Sjómannadagsblaðið

Ukioqatigiit
Ataaseq assigiiaat ilaat

Sjómannadagsblaðið - 03.06.1951, Qupperneq 33

Sjómannadagsblaðið - 03.06.1951, Qupperneq 33
Endalok „Flotans ósigrandi". Góz og víf og lönd og líf látum fyrir hið rétta; guð mun mest með blíðu bezt bæta oss aftur þetta.1) Þetta var þá innræti og hugsunargangur þeirra ®anna, sem þá voru uppi á Vestfjörðum. Við skulum nú snúa okkur að Spánverjunum og þeirra atvika, sem leiddu til þess, að þeir voru vegnir. Hvalveiðar voru stundaðar á Islandi í fornöld af miklum móð, eins og sjá má af ýmsum ákvæð- um í hinum elztu íslenzku lögum. Fóstbræðra- saga sýnir, að aðal hvalveiðisvæðið hér við land hefur verið útaf Hornströndum og svo var það um margar aldir. Fram undir 1600 munu fáar eða engar þjóðir hafa kunnað til hvalveiða nema Islend ingar og Norðmenn. En um þetta leiti, hefja Spán- verjar (Baskar) hvalveiðar í norðurhöfum í miklu stærri stíl og með stórvirkari aðferðum, en áður hefur þekkst. Er ekki að efa, að öfundaraugum hefur verið á þetta litið af löndum okkar, sem ekkert áttu til neins. ^yrstu sagnir af Spánverjum (Böskum) hér við land, var árið 1613 er þeir virðast hafa hafið hval- veiðar útaf Vestfjörðum, og kynntu þeir sig þá strax að ofbeldi, rupli og ránum, án þess, að lands- menn virtust gera hið minsta á hluta þeirra. Leiddi þetta til þess, að Kristján IV, hinn röggsami konungur vor, fyrirskipaði landsmönnum, að ráða þessa íllvirkja af dögum. í boðskap hans segir svo: 1) Sjá Magnúsarsögu prúða, eftir dr. Jón Þorkelsson. „Og svo að hægt sé að hrinda af sér og varna slíku ofríki og ráni, þá höfum vér af náð vorri leyft og lofað lénsmanni vorum á hinu fyrrnefnda landi voru, íslandi, og þegnum vorum. borgurum þeim, sem verzla í þessu landi, að þeir megi vinna á þessum illviljuðu kumpánum, sem leitast við að ráðast á og ræna og rupla þegna vora í höfnum vorum og krúnunnar og á landi voru íslandi, sem áður er minnst á, að þeir megi taka skip þeirra og leggja þá að velli með hverju móti og á hvern hátt, sem vera skal. Eftir þessu á hinn fyrrnefndi lénsmaður vor á hinu fyrrnefnda landi voru, og hinir fyrnefndu þegnar vorir, að haga sér og hegða“. Gefið út í Friðriksborg 30. apríl 16Í5. Hér er ekki verið að klípa utan úr því. Spán- verjarnir eru úrskurðaðir réttdræpir hvar sem í þá næst. Talið er þó, að fjögur spönsk skip hafi haft konungsleyfi til að leita hafnar í landinu ef áhafnirnar yrðu „meinlausum meinlausir". Vorið 1615, voru 16 spönsk hvalveiðiskip, að veiðum úti fyrir Hornströndum og á Húnaflóa. Lentu þau þama í hafísum, því þetta var ísár mikið og ótíð til lands og sjávar. A hverju skipi voru margir hvalabátar til veiðanna. Jón lærði segir, að tveir hvalabátar hafi einu sinni hrakist frá móðurskipinu, sennilega innundir Steingríms- fjörð, en út við Eyjar, munu hafa legið nokkur íslenzk skip í hafísteppu, og gerðu áhafnir þeirra aðsúg að Spánverjunum, en urðu frá að hverfa, líklega af því að, Spánverjarnir höfðu skotvopn, eða landarnir ekki reynzt nógu illskeyttir, þegar á SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 13
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Sjómannadagsblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.