Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 03.06.1951, Síða 44

Sjómannadagsblaðið - 03.06.1951, Síða 44
gjörningar voru þetta. Það var hreint og beint eins og hlöðunni og húsunum hefði verið kippt burt úr umhverfi sínu. Þáð var ekki laust við að fárán- legustu hjátrúarvillur ásæktu huga minn. Ég hafði heyrt að hlíðin hérnamegin Seyðisfjarðar, héti Sjötúnahlíð, en ég hafði líka heyrt að væri reimt þar. Ég fann að mjúkt var undir fæti líkt og ég gengi í hálfþurri mýri. Ég var löngu hættur að reikna út hvert spor mín lægu, en hugsaði með mér, að ef ég hefði þol til að rangla alla nóttina myndi ég sennilega rekast á húsin, að minstakosti væri mér borgið er dagur rynni. Allt í einu rakst ég á einhverja heljarmikla þúst, eitthvað mjúkt og þyalt, mér raxm kalt vatn á milli skinns og hörunds og datt í hug einhver óvættur, ég hleypti í-mig kjarki og þreifaði betur á þessu, og nú gat ég ekki annað en hlegið með sjálfum mér, þetta reyndist aðeins. venjuleg heysáta. Vegna undan- genginna óþurka hafði fólkið sætt upp hey á engj- unum. Þá hlaut ég að vera sunnan við bæinn. Mér fanst að það hefði heldur lygnt og rigningin var ekki alveg eins stórgerð og þóttist ég geta af því ráðið, að ég væri kominn alllangt inn með Sjö- túnahlíð“ og fjallið væri farið að veita skjól. Mér datt nú í hug, að gera úrslitatilraun til að kom- ast til manna og tók nú stefnu frá einu heysætinu. Það var ömurleiki og hálfgert vonleysi í huga mín- um og ég var svo illa á mig kominn sem hugsast gat, kaldur, svangur, hrakinn og viltur. Ég gekk og gekk, hægt og fálmandi fet fyrir fet ýmist á fjórum fótum eða uppréttur, mér fannst ég hafa gengið óraleið, raunar gat það hafa verið smá spotti, ég veit það ekki ,en mér fannst það taka marga klukkutíma. Allt í einu fannst mér myrkrið verða enn þá svartara, mér fannst eins og einhver undarleg ógn stafaði af því og ósjálfrátt fór ég enn þá varlegar, ég fann, að harðara var undir fæti og að smá steinnibbur urðu fyrir fótum mínum, ein af þessum nibbum varð mér að fótakefli og ég slettist áfram og lá á maganum, ég lá grafkyr augnablik þá fór ég að fálma út í loftið, upp og niður. Þar var ekkert nema loft, hendur mínar fálmuðu í blauta bergbrún til hliðanna. Ég hlaut að hanga hálfur fram af einhverju hengiflugi. Þó að mér yrði mikið um þessa uppgvötun, fór ég samt að þreifa út í loftið og hlusta, en færði mig samt örlítið til baka áður. Eftir að hafa hlustað og þefað af öllum lífs- og sálar-kröftum í langan tíma fannst mér ég geta greint hljóð einhversstað- ar langt fyrir neðan mig, hljóð sem mest líktist því er bára gjálfrar við stein. Það var ekki um að villast, ég lá fram á sjáfarhömrum, hvar hafði ég ekki hugmynd um. Þetta var óhagganleg stað- reynd og raunaleg, því að nú var ég enn þá viltari en áður, ef það var þá hægt. En kuldinn rak mig til að taka einhverja ákvörðun, ég ákvað að reyna að fara sem næst því sömu leið til baka í áttina að heysátunum, þær voru nú mitt einasta athvarf, ef ég þá fyndi þær aftur. Ég varð gagntekin af einhverri óljósri óhugnanlegri tilfinningu, mér varð smátt og smátt ljóst, að ég var nýsloppinn úr bráðri lífshættu, það hafði munað mjóu, að ég ekki hrapaði inn í eilífðina. Ef ég aðeins hefði árætt að fylgja bergbrúninni, hefði ég hlotið að komast að naustinu, því að þess þóttist ég fullviss, að þetta væru sjávarhamrar, hafði bæði fundið þanglykt og heyrt bárugjálfur. Er ég var á að geta 100 metra frá bergbrúninni fór heldur að grisja í þetta svartnættismyrkur, svo að ég sá nokkur fótmál'frá mér og fór ég þá að fara greiðara. Mér datt nú í hug, að hóa, ef ské kynni að faðir minn væri einhversstaðar að leita að mér. Mér fundust mín eigin hljóð einkennileg og annarleg og hljóma draugalega ,en ekki tjáði að seja það fyrir sig. En ekkert heyrðist, ekkert nema þyturinn í vind- inum, sem þaut ömurlega og ýlfrandi gegnum gis- in stráin í mýrinni. En jafnframt varð mér ljóst, að nú var að birta af degi og það var eins og nýtt líf færðist um mig allan, ég fór að berja mig utan eins og ég hafði þol til, til að fá í mig hita og svo fór ég að hlaupa í sprettum hingað og þangað. Rakst ég brátt á heysætin og hóaði nú sem ákafast. Einhverstaðar í fjarska þóttist ég heyra svarað og tók til fótanna í þá átt sem mér heyrðist hljóðið koma úr. Ekki fann ég þreytu í fótunum, en því meir til svengdar. Nú var orðið vel hálfbjart og ég hóaði á hlaupunum Nú heyrði ég greinilega að það var faðir minn sem hóaði á móti, og brátt sá ég hvar hann kom á móti mér í grárri morgun- skímunni. Datt mér í hug er ég sá hann að hon- um mundi sízt hafa liðið betur en mér þessa nótt. Urðu þarna fagnaðarfundir og spurði hann mig spjörunum úr, ég sagði allt eins og var um mínar ferðir, nema að ég sleppti að minnast á hamrana sem ég hafði verið að vega salt á. „Ég var farinn að óttast að þú hefðir lent fram af hömrunum hérna inn á hlíðinni.“ Eru háir hamr- ar þar? spurði ég og lét sem ég vissi ekki.. „Já, þverhnípt niður í fjöru“, svaraði hann. Við geng- um inn til bæjar, klukkan var um 8 og fólk að fara 24 SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Sjómannadagsblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.