Sjómannadagsblaðið - 07.06.1964, Side 15
Útgefandi:
SJÓMANNADAGSRÁÐ
Ritstj. og ábyrgðarm.:
Halldór Jónsson. Guðm. H. Oddsson.
ÚTGEFANDI:
SJÓMANNADAGSRÁÐIÐ
Sjómannadagsblaðið
7. júní 1964 — 27. árgangur
Pétur Sigurðsson, form. Sjómannadagsróðs:
Ritnefnd:
Garðar Jónsson. Jónas Guðmundsson.
Júlíus Kr. Ólafsson.
Horft um öxl og fram á við
ALÞVÐUPRENTSMIÐJAN H-F
EFNISYFIRLIT
Horft um öxl og fram á við . . 1
Máfurinn hvíti ................. 3
Skipastóll íslendinga árið 1963 4
Sjómannadagurinn í Reykjavík
1963 5
Minnisvarði sjómanna reistur á
Kirkjusandi .................. 8
Fimmtán ára nemendur Stýri-
mannaskólans.................. 9
Oldubikarinn ................... 9
Sjóslys og drukknanir........... 10
Víða liggja vegamót ............ 11
Fiskirannsóknarskip ............ 12
Hafnarborgir ................... 13
Orustan um Sevastopol......... 14
Beinhákarlinn, saga ............ 16
Hljóðmerkja- og talmagnari ... 17
Neyðarmerkjaraketta ............ 17
Sjómannaskólinn í Reykjavík . 18
Skipafréttir................... 20
Minningar og kveðjur .......... 22
Fastheldni — Reglusemi .... 23
Bergtröllið á Skagafirði...... 24
Hóf síldveiðiskipstjóra 1963 . . 28
Dvölin var köld og þungleg þar 30
í hákarlalegu ................. 30
Lítil ferðasaga ............... 34
Fiskveiðar Faereyinga ......... 36
Heiti skipafélaga .............. 37
Samvinna er „allt sem þarf“ . . 38
Elzta siglingasaga veraldar ... 39
A veiðum í Lusitaniu........... 40
Nýjungar í veiði og veiðarfæra-
tækni ....................... 41
Skipalest PQ 17 sökkt .......... 45
Þegar við hættum herskipasmíð-
inni ........................ 48
Síldarleit úr kafbát............ 50
Kveðjur til sjómanna o. fl.
Þegar horft er um öxl, til síðasta Sjómannadags, er ærin ástæða til að fagna
margs, sem skeð hefur á þessu tímabili. Gott veðurfar samfara góðum aflabrögðum,
sem enn hafa aukizt, vegna hinnar nýju veiðitækni, stærri og fullkomnari skipa, auk
stórbættrar aðstöðu í landi til að nýta þann afla, sem að landi berst, þótt enn vanti
þar mikið á, svo vel sé.
Ekki er síður ástæða til að fagna fækkandi mannsköðum á sjó, og vegur þar
tvímælalaust þyngst hin frábæru björgunartæld — gúmmíbátarnir.
Ef þeir hefðu ekki verið fyrir hendi hin síðustu ár, er hætt við, að ver hefði
oft og tíðum farið, en raun ber vitni um, sérstaklega við hina óhugnanlegit tíðu skips-
tapa síldveiðiskipa, eftir að hin nýja veiðitækni og breytti veiðiíitbiínaður kom til
sögunnar.
Sjóslysanefnd hefur nú verið að störfum í tæpt ár. Verkefni það, sem henni var
falið er bæði viðamikið og seinunnið, en vonandi tekst nefnd þessari að finna or-
sakir þessara tíðu sjóslysa og gera þær tillögur til úrbóta, sem að gagni koma. Um
leið verður að krefjast þess að reglur, sem settar hafa verið og kunna að verða settar,
um öryggi á sjó, séu haldnar og þyngstu viðurlögum beitt fyrir brot á þeim.
í fróðlegri grein, sem nýlega birtist eftir Bjarna Braga Jónsson hagfræðing, um
atvinnuiékjur alþýðustétta, kemst hann að þeirri niðurstöðu, að tekjuskiptingin mæld
eftir afstöðu atvinnutekna verkamanna, sjómanna og iðnaðarmanna til þjóðartelma
á mann á föstu verðlagi, var árin 1959 til 1962 mjög lítið breytt frá árinu 1948. Gildir
það jafnt, hvort sem litið er til atvinnutekna fyrir skattlagningu, eða til ráðstöfunar-
tekna að frádregnum beinum sköttum og að viðbættum fjölskyldubótum. Þessar af-
stöður voru launþegum óhagstæðari árin 1950 til 1960, en í upphafi og við lok tíma-
bilsins (1948 til 1962).
í höfuðdráttum hefur hlutskipti launþega fylgt þróun þjóðartekna, en sérstak-
lega hagstæð afstaða tekna þeirra við upphaf og lok tímabilsins stendur m. a. í sam-
bandi við háar niðurgreiðslur og fjölskyldubætur.
Þýðingarmiklar breytingar hafa orðið á innbyrðis afstöðu atvinnuteknanna. Við
upphaf tímabilsins voru tekjurnar mjög ójafnar eftir landshlutum, nærri 30% lægri
í kauptúnum en í Reykjavík og um 15% lægri í kaupstöðum. Atvinnutékjur þessara
staða þróuðust síðan jafnt og þétt til jafnaðar við atvinnutékjur í Reykjavík. Fullum
jöfnuði var náð árið 1957 og hafa meðalatvinnutekjur í kaupstöðum og kauptúnum
síðan verið hærri en í Reykjavík.
Hlutföll atvinnutéknanna milli starfsstéttanna, verkamanna, sjómanna og iðn-
aðarmanna, breyttust lítið fram til 1958. Tekjur sjómanna voru oftast um 12 til 15%
hærri og tekjur iðnaðarmanna oftast um 10 til 16% hærri en tekjur verkamanna. Þó
fór munurinn fremur minnkandi með árunum. Frá árunum 1958 til 1959 hafa bilin
aftur á móti aukizt vendega. Tekjur iðnaðarmanna hafa að vísu aðeins náð því hlut•
falli við tekjur verkamanna er þær höfðu áður. En tekjur sjómanna hækkuðu mjög
SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 1