Sjómannadagsblaðið - 07.06.1964, Qupperneq 21
og Jón Ólafsson háseti. Þeir Sigurð-
ur og Jón voru við störf sín á hafi
úti og voru því ekki viðstaddir af-
hendingu heiðursmerkjanna, en frúr
þeirra veittu þeim viðtöku fyrir hönd
manna sinna. I Hafnarfirði hlutu
þessir sjómenn heiðursmerki dags-
ins: Jón Sveinsson, Jón Jónasson og
Magnús Helgason.
Þegar hátíðahöldunum við Aust-
urvöll var lokið hófst kappróður í
Reykjavíkurhöfn. 10 róðrarsveitir
tóku þátt í keppninni. Úrslit urðu
þessi. Róðrarsveitir skipshafna: m.s.
Guðmundur Þórðarson 2 mín 47,5
sek., m.s. Hafþór 2 mín. 55,8 sek.,
m.s. Hafrún 2 mín. 59,7 sek., m.s.
Guðmundur Péturs, Bolungarvík
3 mín. 05,4 sek. Róðrarsveit m.s.
Guðmundar Þórðarsonar hlaut 1.
verðlaun, lárviðarsveig Sjómanna-
dagsins og einnig Fiskimann Morg-
unblaðsins. Er þetta í fjórða skipti í
röð, sem þessi róðrarsveit undir for-
ustu Haraldar Agústssonar, skip-
stjóra vinnur fyrstu verðlaun. Onn-
ur verðlaun hlaut róðrarsvei mt.s.
Hafþórs, sem einnig hlaut June
Munktell bikarinn. Róðrarsveitir
kvenna: Róðrarsveit kvenna Fisk-
iðjuvers Bæjarútgerðar Reykjavík-
ur 3 mín. 15,5 sek. og hlaut að verð-
launum Isbjarnarbikarinn, fagran
silfurbikar, sem vinnst til fullrar
eignar eftir nánar tilteknum reglum.
Var nú í fyrsta skipti keppt um
þennan verðlaunagrip, sem er gef-
inn af H.f. Isbirninum Reykjavík
sem fyrstu verðlaun til handa
kvennasveit, sem beztum tíma nær
í kappróðri á Sjómannadaginn í
Reykjavík. Kann Sjómannadagurinn
gefendum beztu þakkir fyrir þessa
höfðinglegu gjöf og velvilja í garð
dagsins, því telja má víst að gjöfin
efli áhuga kvenna fyrir róðrarkeppni
dagsins og hvetji þær til þátttöku.
Önnur verðlaun í þessum flokki
hlaut róðrarhveit kvenna Fiskiðju-
vers ísbjarnai'ins h.f. Tími sveitar
innar var 3 mín. 26,2 sek. Unglinga-
sveitir: Unglingasveit sjóvinnunám-
skeiðs Reykjavíkur, A-lið, 3 mín.
11,5 sek. hlaut fyrstu verðlaun í
þeim flokki. Róðrarsveit unglinga-
liðs Fiskiðjuvers Bæjarútgerðar
Hafnarfjarðar, 3 mín. 16,2 sek., hlaut
2. verðlaun. Önnur úrslit urðu þessi:
Unglingadeild sjóvinnunámskeiðs
Róðrarsveit Sjóvinnunámskeiðsins.
Róðrarsveit ms. Hafþórs með hine-Munktell bikarinn.
Reykjavíkur, B-lið, 3 mín. 27,2 sek.
Unglingadeild sjóvinnunámskeiðs
Hafnarfjarðar 3 mín. 28,4 sek. Geir
Ólafsson afhenti róðrarverðlaun að
lokinni keppni.
Um kvöldið voru haldnir dans-
leikir á vegum Sjómannadagsins í
6 samkomuhúsum og flestir vel sótt-
ir. Aðalhófið var í Súlnasal Hótel
Sögu. Sjómannadagsblaðið kom út
að vanda og var selt í Reykjavík og
um land allt, einnig merki dagsins.
Kvölddagskrá Ríkisútvarpsins á
Sjómannadaginn var algerlega á veg-
um útvarpsins að þessu sinni. Sjó-
mannakonur höfðu að vanda kaffi-
sölu í Sjálfstæðishúsinu og Slysa-
varnahúsinu og gekk hún vel. Ágóð-
anum var varið tli jólaglaðnings
vistfólks í Hrafnistu. Þá efndi Sjó-
mannadagsráð til skemmtikvölds
fyrir vistfólk í Hrafnistu á laugar-
dagskvöldið fyrir Hvítasunnu.
Sjómannadagurinn þakkar þeim
mörgu, sem veittu starfsemi dagsins
lið á einn eða annan hátt.
SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 7