Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 07.06.1942, Síða 28

Sjómannadagsblaðið - 07.06.1942, Síða 28
8 SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ hliðum. Voru fundarmenn því almennt fylgj- andi, að framkvæmdir yrðu hafnar við fyrsta tækifæri til að hrinda því af stað, en skoðana- munur varð nokkur um það, hvort hafa skyldi á stefnuskrá dagsins baráttu fyrir því að reisa minnisvarða yfir drukknaða sjómenn. Sam- þykkt var endanlega að leita samvinnu við önn- ur sjómannafélög um sameiginlegan minningar- dag drukknaðra sjómanna, sem jafnframt yrði notaður til að kynna sjómannastéttina út á við, lífskjör hennar og störf. Nokkrar umræður urðu um mál þetta eftir afgreiðslu þess á fundinum, og voru ritaðar um það nokkrar greinar í málgagn loftskeyta- manna, Firðritarann, og tímaritið Ægi. 1 júlí- blaði Ægis var á það bent, meðal annars, að hugmyndin um minnisvarða drukknaðra sjó- manna hefði áður verið rædd í íslenzkum blöð- um, og hefði Friðbjörn Aðalsteinsson, stöðvar- stjóri Loftskeytastöðvarinnar í Reykjavík, haf- ið fyrstur manna umræður um það á opinberum vettvangi, að slíkur minnisvarði yrði reistur. Kom sú tillaga fram í sambandi við minningar- athöfn, sem haldin var um sjóslysið mikla 7.—8. febr. 1925. í sambandi við þann sorgaratburð var, sem kunnugt er, reistur í Reykjavík minn- isvarði yfir drukknaða sjómenn — og hann var táknrænn í tvennum skilningi. Varðinn, sem gerður var af Ríkharði Jónssyni myndhöggv- ara, minnti að formi til áþreifanlega á sjólífið sjálft, var í eðli sínu einskonar túlkun á hætt- um þess og öryggisleysi, gerð í líkingu sjó- manns, er stóð á verði í skipsstafni, með hendi brugðinni yfir augun, eins og horft væri í stór- hríð móti stormi og hafróti. En efniviðurinn var að sínu leyti engu síður táknrænn. Varðinn var byggður úr — snjó, sorglegur vottur, en sann- ur um hinar hverfulu samúðaröldur, sem oft rísa hátt í bili, þegar krafizt er af sjómannastéttinni blóðugustu fórnanna í dægurbaráttu hennar á hafinu, en hjaðna að jafnaði aftur svo ótrúlega fljótt og skilja eftir meðal alþjóðar svo óendan- lega lítinn skilning á lífskjörum þeirra, sem eftir lifa, starfsbræðranna, sem heyja áfram baráttu hinna föllnu og halda merki þeirra uppi, þó að skörð komi í fylkingarnar. í samræmi við fundarsamþykkt þá, sem fyrr var getið, var nú stéttafélögum sjómanna í Reykjavík og Hafnarfirði ritað bréf um málið, og samstarfs óskað við þau til að hrinda í fram- kvæmd hugmyndinni um sérstakan Sjómanna- dag. Var tilmælum þessum vel tekið, og 8. marz 1937 var haldinn í Reykjavík sameiginlegur fundur um málið, þar sem mættir voru fulltrúar frá eftirtöldum félögum: Sjómannafélagi Reykjavíkur, Skipstjórafél. Kári í Hafnarfirði, Skipstjórafél. íslands, Skipstjórafél. Aldan, Skipstjóra- og stýrimannafélagi Reykjavíkur, Vélstjórafélagi íslands, Matsveina- og veitinga- þjónafélagi Islands og Félagi íslenzkra loft- skeytamanna. Frummælandi var Henrý Hálfdánsson, loft- skeytamaður. Gerði hann ítarlega grein fyrir tilefni fundarins og lagði því næst fram upp- kast að skipulagsskrá fyrir væntanlegan Sjó- mannadag. Málið var nú rætt frá ýmsum hliðum og voru fundarmenn allir á eitt sáttir um nauðsyn þess, að slíkum degi yrði komið á, til að kynna sjó- mannastéttina út á við, ræða starfssvið hennar og lífskjör á opinberum vettvangi og afla henni þess álits meðal þjóðarinnar almennt, sem hún raunverulega ætti kröfu til. Um hitt urðu aft- ur á móti skiptar skoðanir, hvort á það skyldi litið sem meginverkefni dagsins, að í sambandi við hann yrði hafin fjársöfnun til minnisvarða yfir drukknaða sjómenn. Töldu ýmsir það ekki viðeigandi, að sjómenn gerðust sjálfir hvata- menn slíkra aðgerða og álitu réttara, að með kynningarstarfsemi á kjörum sjómanna, sepi framkvæmd yrði í sambandi við daginn, yrði vakin meðal almennings sú samúð með starfi þeirra, að þaðan kæmu raddir um að reisa þeim bautastein, er fórnað hefðu lífi sínu í barátt- unni við Ægi. Henry lagði hinsvegar á það mikla áherzlu, að baráttan fyrir minnisvarðan- um yrði höfð á stefnuskrá dagsins, sem megin- hlutverk hans í framtíðinni og taldi vafalaust, að vinsældir hans myndu aukast stórkostlega meðal landsmanna, ef við hann yrði tengd bar- átta fyrir svo háleitri hugsjón. Eftirfarandi tillaga var að lokum samþykkt í málinu: ,,Fundur, haldinn af ýmsum stéttafélögum sjómanna í Reykjavík og Hafnarfirði, til um- ræðna um stofnun Sjómannadags, samþykkir að
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Sjómannadagsblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.