Sjómannadagsblaðið - 07.06.1964, Side 17
Dr. RICHARD BECH:
MÁFURINN HVÍTI
Máfurinn hvíti, hvaðan bar þig að strönd
himinsins bláa vegu fjarst yfir sœ?
Leiztu þér brosa suðurs sólfögur lönd?
Sástu þér Ijóma tinda glitrandi snœ?
Máfurinn hvíti, hvert flýtir þú héðan ferð
flugléttum vœngjum ómœlis háan geim?
Vekur ei hug þínum ótta, sem ógni sverð,
úthafið mikla, þá klýfurðu skýjaheim?
Máfurinn hvíti, liggi til norðurs þín leið,
landinu mínu fagra við sœdjúpin blá,
ástþrungna kveðju berðu um háloftin heið,
heilsaðu fjöllum með kvöldroða gullið um brá.
(Ort vestur á Vancouvereyju síðastl. sumar).
v_________________________________________________________________________y
verðbólguthnum, án þess að grípa til
áðurgreindra aðgerða?
Þar gæti vissulega ýmislegt komið til
greina. Kröfugerðir byggðar á saman-
burði við fiskimenn verður þó erfitt að
útiloka, nema skilningur og viðurkenn-
ing annarra launþegahópa fáist á því,
að það sé ekki stður hagkvæmt fyrir þá
en þjóðfélag okkar í heild, að afburða-
menn á sviði aflamennsku og afkasta
njóti verðugrar umbunar fyrir störf sín.
Hinu vandamcílinu, að nýjar og áður
óþekktar tekjuupphæðir séu notaðar sem
eyðslufé, sem eykur á þenslu efnahags-
kerfisins, mætti t. d. mæta með vísitölu-
tryggingu lífeyrissjóða og sparifjár.
Of langt mál er að rekja hugsanlegar
leiðir til þess, hvort, eins og stundum
hefur verið fleygt fram, um skylduspari-
fjársöfnun væri að ræða, eftir að vissu
tekjuhámarki væri náð, til hvers ætti
að nota slíkt sparifé, og undir hvaða
kringumstæðum eigendur þess gætu nýtt
það t eigin þágu o. s. frv.
Eins og að framan getur, má segja að
verðbólgan hafi ékki veruleg áhrif á
tékjuskiptinguna í þjóðfélaginu, ef yfir
skemmri tíma er litið. Annað verður
uppi á teningnum, ef horft er yfir lengra
tímabil. Þá koma inn á myndina þeir er
lifa á eftirlaunum og tryggingarfé ýmis
konar. Verðbólgan leiðir til þess, að hlut-
ur þessa fólks í þjóðartekjunum fer rýrn-
andi, þegar til lengdar lætur. Er þetta
alvarlegt ihugunarefni fyrir þau fjöl-
mörgu stéttarfélög sjómanna, sem komið
hafa sér upp ýmis konar styrktar- og
lífeyrissjóðum.
En verðbólgan hefur fleiri og alvarlegri
hliðar. Þannig hefur hún veruleg áhrif
á eignaskiptinguna í þjóðfélaginu. Spari-
fjáreigendur tapa, en skúldarar græða.
Þótt mörg dæmi séu um það, að efna-
litlir einstaklingar hafi hagnazt á verð-
bólgunni vegna íbúðarhúsabygginga fyr-
ir sig, þá hljóta menn að viðurkenna, að
stærstu áhrifin verða í þá átt, að eignar-
réttur þeirra verðmæta, sem er í hönd-
um margra en smárra sparifjáreigenda,
flyzt í hendur fárra en stórra atvinnu-
fyrirtækja. Þetta er þróun, sem fáir laun-
þegar munu telja æskilega, hvort sem
þeir starfa til sjós eða lands.
Þann 11. apríl 1962 var svohljóðandi
tillaga samþykkt á Alþingi:
„Alþingi ályktar að skora á ríkis-
stjórnina að láta fara fram athugun á
því, hvernig framkvæma megi verðtrygg-
ingu frjálsra lífeyristrygginga, bæði líf-
eyrissjóða verkalýðsfélaga og annarra
launþegasamtaka og lífeyristrygginga á
vegum einstaklinga. Verði niðurstöður
þeirrar athugunar lagðar fyrir Alþingi."
í merkilegri ritgerð, sem flutnings-
maður þessarar þingsályktunartillögu,
Ólafur Björnsson prófessor, hefur samið
um mál þetta, kemst hann að þeirri nið-
urstöðu, „að Seðlabankanum, Trygging-
arstofnuninni eða stjálfstæðri stofnun
verði falin eftirfarandi starfsemi:
1. Ávöxtun lífeyrissjóða launþega, er
stofnaðir hafa verið með samning-
um við atvinnurékendur, svo fremi
samtök þau, er hlut eiga að máli
óski eftir því.
2. Taki að sér lífeyris- og líftrygging-
ar fyrir einstaklinga.
3. Taki á móti sparifé með vísitölu-
kjörum, enda sé féð bundið til a.
m. k. 3 til 5 ára.
Allt það fé, er stofnun á, ávaxtist með
vísitölukjörum og er þar miðað við A
og B liði núverandi visitölu framfærslu-
kostnaðar. Rtkið ábyrgist allar skuld-
bindingar stofnunarinnar og lántakend-
ur sktddbindi sig til þess að endurgreiða
fé það, er þeir fá að láni hjá stofnuninni
með vísitöluálagi." Þetta er það helzta úr
niðurstöðum próf. Ólafs Björnssonar.
Að sjálfsögðu er ég orðinn nokkuð
langorðtir um þau þýðingarmiklu hags-
munamál sjómanna, sem hér hefur ver-
ið drepið lauslega á, en máske vekja
þau sjómenn til umhugsunar um þessi
mál af víðari sjónarhól en nú virðist í
tízku meðal starfshópa.
Sjómenn, a. m. k. á sðuvesturlandi
eiga myndarleg sjálfstæð tímarit, sevt
kovta reglúlega út, „Víkingurinn" hjá
Farmanna- og fiskimannasambandi ís-
lands og „Sjómaðurinn", útgefinn af
Sjómannafélagi Reykjavíkur.
Þessi rit eru opin þeim sjómönnum,
sem eitthvað vilja leggja til í umræðum
um þessi og önnur þýðingarmikil
mál.
Pétur Sigurðsson.
SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 3