Sjómannadagsblaðið

Volume

Sjómannadagsblaðið - 07.06.1964, Page 20

Sjómannadagsblaðið - 07.06.1964, Page 20
Ródrarsveit kvenna Fiskiðjuvers Bæjarútgerðar Reykjavíkur með hinn nýja ísbjarnarbikar. Stefán Stefánsson. dagsráðs verðlaun og heiðursmerki Sjómannadagsins. Afreksbjörgunar- verðlaun Sjómannadagsins hlaut að þessu sinni Stefán Stefánsson, skip- stjóri á m.s. Halkion Vestmannaeyj- um og skipshöfn hans fyrir giftusam- legar bjarganir á skipshöfninni á m.s. Bergi frá Vestmannaeyjum, 6. des. 1962 og skipshöfninni á m.s. Erlingi 4. frá Vestmannaeyjum, 22. marz 1963. Stefán Stefánsson skip- stjóri gat ekki vegna sjúkleika komið til Reykjavíkur til að veita verð- laununum viðtöku, en þau vom fag- ur áletraður silfurbikar, gefinn af Félagi ísl. botnvörpuskipaeigenda. Afhending verðlaunanna fór því fram í Vestmannaeyjum. Fjalarbik- arinn hlaut Örn Aanes, Vestmanna- eyjum, nemandi í Vélskólanum í Reykjavík, fyrir hæsta einkunn við lokapróf í vélfræði frá skólanum. Hann hlaut ágætiseinkunina 7,2, sem er 90% af hámarkseinkunn. Starfs síns vegna var hann ekki viðstaddur afhendinguna. Heiðursmerki Sjómannadagsins hlutu: Eiríkur Kristófersson, skip- herra, Sigurður Benediktsson háseti Róðrarsveit ms. Guðm. Þórðarsonar með lárviðarsveiginn og Fiskimann Morgunblaðsins. K1 10.30 hófst hátíðamessa í Laug- arásbíói. Prestur var séra Óskar J. Þorláksson en söngstjóri Gunnar Sigurgeirsson. Fjolmennt var við nicssuna og var henni útvarpað. Kl. 14.00 hófust hin venjulegu há- tíðahöld við Austurvöll. Sjómanna- félögin mynduðu fánaborg með fé- lagafánum og ísl. fánum á Austur- velli. Lúðrasveit Reykjavíkur lék sjómanna- og ættjarðarlög og Guð- mundur Guðjónsson óperusöngvari söng einsöng. Lagður var blómsveig- 6 SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ ur á leiði óþekkta sjómannsins í Fcssvogskirkjugarði. Ræðuhöld fóru fram af svölum Alþingishússins. Biskup íslands, hr. Sigurbjörn Einarsson, minntist drukknaðra sjómanna. Sjávarút- vegsmálaráðherra Emil Jónsson flutti ávarp af hálfu ríkisstjórnar- innar, Baldur Guðmundsson útgerð- armaður af hálfu útgerðarmanna og Garðar Pálsson skipherra af hálfu sjómanna. Þá afhenti Pétur Sigurðs- son alþingism., formaður Sjómanna-

x

Sjómannadagsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.