Sjómannadagsblaðið

Volume

Sjómannadagsblaðið - 07.06.1964, Page 19

Sjómannadagsblaðið - 07.06.1964, Page 19
Sjómannadagurinn í Reykjavík 1963 í reglugerð Sjómannadagsins seg- ir, að Sjómannadagurinn skuli hald- inn fyrsta sunnudag í júní, beri hann upp á hvítasunnudag, skal Sjó- mannadagur haldinn næsta sunnu- dag á eftir. Að þessu sinni varð að víkja frá þessari reglu, því að auk þess sem hvítasunna bar upp á sunnudaginn 2. júní voru almennar kosningar til Alþingis ákveðnar sunnudaginn 9. júní. Það þótti of snemmt vegna vorvertíðarinnar að halda daginn sunnudaginn 26. maí, en hinsvegar of seint vegna síldar- vertíðar að fresta honum til sunnu- dagsins 16. júní. Var því ákveðið að halda Sjómannadaginn 3. júní, mánudaginn annan í hvítasunnu, þótt sá dagur væri miður æskilegur margra hluta vegna, sérstaklega fyrir Reykvíkinga, en í önnur hús var ekki að venda. Þetta var 26. Sjómannadagurinn og fór fram í Reykjavík með svip- uðum hætti og undanfarin ár. Veð- ur var kyrrt og gott. Strax um morg- uninn voru öll skip í höfninni fán- um skreytt og fánar blöktu við hún víðsvegar um borgina. Kl. 9.30 um morguninn var að ósk Tryggva Ófeigssonar útgerðarmanns afhjúp- að á vegum Sjómannadagsins, minnismerki af sjómanni, sem Tryggvi hafði látið koma fyrir á lóð H.f. Júpiters og H.f. Marz á Kirkju- sandi. Minnismerkið sem er mjög vel gert og táknrænt er gert af Jónasi Jakobssyni myndhöggvara. Halldór JóiiSoO.n loítskeytamaður flutti stutt ávarp. Frú Herdís Ásgeirsdóttir kona Tryggva afhjúpaði minnis- merkið. en Lúðrasveit Reykjavíkur lék á undan og eftir þessum atriðum. Fánaborg Sjómannadagsins á Austurvelli. Eiríkur Kristófersson, fyrrv. skipherra, ásamt eiginkonum þeirra Jóns Ólafssonar og Sigurðar Benediktssonar, sem ásamt Eiríki hlutu heiðursmerki Sjómannadagsins. SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 5

x

Sjómannadagsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.