Sjómannadagsblaðið

Årgang

Sjómannadagsblaðið - 03.06.1951, Side 63

Sjómannadagsblaðið - 03.06.1951, Side 63
I Virkinu í Norðri, er sagt frá því, er stjórskipið Lancastria, flutti fyrsta setuliðið frá íslandi. Að lokinni viðdvöl hér, hélt skipið beint til Frakklands til að hjálpa til með að flytja á brott brezka herliðið undan sókn Þjóðverja. Samtals voru fluttir 178 þúsund hermenn yfir til Bretlands, þar af 42 þúsundir Pólverjar. í endurminningum Churchills, segir svo „Hryllilegt atvik kom fyrir hinn 17. júní, í St. Nazaire. Sprengjur féllu á og kveiktu í 20 þúsund málesta hafskipinu „Lancastria“, með um 5000 hermenn innan burðs, er það var að leggja úr höfn. Logandi olíubrákin breiddist út frá skip- ’nu og um 3000 menn fórust þarna. Hinum var bjargað með mikillri hugprýði af smærri skipum, þrátt fyrir stöðugar loftárásir. Er mér barst þessi frétt, í kyrrð ráðuneytis herbergisins um eftirmiðdaginn, lagði ég bann við því, að hún yrði birt og sagði: — Blöðin hafa fengið nóg af helfregnum og válegum tíðindum, í dag að minnsta kosti. — Það var ®tlun mín að birta fregnina nokkrum dögum síðar, en rás viðburðanna varð svo ör og raunaleg, að ég gleymdi að afnema bannið við birtingunni, svo að nokkur ár liðu, þar til þessi hryllilegu tíðindi urðu almenningi kunn“. VIRKIÐ í NORÐRI Saga íslenzku sjómannanna á stríðsárunum. Ein af þeim athyglisverðustu bókum er útkomu hér um síðustu áramót, má tvímælalaust telja síðasta hefti Virkisins í Norðri (Sæfarendur), sem er saga íslenzkra sjómanna á stríðsárunum. Þess krefjast menn af góðum bókum, að þær seu annaðhvort til skemmtunar nytsemdar eða fróðleiks, og bezt þykir, þegar slíkt er að finna hjá einni og sömu bókinni. Sumar bækur eru og þeim kostum búnar, að hvort sem manni líkar það betur eða ver sem í þeim seendur, þá má maður ekki án þeirra vera, af því að þær geyma í sér samansafnað- an h'óðleik eða heimildir, sem ekki er annarsstaðar að finna. Slík bók er Virkið í Norðri, hið mikla ritverk Gunnars M. Magnússonar um ástandsárin, en t>riðja og síðasta bók hans um þetta efni fjallar eiugöngu um siglingar íslenzku sjómannanna á haettusvæðinu og viðskipti þeirra við setuliðið. (Með þessu síðasta hefti er ritverkið orðið rúmar 1200 blaðsíður). Höfundur, sem sjálfur hefir verið sjómaður, hef- lr gert sér mikið far um að segja sem nákvæmast °g hlutlaust frá atburðum og hefir í þeim efnum ekkert hirt um, hvort einhverjum er málið snertir kemur það betur eða verr, ef frásögnin með því gæti orðið sem sannsögulegust. Hefir honum tek- ist, að viða að sér ótrúlega mikilli vitneskju og skipa efni vel og skilmerkilega niður og halda réttri dómgreind um orsakir og afleiðingar atburða, sem útaf fyrir sig hefir ekki verið lítill vandi, að kafa í því moldviðri af áróðri og blekkingum er huldu alla atburði á þessum árum, margt mun þó vera frásagnarvert, sem ekki er enn komið fram í dagsljósið. Hvað sjómennina snertir, þá er sú frásaga sem þarna birtist um siglingar þeirra á hættusvæðinu, ekki nema hálfsögð saga, en höfundurinn verður tæpast ásakaður þó hann skrifi ekki um það, sem hann ekki veit, og honum er ekki sagt frá. Sjó- mennirnir íslenzku geyma enn margt með sjálfum sér, sem vonandi verður seinna getið, af því það eru frásögur þeirra sem lifðu af hildarleikinni, sú saga er enn að mestu leiti óskráð. En jafnvel fyrir þá, getur Virkið í Norðri verið stuðningur, seinna meir. Virkið í Norðri er bók, sem allir þurfa að eiga. Hafi höfundur þökk fyrir rit sitt. SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 43

x

Sjómannadagsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.