Sjómannadagsblaðið

Ukioqatigiit
Ataaseq assigiiaat ilaat

Sjómannadagsblaðið - 03.06.1951, Qupperneq 62

Sjómannadagsblaðið - 03.06.1951, Qupperneq 62
virki snerti. Hús og skúrar voru meira og minna brotin. Öllu ægði saman á þorpsgötunni, þaradyngj um og spýtnarusli, flekum og spreki úr brotnum bátum. Og nú var fjölskrúðugt um að lítast á yfir- borði tjarnarinnar, sem nú var töluvert hærra en áður. í augum okkar strákanna var nú tjörnin orðin að dásamlegu Gósen-landi, þar sem öll heims- ins gæði voru fáanleg. Þar var margur gripur, sem við höfðum fullann hug á að nálgast, í það minsta að bjarga til strandar. Við bundum saman öll þau sköft sem í náðist og einhvern krókræfil á endann, og svo hófst björgunarstarfið. En lítið gerðum við að því að vaða, því að við bárum tilhlýðilega virð- ingu fyrir íbúunum í neðri byggðunum. Annars hafði ég nóg að starfa á heimavígstöðvunum fyrsta daginn, því að í beitningaskúrunum, undir loftinu okkar var hnédjúpt vatn, eða réttara sagt sjór, því það var niðurgrafið um hálft annað fet. Stóð ég í miðjum stiga með fiskihaka í ann- ari hendinni, en strákóstinn í hinni og dró aflann að landi, og var hann í mínum augum ekkert smáræði, því að margskonar gersemar höfðu leit- að sér athvarfs þarna um nóttina. Seinna um daginn fékk ég mér til aðstoðar hjálpar og ferju- mann, sem flutti mig endurgjaldslaust úr stigan- um og út á stétt, eftir því sem ég taldi mig þurfa. Var það unglingspiltur í klofháum leðurstígvélum, sem sendar hafði verið á vettvang til að ausa útur skúrunum og taka til hendi. Daginn eftir var komið logn og ládeyða, búið að ausa úr skúrunum og byrjað að ditta að því sem hafði brotnað og bilað. Hélst ég nú ekki lengur við heima, en tók björgunartæki mín og hugðist að sameinast hin- um er störfuðu við hinn mikla ódáinsakur Tjörn- ina. En nú kom bobbi í bátinn því að ég fékk ekki að fara, nema að taka systur mína með, sem var tæplega þriggja ára og skildi ég gæta hennar af mikilli kostgæfni. Gæzlustarfið lægðist illa í mig og reyndi ég öll möguleg undanbrögð, en fékk ekki að gert. Er ekki að orðlengja- það, að leið okkar lá út að tjörn, og eftir skamma stund var ég með allann hugann við að bjarga stórum lóða- bala sem flaut þarna tignarlega innan um spýtna- brak, eins og stórt beitiskip innan um róðrabáta. Varð ég að vera á eilífum þönum fram og aftur, því eins og að líkindum lætur krafðist slíkt stór- virki mikilla athafna. Eg hafði skipað systur minni að standa í hæfilegri fjarlægð og varð nú af tilvilj- un litið þangað sem hún átti að vera. Hún var þar ekki, ég lítaðist um, en gat hvergi komið auga á litla hrokkna kollinn hennar. Þá varð mér litið á einn félaga minn, sem var að draga einhverja flyksu á land, sem líktist, já, mér til ósegjan- legrar skelfingar sá ég að það líktist helst systur minni. Hún lá nú þarna hreifingarlaus og náhvítt andlitið skar svo annarlega af við þara bynginn sem hún hvíldi á. Eg stóð og horfði á þetta eins og lamaður, ég gat hvorki hreift legg eða lið, svo mikið varð mér um þetta. Eg sá eins og í þoku að ein grannkona móður minnar kom hlaupandi, greip systur mína í fang sér og hljóp sem fætur toguðu með hana til mín. Er hún var horfin, fór ég fyrst að geta hreift mig og hugsað, hjarta mitt sló og barðist í angist, var hún dáin, höfðu ormarn- ir verið búnir að naga hana til dauða, ég bar langt- um meiri hvíðboga fyrir því, en að vatnið hefði valdið henni tjóni. Ómótstæðileg löngun ásótti mig til að vita hvernig systir mín liti út, eða hvort hún væri lífs eða liðin. Allur ótti við líkamlega refs- ingu hvarf mér og varð að vikja fyrir þessari þrá, og eins og í svefni byrjaði ég að vaga heim á leið, ég hafði ekki einusinni rænu á að taka með mér hakann og strákústinn, sem þó voru mér dýr- mæt eins og sakir stóðu. Ef þessar hryllilegu mannætur tjarnarinnar hefðu nú étið af systur minni hendur og fætur og kanski nefið, en það fanst mér verst af öllu, það myndi ég aldrei geta fyrirgefið þeim. Er ég rak hausinn upp úr lofts- gatinu, sá ég að móðir mín stóð við borðið við gluggann og var að þvo systur minni hátt og lágt, hún hristi hana annað slagið og barði laust á herð- ar henni, svo snéri hún henni við og andlit litlu stúlkunnar blasti við mér. Þeirri sjón gleymi ég ekki meðan ég lifi. Ut um nef og eyru höfðu skrið- ið ótölulegur aragrúi af alskonar ormum og pödd- um, en nefið var heilt og hvergi sást étið hold. Þvílík undur, ég læddist á tánum til móður minn- ar og greip skjálfandi höndum í pilsfald hennar. Hún, leit á mig sorgbitin, en sagði ekki neitt og hélt verki sínu áfram. Allt í einu fór systir mín að bæra á sér, svo hóstaði hún og upp úr henni rann mikið af gruggugu vatni. Mér létti ósegjanlega, nú vissi ég að litla telpan var lifandi. Ég tók aftur gleði mína og systir mín hrestist smátt og smátt eftir þessar hrakfarir og meir að segja slapp ég við hegningu, enda sýndi ég ótvíræð iðrunarmerki. En eftir þetta var tjörnin í mínum augum sauð- meinlaus forarpollur, sem meir að segja óhætt var að vaða í ef nauðsyn krafði. 42 SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Sjómannadagsblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.