Sjómannadagsblaðið

Årgang

Sjómannadagsblaðið - 07.06.1942, Side 42

Sjómannadagsblaðið - 07.06.1942, Side 42
22 SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ Jón BergsveinSson: Þeir, sem aldrei ko mu aftur í öllum löndum starfar fólk að því að fækka slysum. Alls staðar eru þess háttar störf talin fögur og eftirbreytnisverð. Fjöldi kvenna og karia styður þau á ýmsa lund með fjárframlög- um, vinnu og á annan hátt og hefir ánægju og gleði af. Hér á landi hafði reynslan sýnt mjög áþreif- anlega, að slíkrar starfsemi var mikil þörf, eink- um fyrir þá, er sjóinn sækja. Sérstakt félag var stofnað í þeim tilgangi fyrir nokkrum árum — Slysavarnafélag Islands. Félagið náði brátt vin- sældum og útbreiðslu meðal almennings, starf- semi þess virtist bera góðan árangur. Sjóslys- unum fækkaði að verulegum mun, og eftir nokk- ur ár var tala drukknaðra lækkuð úr 70 niður í um 40 á ári. Starfsemi Slysavarnafélagsins var að miklu leyti þökkuð breytingin. Svo kom stríðið og með því margskonar áföll, slys og hættur fyrir okkar þjóð eins og aðra, en þó sérstaklega sjómannastéttina. Síðan farið var að halda hátíðlegan sérstak- an Sjómannadag, hefir Sjómannadagsráðið helgað ofurlitla stund á degi þessum minningu drukknaðra samherja frá liðnu ári. Á stofnári Sjómannadagsins var deginum gefinn sérstakur fáni með jafnmörgum stjörnum í og lögskráðir sjómenn voru, er farizt höfðu á árinu næsta á undan. Fyrsta árið voru stjörnurnar fáar í fán- anum. Svo kom stríðið, þá urðu stjörnurnar fleiri en áður. I fyrra voru þær 121. Hvað marg- ar þær verða á næsta Sjþmannadegi er óvíst ennþá. Árið 1941 mun lengi verða í minnum haft hér á landi, vegna margra og geigvænlegra sjó- slysa. Alls létu lífið á árinu 139 lögskráðir ísl. sjómenn, og af þeim má telja sennilegt að far- izt hafi af hernaðarvöldum 122. Frá því á fyrsta Sjómannadegi, 8. júní 1941 og til ársloka sama ár, hafa 60 íslenzkir sjómenn, sem lögskráðir voru á skip, látið lífið á hafinu. Skömmu eftir að Sjómannadagurinn var haldinn, fórst e.s. ,,Hekla“ fyrir grimmdar- æði hernaðarbrjálæðisins og með henni hurfu í hafið 14 menn. Næst varð e.s. „Sessa“ fyrir árás og var sökkt. Meðal skipshafnarinnar' voru Minningarfáni Sjómannadagsins, eins og hann var af- hentur deginum 1938. — Á síðasta Sjómannadegi voru stjörnurnar í fánanum 121.

x

Sjómannadagsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.