Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 03.06.1951, Síða 60

Sjómannadagsblaðið - 03.06.1951, Síða 60
S j ómannadagskabarettinn er fenginn var erlendis frá og í voru sumir þekktustu loft- fimleikamenn Norðurlanda vakti mikla hrifningu áhorf- enda, sem margir hverjir höfðu aldrei skemmt sér svo vel á ævi sinni. Góður ágóði varð af sýningunum og rennur hann í byggingarsjóð Dvalarheimilis aldraðra sjó- manna. Sjómannadagsráðið hefur sótt um leyfi til kabarettsýninga í haust og mun einnig verða mjög vandað til þess prógrams. rólega og auðvitað myndi vindurinn bera það upp á tjörnina og þar myndum við vera eins og örkin hans Nóa, en ég ætlaði mér að nota áramar og seglið til að ráða ferðinni, og nota tækifærið til að sigla því á óhultan stað. En ég bjóst fastlega við árás úr annari átt en frá hafinu, er upp á tjörn- ina væri komið, ég vissi um hinn ótölulega aragrúa allskonar kvikinda, sem í tjörninni bjuggu og trúði því fastlega að það væru hinar illræmdustu mannætur, og auðvitað myndu þær strax hefja árás á „Örkina“, og þá en ekki fyrr ætlaði ég að nota járnkarlinn til þess að brjóta gat á þakið og flytja þangað upp, því að við illþýðið úr tjörninni þorði ég ekki að berjast í návígi og bjóst ég við, að fljótt yrði neðri hæðini álíka heilnæmur ormagarð- ur, og sá sem Ragnar Loðbrók var settur í forðum. Nú var farið að reyna að svæfa okkur systkini, og gekk það furðu vel við þau yngri, en ég þóttist sofa, því allt annað þorði ég en að sofna. Alltaf ágerðust ólætin úti, það hrikti og brakaði í húsinu undan storminum og sjólöðrið lamdi þekjuna, ég gægðist undan sængurhorninu og sá að faðir minn stóð alklæddur við gluggann og rýndi út í myrkrið •eins og hann væri að mæla fjarlægðina frá hinum hrímfextu freiðandi úthafsöldum. Nokkru seinna hrökk ég við, það heyrðust brestir og brothljóð, <og húsið eins og riktist til, ég taldi mér nú afsakan- legt að líta upp, og sá að móðir mín var líka risin upp til hálfs í rúminu á móti, og hún horfði spyrj- andi á föður minn. Hann sagði rólega „þetta var gluggagarmurinn niðri“. Nú heyrðist greinilega hvernig sjóþunginn skall á búðargaflinum. Rétt á eftir heyrðist annar brestur miklu ferlegri, en hinn fyrri, var því líkast sem einhverju ógnar- flykki væri varpað með afli á húsið. Nú sá ég að föður mínum stóð ekki á sama, hann snaraðist að stigagatinu og opnaði hlerann og ætlaði niður, en hætti við aftur eftir að hafa horft niður dálitla stund. Þaðan mátti nú heyra skvamp mikið og heyrðust stundum sog og ámátlegar stunur, og fór mér nú ekki að verða um sel. Faðir minn lokaði hleranum og gekk aftur að glugganum, sagði um leið: „það er verst ef hann brýtur bátana“,. og var áhyggjuhreimur í röddinni. Eg skyldi þetta sjón- armið hérumbil, því að ég vissi, að ef ekki var hægt að fara á sjó, þá þýddi það sult, svo mikið hafði ég lært af reynzlunni. Nú hvað við hver bresturinn eftir annann og var eins og allt ætlaði af göflunum að ganga, „það eru bátarnir“, sagði faðir minn sorgblandinni röddu. „Væri ekki rétt að koma börnunum yfir“, hvíslaði móðir mín, en faðir minn var eins og annars hugar, hann svaraði eftir stundarkorn: „Við sjáun nú hvað setur“, svo varð löng þögn. Ég bjóst alltaf við að húsið færi nú að fljóta, en það ætlaði að dragast. Það voru nú farnar að koma allharðar sjógusur á gluggann okkar og mér sýndist gaflinn svigna við í hvert skifti. Ég sá að móðir mín reis upp og byrjaði að 40 SJÓMAN nadagsblað ið
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Sjómannadagsblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.