Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 03.06.1951, Síða 29

Sjómannadagsblaðið - 03.06.1951, Síða 29
sem hrekjast að ströndinni og brjóta þar skip sín. Svo og þeirra sem um sandinn hrekjast vegalausir og viltir. Það er skipbrotsmannaskýli, búið vistum og klæðum, fyrir þá sem í nauðum eru staddir. En við viljum skyggnast dýpra í sögu Höfðans, eins og hann er kallaður í daglegu tali, þeirra sem hafa hann oftast fyrir sjónum. Við viljum kynnast þeim betur, sem byggðu Hjörleifshöfða, löngu áður en hjálpfýsi og náungans kærleikur, fékk það form sem nú er algengast og sjálfsagðast, að allir leggi hönd á plóginn. Allir þekkja hið litla sem til er af sögu Hjörleifs, örlög hans og skapadægur. Við vitum að næstur nam land við Höfðann, maður er Ölver hét. Eftir það vitum við ekki um nöfn þeirra er þarna bjuggu. Næst or getið um ábúanda að Hjörleifshöfða árið 1721. Hét sá Ólafur Ólafsson. Þá tók af bæinn þar, er Katla gaus þ. 11. maí 1721. Bærinn stóð sunnan í fögrum hálsi, vestan undir svokölluðum Bæjar- stað, þar fór fjós með 10 gripum og mest allt sauðfé, en manntjón varð ekki. Einnig fór túnið °g allar engjar. Eftir þetta féll niður byggð í Höfð- anum um 30 ára skeið, en þá reisti þar bú Þor- valdur Steinsson, en hafði nú bæinn uppi á fjall- Jnu, þar sem hann hefir staðið síðan. Sagt er, að til ársins 1311 hafi sjór legið fast UPP að Hjörleifshöfða og Landnáma getur um fjörð innmeð bænum að vestan. Einnig herma sagnir, að Hjörleifur sé heygður þar sem hæst ber a Höfðanum, enda ekki ótrúlegt, því sá var siður naargra fornmanna. Árið 1832 fluttu þau hjónin Loftur Guðmundsson og Þórdís Markúsdóttir, að Hjörleifshöfða. Sonur þeirra Markús var þá 4 ára. 01 hann allan aldur sinn í Höfðanum og gerði garðinn frægann fyrir margra hluta sakir. Hefir hann mörgum fróðleik til haga haldið, svo sem rit um jarðelda á íslandi, ýmsar sagnir og afritað fátíðar sögubækur. Hann var að ýmsu leyti braut- riðjandi í Slysavarnastarfsemi. Hann hafði þann hatt á, að kyrrsetja gesti sína, þar til honum þótti veðurútlit þannig, að fært væri að leggja á sand- inn og aldrei vildi hann neitt taka fyrir greiða- semi sína og gestrisni. Hann var og trygglyndur °g ráðhollur, enda leituðu margir ráða hjá hon- um. Markús var fyrirhyggjusamur með afbrygð- um. Þá er hann fann, að líða mundi að æfilokum, lét hann hlaða grafreit mikinn á þeim stað, sem talið er að haugur Hjörleifs hafi staðið, er þar víðsýnt mjög. Má þar sjá yfir mikinn hlutaVestur- Skaftafellssýslu og lengra austur t. d. Öræfajökul. Grafreitur Markúsar Loftssonar. Er ekki ólíklegt, að hann hafi hugsað líkt og Hálf- ur konungur. „Heyja skal mig hafs við strönd háu bjargi á, víðsýninu vanur, var ég æsku frá“. Þessi grafreitur sem hann lét byggja þarna og hann er heygður í, er í sjálfu sér mikið mann- virki og talandi vottur um þá verklægni, mann- vit og orku. sem sá maður er verkið framkvæmdi, hlaut að hafa til að bera, en það var Hallgrímur Bjarnasonj Suðurhvammi, Mýrdal. Hann varð eftirmaður Markúsar í Höfðanum og giftist ekkju hans Áslaugu Skæringsdóttir. Hann er nú 82 ára gamall og ern vel. Ekki þætti mér ólíklegt þótt margur ferðamaðurinn, sem þýtur um í bifreið, myndi vilja leggja smá lykkju á leið sína og skoða þetta haglega gerða mannvirki, sem gnæfir við himinn með stórri vörðu eða turni, svo og hið myndarlega skipbrotsmannaskýli sunnan undir Höfðannum. Byggð hefir nú legið niðri í Hjörleifs- höfða um 14 ára skeið, en hver er kominn til að segja, nema að hið forna landnám Hjörleifs eigi eftir að byggjast blómlegum býlum frá fjalli til fjöru. Vegir Þróunnarinnar eru órannsakanlegir. ----O------ SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 9
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Sjómannadagsblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.