Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 07.06.1942, Síða 48

Sjómannadagsblaðið - 07.06.1942, Síða 48
28 SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ Borðfjallið. það, að eftir að við komumst suður fyrir Mið- jarðarlínu, beindist athygli mín af einhverjum ástæðum að því, að sólin myndi vera í hánorðri um hádegið. Átti ég ómögulegt með að fella mig við þessa tilhugsun og fannst „öllu snúið öfugt þó aftur og fram um hundamó", eingöngu af þessum ástæðum. Að öðru leyti kunni ég vel við mig á hinu víð- áttumikla Atlantshafi. Fyrsti stýrimaður var að vísu ákaflega vinnuharður og illur viðureignar, meðan verið var að hreinsa til um borð, en það bitnaði aðallega á dagmönnunum, og þegar bú- ið var að binda í Höfðaborg, var það þegar grafið og gleymt. Höfðaborg er allfjölmenn borg, sem stendur við rætur fjalls nokkurs, sem nefnist Borðfjall- ið (Table Mountain). Dregur fjallið nafn sitt af því, hve mjög það líkist borði í lögun; það kvað sem sé vera rennislétt eins og hefluð borð- plata að ofan. Mjög er fallegt í Höfðaborg og loftslag þar| heilnæmt Evrópumönnum. Þetta er höfuðborg- in í Höfðanýlendu, en hún var ein af löndum Búanna, áður en Englendingar lögðu þau öll undir sig í hinum óvinsælu Búastríðum. Allar götuauglýsingar eru á tveimur tungumálum í Höfðaborg, eins og í flestum borgum Búaland- anna. Þessi tungumál eru enska og hollenzka. Auk bessara tungumála tala innfæddir menn sín eigin mál. % Hinir innfæddu negrar Kaplandsins eru flest- ir mjög smávaxnir og eru af kynstofnum, sem nefndir eru Búskmenn og Kaffar. Báðir eru kynflokkar þessir lítt siðaðir, og er heimkynni þeirra inn í landi. Nokkra mánuði ársins koma þeir niður í hafnarborgirnar til þess að vinna sér inn nokkra skildinga, en hverfa síðan aftur til sinna fyrri heimkynna. Helzta skemmtun okkar í Höfðaborg var að fara ökuferðir í kerrum, sem dregnar voru af Kínverjum. Eru kerrur þessar nefndar „Rich- shaws“, en dráttarmennirnir „Richshawboys". Dráttarmenn þessir eru ákaflega úthaldsgóðir að geta hlaupið eins og þeir væru þindarlausir. Að lokinni afgreiðslu í Höfðaborg var ferð- inni haldið áfram upp með austurströnd Af- ríku, allt að Lorenco Marques í portúgölsku Austur-Afríku við Delegoa-flóa. Komið var við í öllum aðalhafnarborgunum á þeirri leið, svo sem East London, Port Elisabeth og Durban, sem er mesta verzlunarborgin í ríkjum Suður- Afríku. # Allar eru þessar borgir með Evrópusniði og hinar vistlegustu. Loftslagið er þarna ágætt og heilnæmt hvítum mönnum og landgæðin eftir því; gull, demantar og aðrir .góðmálmar í jörðu og allur jarðargróður hinn f jölskrúðugasti. Auk hinna innfæddu Kaffa og Búskmanna og auk hinna hollenzku Búa og Englendinganna, sem þarna lifa orðið saman í sátt og samlyndi, hefir flykkzt inn í Kaplandið og önnur Búalönd ara- grúi Austurlandabúa, einkum frá Vestur-Ind- landi, að okkur var sagt. Eru Hindúar þessir, eða Indverjar, mjög sparsamir og þurftargrann- ir og stunda mestmegnis alls konar verzlun og kaupmangaraskap, bæði í húsum inni og á göt- um úti. Endahöfn skipsins á Afríkuströndinni var, „Richshawboy“ með kerru sína. t
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Sjómannadagsblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.