Sjómannadagsblaðið - 07.06.1964, Page 23
Fimmtíu ára nemendur Stýrimannaskólans
Skipstjóra- og stýrimannafélagið Aldan átti 70 ára afmæli 7. október síðastliðinn.
Aldan er elzta starfandi stéttarfélag sjómanna hér á landi og hefur ávallt staðið
framarlega í baráttu fyrir hagsmunamálum skipstjórnarmanna, sjávaríitvegs og
sjómannastéttarinnar í heild.
Stjórn félagsins minntist þessa merka afmælis á ýmsan hátt og hefur þess verið
getið annars staðar. Sjómannadagsblaðið birtir í þessu sambandi mynd af 50 ára
nemendum Stýrimannaskólans, sem allir voru landskunnir fyrir störf sín á sjónum
og stóðu framarlega í hagsmunamálum stéttar sinnar á sjó og landi.
styttuna „Landnemar“, er hann
gerði fyrir Akureyrarkaupstað.
Listamaðurinn hefir unnið að
þessu verki um eins árs skeið. Af
hálfu forráðamanna fyrirtækjanna
var sett fram sú ósk, að fram kæmi
í myndinni sjópoki og fiskkippa, sem
tákn þess manns, sem fer á sjó til
fanga og flytur fisk að landi. Að
öðru leyti hefir listamaðurinn haft
algjörlega frjálsar hendur um gerð
myndarinnar.
Upphaflega var hugsað, að láta
myndina standa á bersvæði sjávar-
megin fyrir utan fiskverkunarstöð-
ina, en þar sem það er tiltölulega fá-
farin leið af almenningi var frá því
horfið og henni valinn staður hér
inni á athafnasvæðinu. Hér nýtur
hún sín einig vel, í þeirri fögru
gróðurvin, sem hefir verið ræktuð
til aðhlynningar og augnayndis fyrir
þau hundruð karla, kvenna og ung-
linga sem á ýmsum tímum starfa hér
að mikilvægum framleiðslustörf-
um.
Minnisvarði þessi er reistur með
hlýjum vinarhug — og til virðingar
tileinkaður sjómannastétt landsins.
Sjómannadagsráð þakkar fyrir hönd
sjómannastéttarinnar í heild þetta
myndarlega framtak henni til heið-
urs og viðurkenningar. Samkvæmt
eindregnum tilmælum stjórnar Sjó-
mannadagsráðs vil ég biðja frú Her-
dísi, eiginkonu Tryggva Ófeigsson-
ar skipstjóra að afhjúpa myndina,
til þess verkefnis sem henni er ætl-
að — að vera táknmynd starfs þeirra
manna sem:
„flytja þjóðinni auð
sækja barninu brauð,
færa björgin í grunn undir
framtíðarhöll.“
Öldubikarinn
er gefinn af Fulltrúaráði Sjómanna-
dagsins í tilefni af 70 ára afmæli Skip-
stjóra og stýrimannafélagsins Óldunn-
ar 7. október 1963.
Bikarinn er farandbikar og veittur
þeim nemanda Stýrimannaskólans í
Reykjavík, er fær hæstu einkunn við
burtfararpróf. Jafnframt fær hann til
eignar heiðurspening úr silfri, en á
hann verður ritað öðru megin Hand-
liafi Öldubikarsins og ártálið er hann
er afhentur, hinumegin verður svo
þrykkt merlú Sjómannadagsins.
----------------------------------------
SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 9