjá öllum aðiljum, þarf ekki að efast um árangur- inn. Þá mun smám saman fækka þeim mönn- um, sem eytt hafa miklum hluta ævinnar á sjó- trjánum með tilheyrandi vosbúð, vökum og erf- iði, en verða svo á gamals aldri að vafra um hafnarbakkann í alls konar veðrum, aðfram- komnir og illa til reika, í leit að stopulli skipa- vinnu. í stað þess munu slíkir menn fá aðgang að vistlegu sjómannaheimili, sem reist mun verða í fögru umhverfi með greiðu útsýni yfir allar skipaleiðir til höfuðstaðarins. Þar mun þeim gefinn kostur á að njóta síðustu áranna, eftir vel unnið ævistarf í þarfir lands og þjóðar. Stundum hefir verið talað um að reisa þyrfti minnismerki til minningar um drukknaða sjó- menn. Hér er á ferðinni málefni, sem gæti orð- ið varanlegt minnismerki, sérstaklega þeirra, sem látið hafa lífið í þágu þjóðarinnar, síðan styrjöldin hófst. Einnig gæti svo farið, að þessi stofnun yrði öflugt og óhrekjandi vitni,á ókomn- um árum, um mannúð, ósérplægni og atorku ís- lenzkra sjómanna, íslenzkra útgerðarmanna, já íslenzku þjóðarinnar yfirleitt. Hefjumst því ótrauðir handa og í öruggri vissu um það, að hér er þarft og gott málefni á ferðinni. Leggj- umst allir á eitt, hver eftir sinni getu. Gert er ráð fyrir, að þessi fyrirhugaða stofn- un nái til alls landsins, þannig að allir hafi þar jafnan dvalarrétt, hvaðan sem þeir koma af landinu, en þó að sjálfsögðu með þeim skilyrð- um, sem sett verða síðar. Framlög til stofnun- arinnar verða og þakksamlega þegin, hvaðanæva af landinu og frá hverjum sem er. Söfnunarlist- ar hafa þegar verið sendir út um land í allar véiðistöðvar og á viðkomustaði skipa, sem ferð- ast með ströndum fram. Þeir, sem áhuga hafa fyrir málefnum sjómannastéttarinnar yfirleitt, eða fyrir þessu máli sérstaklega, eru vinsamlega beðnir að styðja fjársöfnun þessa með ráðum og dáð. Gjaldkeri fjársöfnunarinnar er Björn Ólafs, skipstjóri og útgerðarmaður í Mýrarhús- um, og ber þeim, er milliliðalaust vilja styðja að framgangi þessa máls, að snúa sér beint til hans.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Sjómannadagsblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.