Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 07.06.1942, Síða 32

Sjómannadagsblaðið - 07.06.1942, Síða 32
12 SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ Bryggjur og liafnarmannvirki lögðust saman í bendu. kafbátsforingi í stríðinu og hlotið járnkrossinn af fyrstu gráðu. Nú var hann svo bágstaddur, að hann varð að sníkja leifarnar í hásetaklef- anum, til að færa aðþrengdri fjölskyldu sinni. Danirnir gátu ekki stillt sig um að vera að minna hann á hrakfarir Þýzkalands, en hann svaraði því einu, að eftir 10 ár myndu Danir verða fegnir að fá að skila Suður-Jótlandi aftur. Frá Hamborg var haldið til New York. Þar þurftum við hásetarnir ekki að gera annað en halda vörð í lestunum til að gæta þess, að amerísk-ítölsku hafnarverkamennirnir stælu ekki einhverju af farminum, sem var allskonar stykkjavara. Þeir unnu mjög rösklega og not- uðu járnkróka framan á höndunum, sem þeir beittu mjög fimlega, ekki sízt til að opna kassa og stinga á sig innihaldinu. í New York var tekin ákvörðun um að senda skipið til Japan og Kína. Fyrst var farið til Philadelfíu til að losa þar afganginn af Þýzka- landsfarminum, en síðan lá leiðin fram hjá Vestur-Indíum til Kyrrahafsins gegnum Pana- ma-skurðinn, þá norður með Mexico, fyrst til San Francisco og síðan til ýmsra hafna í Ore- gon, þar sem við hlóðum timbur til Japan. Margt væri hægt að segja frá þeim löndum og þeim nýjungum, sem fyrir augu bar í þessari ferð, er vakti furðu og hrifni unglings, sem nýlega var kominn norðan frá íslandi. En það er Jap- an, sem ég ætla að segja frá í þetta skipti, og bezt er að halda sér við efnið. Þegar búið var að drepa timbri í hverja smugu í lestunum, var timbri hlaðið á þilfarið í tuttugu feta háa stafla, og þannig dúðaðir lögðum við af stað út á Kyrrakafið. Það bar þó illa nafn með rentu í þetta skipti, því ég man ekki eftir, að það væri kyrrt einn einasta dag meðan við vorum á vesturleiðinni, og má vera, að það hafi verið af því, að við tókum stóran sveig norður á bóginn. Við vorum búnir að frétta af hinum hræði- legu jarðskjálftum í Japan og biðum með eftir- væntingu eftir að sjá þessi býsn. Japan er nokkurs konar Bretland Austur- landa, og hefir svipaða aðstöðu þar austur frá og Bretar hafa hér í álfu, og eins og þeir eru Japanir mikil fiskveiða- og siglingaþjóð. Japan samanstendur af stóru eyjunum Nippon, Shi- koku, Kiushiu, Hokkaido, til samans 148,756 fer- mílur, og hafði 1923 sem næst 56 milljónir íbúa, eða svipað þéttbýli og í Bretlandi, og þó öllu meira, vegna þess hve mikið er af fjöllum í Jap- an og öðru óaðgengilegu landrými. Fólksaukn- ingin er um % milljón á ári. Þegar ég sá Japan rísa úr hafi, minnti það mig óneitanlega mikið á ísland. Skóglausar, vogskornar strendur með eyjum og sundum, djúpir dalirnir og snævi þakin fjöllin. En þeg- ar nær dró, og ég sá fólkið, sem byggir þetta land, fann ég, að með því eigum við ekki mikið sameiginlegt. Það er ekki aðeins útlit þess, fatn- aður og siðir, sem frábrugðið er okkar venjum, heldur finnur maður eitthvað óaðlaðandi í svip þess og látbragði, jafnvel líka þegar það virðist vilja gera allt til að þóknast manni. Maður verð- ur þess fljótlega var, að frá því stendur einhver gustur til hvítra manna. Það er vitanlega ekki alveg að orsakalausu. Japanir eru ákaflega metnaðargjarnir og eiga bágt með að þola lítils- virðingu. Þeir gleyma því seint, að meðan Ev- rópuríkin voru að mótmæla Shimonoseki friðar- samningunum, þar sem Japanir áttu að fá Port Arthur af Kínverjum, þá voru þau sjálf að brugga Kínverjum launráð og sýndu nokkru seinna sitt sanna innræti og óvirðingu fyrir sameinuðu Kínaveldi, með því að hrifsa undir sig sinn partinn hvert. Rússar tóku Port Art- hur, Bretar tóku Wei-Hai-Wei, Þjóðverjar tóku Kiauchau og Frakkar Kwang-Chow-Wan. Japanir voru um þetta leyti ofsareiðir vegna þess, að þeim hafði verið meinað að taka sér bólfestu í Bandaríkjunum og Ástralíu. Meðan við vorum staddir í Yokohama, frömdu þrír
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Sjómannadagsblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.