Sjómannadagsblaðið

Årgang

Sjómannadagsblaðið - 07.06.1942, Side 38

Sjómannadagsblaðið - 07.06.1942, Side 38
18 SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ Hallgrímur Jónsson: Öryggi sjávarútvegsins umfram allt Það kann að þykja nokkuð mótsagnakönnt, þegar því er haldið fram af sjómönnum, að nú beri sérstaka nauðsyn til að leggja fé í trygg- ingarsjóði fyrir sjávarútveginn. Útvegurinn er nú reKinn með meira kappi en áður, og arður af rekstrinum jafnvel meiri en nokkru sinni fyrr. En málið er ofur einfalt. í fyrsta lagi er það, að hinn reikningslegi hagnaður, sem nú fellur til, stafar af óeðlilega háu verðlagi er- lendis, sem íslendingar hafa enga möguleika til að viðhalda, þegar stríðinu lýkur. I öðru lagi: Vegna verðbólgunnar verður ómögulegt að fella útgerðarkostnaðinn eins ört og verðið fellur á útflutningsvörunum. í þriðja lagi: Veiðiskipum fækkar nú stór- um, og vegna verðbólgunnar eru viðgerðir minni almennt og viðhald lakara, einkum á ilis fyrir aldraða sjómenn. Verður það ekki metnaðarmál stéttarinnar að sjá slíkt heimili rísa í fögru og friðsælu umhverfi innan fárra ára. Undirbúningur er hafinn að byggingu veg- legs skólaseturs, þar sem allar starfsgreinir sjó- manna afla sér undirbúnings og fræðslu undir lífsstarf sitt. Slík stofnun á að vera svo full- komin og vel að henni búið, að fiski- og far- mannaþjóðin íslenzka geti sagt með sönnu, að aðrar þjóðir, þótt stærri séu, búi ekki betur að fræðslu sjómanna sinna. Fyrir sameiginlegt átak sjómannastéttarinn- ar er mál þetta komið á nokkurt skrið. Slysavarnir — öryggisútbúnaður skipa — aukinn skipakostur og allt, sem lýtur að fram- förum á sviði tækninnar við siglingar, fiskveið- ar, öryggistækjum á sjó og landi o. s. frv., eru sameiginleg mál sjómanna. Enginn skyldi skilja orð mín svo, að hin ein- stöku stéttarfélög geti ekki og eigi ekki að starfa að sínum sérmálum eftir sem áður. Tog- streitan við atvinnurekendur um kaup og kjör verður ávallt til staðar, svo lengi sem til eru stóru skipunum, en fyrir stríð. Endurnýjun þeirra er og óframkvæmanleg eins og stendur. Allt ber því að sama brunni. Flotinn rýrnar og gengur úr sér. Það hefir verið marg sannað, enda augljóst mál, að varasjóðir og hinir svokölluðu nýbygg- ingarsjóðir útvegsins eru ófullnægjandi, vegna hinnar gegndarlausu verðhækkunar á öllum hlutum. Fyrningar-afskriftir, sem á friðartím- um eru góðar og gildar taldar, fá nú ekki stað- ist. Til þess að vel sé, verður að gera fleiri ör- yggisráðstafanir en stofnun áðurnefndra ný- byggingarsjóða. Það verður að geyma á örugg- um stað meira fé handa útveginum til vondu áranna en gildandi skattalög heimila. Þetta er svo fjarri því, að vera nokkur fórn fyrir ríkissjóðinn. Það er þvert á móti hin hag- launþegar annarsvegar og atvinnurekendur hinsvegar. Viðhorf hinna ýmsu starfsgreina stéttarinnar er ennþá ærið mismunandi til þess- ara mála, og því erfiðleikum bundið að skapa órjúfandi samstarf í þeim málum. Svo er einnig um skoðanir einstaklingsins til þjóðmálanna yfirleitt. Sjómenn hljóta því að skipa sér þar í stjórnmálaflokk, þar sem lífsskoðun og hags- munir falla saman. Að stofna til stéttarflokks sjómanna - stjórnmálalegs eðlis mundi ekki ná tilgangi sínum til framgangs þeim málum, sem stéttina varða mestu, enda eru sjómenn sem aðrar stéttir þjóðfélagsins ósammála innbyrðis um stefnur í þjóðfélagsmálum, viðhorf til dæg- urmála og mat á stjórnmálaleiðtogum. Ég hefi hér að framan bent á, hvernig sam- starf í ýmsum málum hefir borið árangur, og ég þykist þess fullviss, að þetta samstarf á í ná- inni framtíð eftir að ná meiri þroska og skiln- ingi manna en ennþá er orðið. Sjómannadag- urinn er meðal annars til þess stofnaður, að glæða þennan samstarfshug, án þess að stjórn- málastefnum sé að þarflausu blandað þar inn í. •

x

Sjómannadagsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.