Sjómannadagsblaðið

Volume

Sjómannadagsblaðið - 03.06.1951, Page 61

Sjómannadagsblaðið - 03.06.1951, Page 61
Frá Sjómannadeginum á Akureyri. Slysavarnasveit kvenna Akureyri og Sjómannadagsráðið kepptu í handknattleik. Kvennadeildin vann með 4:2. Nöfn talin frá vinstri: Bjarni Vilmundarson, Otto Snæ- björnsson, Yngvi Árnason, Jón Hinriksson, Kristján Kristjánsson, Lórenz Halldórsson, Steindór Jónsson, Pálína Lorenzdóttir, Ásta Vilhjálmsdóttir, Bára Þorsteins- dóttir, Jóna Sigurðardóttir, Jónína Sigtryggsdóttir, Margrét Guðlaugs- dóttir, Jórunn Guðmundsdóttir. Róðrasveit vélstjórafélagsins: Sigmar Benediktsson, Vigfús Vig- fússon, Stefán Hörgdal, Eggert Ólafsson (stýrim.), Jóhann Þorsteinsson, Jón Sigurðsson, Jón Hannesson. Róið var 500 metra. Tími 2 mín. 33,2 sek. klæða sig. „Ég held í öllu falli að ég verði að hita okkur kaffisopa“, sagði hún. Ég var nú farinn að Venjast þessum ósköpum, svo að svefninn sigraði mig> en allt í einu fannst mér húsið liftast upp °g svífa í lausu lofti. Ég hentist upp og fram á golf og ætlaði að fara að hypja mig í fötin, nú fanst mér að við hlytum að vera komnir upp á fjÖrn. „Hvað er að þér góði minn“, sagði móðir niín og kom til mín og strauk mér blíðlega, ndreymdi þig eitthvað illa“. Erum við ekki komin UPP á tjörn, spurði ég forviða. „Nei, það held ég ekki góði minn, húsið er víst kyrrt á grunninum ennþá , svaraði móðir mín og tók mig í fang sér og lagði mig aftur í rúmið. Faðir minn stóð við gluggann, með kaffibolla í hendinni og horfði út eins og áður. „Þetta fer nú að verða búið, það er komið flóð“, sagði hann eins og hughreystandi. „Hvað ætli geti valdið þessu óskaplega flóði“, spurði nú móðir mín, ég veit ekki, sennilega flóð- bylgja“, svaraði faðir minn hugsandi. Það smá dró nú úr öllum þessum ósköpum, eftir því sem fjaraði út og svo lægði mikið storminn, með út- fallinu. Það var ófagurt um að lítast daginn eftir. Vélbátar og uppskipunarbátar í einni þvögu. allt meira og minna brotið. Það hefði ekki verið ömur- legra útlitið eftir stórkostlega loftárás hvað mann- sjómannadagsblaðið 41

x

Sjómannadagsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.