Sjómannadagsblaðið

Volume

Sjómannadagsblaðið - 07.06.1942, Page 52

Sjómannadagsblaðið - 07.06.1942, Page 52
32 SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ um í áttina til lands, sáu skyndilega birtast þar nýjar ógnir, er bjarma sló á hafflötinn, úfinn og ógnþrunginn, frá bálinu á þilfarinu. Ham- stola af skelfingu störðu þeir á þessar nýju ógn- ir — geigvænleg iðuköst frá gráðugum og blóð- þyrstum hákörlum, sem biðu hlakkandi eftir bráð sinni. En hver voru svo að öðru leyti skilyrði þeirra til björgunar, sem þyrmt yrði af óvættum þess- um. Meðfram endilangri ströndinni biðu löðr- andi brimskaflar hinna djörfu sundgarpa, er þangað næðu, albúnir þess að færa þá í kaf og mylja þá í fjörugrjótinu á hinn miskunnar- lausasta hátt. Ekki bætti það úr skák, hve hörmulega gekk að koma skipsbátunum, 6 að tölu, á flot. Stærsti báturinn, sem var miðskipa, var svo umluktur og hlaðinn allskonar skrani, að ekki varð kom- ist að honum, samkvæmt umsögn Capt. Wright. Tveim bátum var komið fyrir á pallinum, sem byggður var yfir drifhjól skipsins. Annar stjórnborðsbáturinn varð gagnslaus með öllu, því að bátsuglurnar voru svo ryðgaðar orðnar, að engin tök voru á að hreyfa þær. Hinum bátnum tókst með erfiðismunum að koma út fyr- ir skipssíðuna, en er verið var að slaka honum niður, slitnuðu dragreipin og allir, sem í bátnum voru, ásamt nokkrum þeirra, sem við hann voru að vinna, drukknuðu ýmist, eða mörðust til bana. Skipið valt nú orðið 'mikið, og virtist þungi þeirra, sem á afturþilfarinu stóðu, engin áhrif hafa lengur, til að draga úr veltingnum. Skyndilega kvað við geysileg háreysti. Hest- arnir, sem geymdir voru niðri í farmrúmi skips- ins, voru trylltir orðnir af skelfingu, vegna ham- fara þess á grynningunum. Salmond skipherra heyrði hávaðann og lét þegar í stað ljúka upp hliðaropum á skipsbyrðingnum og hleypa hest- unum útbyrðis. Þeim varð einnig að gefa tæki- færi til að bjarga sér eftir föngum, og mörgum tókst það líka, þrátt fyrir torfærurnar, sem fyrr var getið, að komast klakklaust til lands. Um leið og búið var að hrekja útbyrðis alla hestana, tókst skipshöfninni loks, með aðstoð hermannanna, að koma aðalbátnum á flot og voru settar í hann konurnar og börnin öll, sem með skipinu voru. Menn geta gert sér í hugarlund sársauka skilnaðarstundarinnar — séð í anda smábörnin slitin grátandi frá feðrum sínum — hermönn- unum — sem reyndu að brosa við þeim að skiln- aði og telja kjark í ástvini sína. Kveðjunum varð að hraða, dauðinn var nálægur, hver mín- úta dýrmæt. Báturin* var sloppinn nauðuglega frá hinu ólánssama skipi, þegar skyndilega kvað við brestur. Skipið brotnaði í tvennt á móts við siglutréð að framan og stóð fremmri hlutinn nær lóðréttur eftir, með bugspjótið upp á loftið. Reykháfurinn féll fyrir borð og braut í fallinu þilfarspallinn yfir drifhjólum skipsins stjórn- borðsmeginn, ásamt bátnum, sem þar var, og kramdi til bana mennina, sem enn voru að bisa við hinar ryðguðu bátsuglur. Það dró óðum að endalokum. Aðeins 12—15 mínútur voru liðnar, síðan skipið hafði strand- að. Enn tókst að koma á flot tveim bátum, áður en skipið sökk. Var þeim róið, eins og hinum bátnum, í nokkra fjarlægð frá skipinu og þar beðið eftir tækifæri, til að bjarga þeim sem unnt yrði, þegar skipið væri sokkið. Salmond skipherra gaf nú skipun um, að allir, sem að vinnu voru á neðri þiljum skipsins, skyldu mæta á afturþilfarinu, þar sem her- mennirnir stóðu, eins og fyrr var getið, fylktu liði. Þeim var ljóst frá byrjun, að þeir biðu hér dauða síns — en þeir tóku með karlmennsku hinum ömurlegu forlögum sínum og trúir her- aganum til hinnstu stundar teiguðu þeir til botns hinn kvalafulla bikar sinn — 15 mínútna biðtíma, fylltan ógn og skelfingu. í vitnisburði Capt. Wright segir um þetta meðal annars: „Regla sú, sem um borð ríkti frá því að skip- ið strandaði, unz það hvarf að lokum í djúpið, tók fram öllu því, sem ég hafði hugsað mér að hæg væri að ná, jafnvel með hinum strangasta heraga. Og hún var sérstaklega athyglisverð, þegar þess er gætt, að meginhluti hermann- anna voru nýliðar í hernum. Hver og einn gerði skyldu sína möglunarlaust. Foringjarnir fylgdu út í æsar skipunum, sem þeim voru gefnar, eins og verið væri að flytja liðið á skipsfjöl, en ekki til hinnstu hvílu á hafsbotni. Munurinn var að-

x

Sjómannadagsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.