Sjómannadagsblaðið

Årgang

Sjómannadagsblaðið - 07.06.1942, Side 55

Sjómannadagsblaðið - 07.06.1942, Side 55
I SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 35 Ásgeir Sigurðsson: Sameinaðir stöndum vér Nokkur undanfarin ár hefir sú nýbreytni ver- ið tekin upp, að halda sérstakan Sjómannadag. Þykir sjómönnum mjög vænt um hann, og lifa í voninni um, að margt gott megi af honum leiða. Svo mikið er víst, að allir þeir, sem þess eiga nokkurn kost, munu þá safnast saman til sameiginlegs gleðskapar og til þess æ betur að treysta bönd vináttu og samstarfs. Er óhætt að fullyrða, að þessi hátíð sjómann- anna hefir í alla staði farið drengilega og vel fram að undanförnu, og verður að vona og treysta því, að svo verði framvegis. Á þessum degi hafa allir sjómenn klæðzt í hátíðaskap og gleymt daglegu striti og öllum erjum. Við þetta tækifæri hafa sjómenn og út- gerðarmenn staðið hlið við hlið og talað til þeirra, er á hafa viljað hlýða. Er það gleðileg- ur vottur þess, að sá skilningur er að blómgast, að það sé báðum fyrir beztu. Sjómannadagsráðið hefir nú færzt eigi alllít- ið í fang, þar sem um er að ræða byggingu hvíldarheimilis fyrir uppgjafasjómenn, þannig að ágóði Sjómannadagsins renni til þessarar fyrirhuguðu byggingar. Hefir ráðið og beitt sér fyrir fjársöfnun almennt í sama augnamiði. Er það fögur og drengileg hugmynd og verður að vona, að allir góðir íslendingar ljái máli þessu lið, eftir beztu getu. Enda þótt margt af því, sem fram fer á Sjó- mannadaginn í höfuðstað landsins, fari fram hjá stéttarbræðrum okkar úti um land, munu þeir samt á sinn hátt taka þátt í þessum hátíða- höldum og eftir því sem efni standa til. Sam- kvæmt fréttum, er borizt hafa a“f framkvæmd- um í þessum efnum á undanförnum árum, hefir víða verið myndarlega á málunum tekið, og þeim, sem að þeim stóðu, til sóma. Æskilegast væri auðvitað, ef þess væri kostur, að allir gætu mætt á einum stað, en því verður eigi við komið fyrr en einhverntíma í framtíðinni, þegar vega- lengdir og tími verða aukaatriði, en það verður að sjálfsögðu þegar við förum að eignast risa- flugvélar, eins og stóru þjóðirnar. Þá getum við haldið hátíðlegan dag þennan á Þingvöllum, ef svo byði við að horfa. Óska ég þess svo að lokum, að dagurinn megi verða öllum sjómönnum og venzlafólki þeirra dagur gleði og ánægj'u, og þjóð vorri sannur heilla-dagur. Frá sið'asta Sjómannadegi: Biskupinn, hr. Sigurgeir Sigurðsson, flytur ræðu.

x

Sjómannadagsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.